Hætti við brjóstastækkun

Britney Spears | 25. mars 2022

Hætti við brjóstastækkun

Söngkonan Briteny Spears íhugaði að stækka á sér brjóstin nýlega. Stjarnan segir að faðir hennar, James Spears, hafi líkamssmánað hana í mörg ár. Svo vildi til að hún hitti ekki lýtalækninn þegar á hólminn var komið og hún hefur ekki snúið aftur. 

Hætti við brjóstastækkun

Britney Spears | 25. mars 2022

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Söng­kon­an Briteny Spe­ars íhugaði að stækka á sér brjóst­in ný­lega. Stjarn­an seg­ir að faðir henn­ar, James Spe­ars, hafi lík­ams­s­mánað hana í mörg ár. Svo vildi til að hún hitti ekki lýta­lækn­inn þegar á hólm­inn var komið og hún hef­ur ekki snúið aft­ur. 

Söng­kon­an Briteny Spe­ars íhugaði að stækka á sér brjóst­in ný­lega. Stjarn­an seg­ir að faðir henn­ar, James Spe­ars, hafi lík­ams­s­mánað hana í mörg ár. Svo vildi til að hún hitti ekki lýta­lækn­inn þegar á hólm­inn var komið og hún hef­ur ekki snúið aft­ur. 

„Það er klikkað að búa í Los Ang­eles... Ég var að hugsa um að fara í brjóstas­tækk­un... brjóst­in mín eru frek­ar lít­il... Ég meina með rétta brjósta­hald­ar­an­um eru þau allt í lagi en ég var for­vit­in hvað lækn­ir myndi segja,“ skrifaði stjarn­an á In­sta­gram. Hún sagði að brjóst­in hefðu minnkað að und­an­förnu þar sem hún létt­ist um rétt rúm­lega þrjú kíló sem hún seg­ir mikið fyr­ir sig. Spe­ars fór alla leið á lýta­lækna­stofu en komst aldrei inn til lækn­is­ins. 

Söng­kon­an virðist eins og er ætla að velja nátt­úru­lega feg­urð sína. Hún seg­ir föður sinn hafa niður­lægt hana og lík­ams­s­mánað í mörg ár. „Pabbi minn sagði alltaf að ég væri feit og að vera þung stelpa á sviði var ekki skemmti­legt... það var niður­lægj­andi.“

Spe­ars seg­ist vera fórn­ar­lamb út­lits­dýrk­un­ar eins og aðrar kon­ur. „Ég sjálf trúi því að fólk geti verið ham­ingju­samt hvort sem það er grannt, gam­alt, feitt, hvað sem er... ef þú ert ham­ingju­söm og með góða orku ertu 100 pró­sent aðlaðandi,“ skrifaði Spe­ars. Hún seg­ir að hún hafi ekki náð langt vegna út­lits­ins. 

Að lok­um hvet­ur söng­kon­an fólk til þess að læra að elska sjálft sig. 

mbl.is