Draumarnir rætast í Feneyjum

Draumarnir rætast í Feneyjum

Í sumar verður hægt að fljúga beint til Feneyja og því er ekki úr vegi að mæla með nokkrum skemmtilegum viðburðum sem hægt er að njóta á sama tíma og maður nýtur lífsins siglandi um á gondólum sötrandi Bellini-kokkteila.

Draumarnir rætast í Feneyjum

Beint flug á spennandi staði | 20. mars 2022

Það er gaman að koma tl Feneyja og upplifa menningu …
Það er gaman að koma tl Feneyja og upplifa menningu og listir. AFP

Í sum­ar verður hægt að fljúga beint til Fen­eyja og því er ekki úr vegi að mæla með nokkr­um skemmti­leg­um viðburðum sem hægt er að njóta á sama tíma og maður nýt­ur lífs­ins siglandi um á gondól­um sötrandi Bell­ini-kokkteila.

Í sum­ar verður hægt að fljúga beint til Fen­eyja og því er ekki úr vegi að mæla með nokkr­um skemmti­leg­um viðburðum sem hægt er að njóta á sama tíma og maður nýt­ur lífs­ins siglandi um á gondól­um sötrandi Bell­ini-kokkteila.

Fyr­ir þá menn­ing­ar­sinnuðu

Feyn­eyj­art­víær­ing­ur­inn verður hald­inn í ár eft­ir nokk­urt hlé vegna heims­far­ald­urs. Ísland verður að þessu sinni með skála á aðalsvæði hátíðar­inn­ar Arsenale og mun listamaður­inn Sig­urður Guðjóns­son sýna þar fyr­ir Íslands hönd. Tví­ær­ing­ur­inn stend­ur yfir frá 23. apríl til 27. nóv­em­ber 2022.

Þá verður hin óviðjafn­an­lega ópera Madama Butterfly flutt í feneysku óper­unni í sept­em­ber 2022. Ferðavef­ur mbl.is mæl­ir með því að áhuga­sam­ir flýti sér að sjá þessa drama­tísku óperu eft­ir Pucc­ini áður en henni verði slaufað eða „cancell­ed“ en marg­ir hafa bent á að söguþráður­inn sé mjög um­deild­ur, þar sé t.d. vísað í barnagirnd en Cio-Cio er aðeins fimmtán ára sak­laus stúlka þegar hún gift­ist eldri banda­rísk­um her­manni og eign­ast með hon­um barn. Þá er það líka gagn­rýnt hversu ein­föld mynd dreg­in er upp af japön­um í óper­unni.

Fyr­ir þá sem elska góðan mat

Eins og Ítal­íu er von og vísa þá er þar alltaf hægt að finna góðan mat. Það er til dæm­is ómiss­andi fyr­ir alla að fá sér einn Bell­ini á Harry´s Bar - eða tvo!

Þá mæl­ir ferðavef­ur mbl.is með veit­ingastaðnum Al Tím­on sem er steik­ar­hús af bestu gerð. Staður­inn er staðsett­ur við eitt af sík­un­um og í góðu veðri er hægt að sitja úti á bát sem er staðsett­ur fyr­ir utan staðinn og borða gæðasteik­ur sneidd­ar niður og born­ar fram á stór­um viðarplatta.

Wizz air flýg­ur beint til Fen­eyja tvisvar í viku, frá apríl og fram á vet­ur.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Al Timon Steak­hou­se (@altimon)

mbl.is