Fögnuðu þegar flugdólgnum var vísað úr vélinni

Fögnuðu þegar flugdólgnum var vísað úr vélinni

Það brutust út fagnaðarlæti um borð í vél flugfélagsins Jet 2 á dögunum þegar konu, sem hafði gengið berserksgang í háloftunum, var vísað út úr vélinni. 

Fögnuðu þegar flugdólgnum var vísað úr vélinni

Beint flug á spennandi staði | 26. mars 2022

Boeing 737-300 flugvél Jet2 tekur af stað.
Boeing 737-300 flugvél Jet2 tekur af stað. Ljósmynd/Wikipedia.org/54north

Það brut­ust út fagnaðarlæti um borð í vél flug­fé­lags­ins Jet 2 á dög­un­um þegar konu, sem hafði gengið ber­serks­gang í háloft­un­um, var vísað út úr vél­inni. 

Það brut­ust út fagnaðarlæti um borð í vél flug­fé­lags­ins Jet 2 á dög­un­um þegar konu, sem hafði gengið ber­serks­gang í háloft­un­um, var vísað út úr vél­inni. 

Flug­vél­in var á leið frá Manchester á Englandi til An­ta­lya í Tyrklandi hinn 21. mars þegar at­vikið átti sér stað. Vegna ógn­andi hegðunar kon­unn­ar þurfti vél­in að lenda á óvænt­um viðkomu­stað í Vín­ar­borg til þess að losa áhöfn og sam­farþega kon­unn­ar við læt­in í henni. Fréttamiðill­inn The Sun greindi frá.

Ástæður hegðun­ar­inn­ar eru óljós­ar en sam­kvæmt frá­sögn­um farþega er kon­an sökuð um að hafa ráðist lík­am­lega á sam­farþega sína að til­efn­is­lausu og látið ýmis blóts­yrði falla á farþega og áhafn­ar­meðlimi. Mynd­skeið náðist af hegðun kon­unn­ar sem vægt til orða tekið var ekki til fyr­ir­mynd­ar í þúsund feta hæð. 

Flug­fé­lagið Jet 2 sendi skila­boð á alla farþega í vél­inni þar sem beðist var vel­v­irðing­ar á trufl­andi hegðun kon­unn­ar og þeir upp­lýst­ir um viðkom­una í Vín. 

Þegar vél­in hafði lent á flug­vell­in­um í Vín tók lög­regl­an á móti flugdólgn­um og út brut­ust mik­il fagnaðarlæti á meðal sam­farþega kon­unn­ar. Líkt og meðflygj­andi mynd­skeið get­ur til um voru farþeg­arn­ir sigri hrós­andi yfir því að kon­unni hafi verið vísað úr vél­inni og að ferðalagið gæti haldið snurðulaust fyr­ir sig áfram. 



mbl.is