Erdogan vill í Evrópusambandið

Evrópusambandið | 22. mars 2022

Erdogan vill í Evrópusambandið

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leitaði til Evrópusambandsins í dag með bón um að enduropna viðræður um inngöngu Tyrkja í sambandið. Tyrkland sér möguleika í stöðunni meðan stríðið geisar í Úkraínu að Tyrkir geti gegnt hlutverki sáttasemjara milli Rússa og Úkraínu.

Erdogan vill í Evrópusambandið

Evrópusambandið | 22. mars 2022

Recep Tayyip Erdogan vill ganga í Evrópusambandið sem fyrst.
Recep Tayyip Erdogan vill ganga í Evrópusambandið sem fyrst. AFP

For­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, leitaði til Evr­ópu­sam­bands­ins í dag með bón um að enduropna viðræður um inn­göngu Tyrkja í sam­bandið. Tyrk­land sér mögu­leika í stöðunni meðan stríðið geis­ar í Úkraínu að Tyrk­ir geti gegnt hlut­verki sátta­semj­ara milli Rússa og Úkraínu.

For­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, leitaði til Evr­ópu­sam­bands­ins í dag með bón um að enduropna viðræður um inn­göngu Tyrkja í sam­bandið. Tyrk­land sér mögu­leika í stöðunni meðan stríðið geis­ar í Úkraínu að Tyrk­ir geti gegnt hlut­verki sátta­semj­ara milli Rússa og Úkraínu.

„Við bú­umst við að Evr­ópu­sam­bandið skoði um­sókn okk­ar um inn­göngu fljótt og að við get­um hafið samn­ingaviðræður,“ sagði Er­dog­an eft­ir sam­tal við Mark Rutte, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands sem er í op­in­berri heim­sókn í Tyrklandi.

Samn­ingaviðræður um inn­göngu Tyrk­lands í Evr­ópu­sam­bandið hóf­ust árið 2005, en hafa verið á salti und­an­far­in ár vegna spennu milli Tyrk­lands og sam­bands­ins, en Evr­ópu­sam­bandið hef­ur gagn­rýnt Tyrki fyr­ir að vera að fær­ast fjær lög­um og reglu og öðrum gild­um sem eru horn­stein­ar sam­bands­ins. Sér­stak­lega versnuðu sam­skipt­in eft­ir til­raun til vald­aráns í júlí 2016 og eins hef­ur sam­bandið haft horn í síðu Tyrkja fyr­ir skort á mál­frelsi og hand­tök­um þúsunda, þ.á m. blaðamanna.

Fundað verður í Brus­sel á morg­un þar sem for­ystu­menn Evr­ópu­sam­bands­land­anna hitt­ast til að ræða stöðuna í Úkraínu og af­leiðing­arn­ar fyr­ir álf­una. Krísu­fund­ur verður einnig hjá NATO á fimmtu­dag­inn vegna stríðsins.

Er­dog­an hef­ur þegar rætt við fjóra leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ins og NATO síðustu tíu daga.  Tyrk­land, sem er stuðningsaðili Kænug­arðs og í NATO, hef­ur reynt að miðla mál­um milli Rússa og Úkraínu á sama tíma og þeir neita að styðja efna­hags­refsiaðgerðir Vest­ur­landa gegn Rúss­um.

mbl.is