Val á kviðdómi hófst í dag í réttarhöldum yfir meintum liðsmanni hóps innan hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, þekktum sem „Bítlarnir“.
Val á kviðdómi hófst í dag í réttarhöldum yfir meintum liðsmanni hóps innan hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, þekktum sem „Bítlarnir“.
Val á kviðdómi hófst í dag í réttarhöldum yfir meintum liðsmanni hóps innan hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, þekktum sem „Bítlarnir“.
El Shafee Elsheikh, 33 ára, er sakaður um að aðild að morðum á bandarísku blaðamönnunum James Foley og Steven Sotloff, auk hjálparstarfsmannanna Peters Kassig og Kayla Mueller.
Búist er við því að málflutningur í réttarhöldunum hefjist á morgun.
Elsheikh og annars breskur ríkisborgari, Alexanda Amon Kotey, 37 ára, voru handteknir í janúar 2018 af hersveitum Kúrda í Sýrlandi þegar þeir reyndu að flýja til Tyrklands.
Þeir voru framseldir til bandarískra hersveita í Írak og þaðan var flogið með þá til Virginíu-ríkis í Bandaríkjunum árið 2020. Þar áttu þeir yfir höfði sér ákærur vegna gíslatöku, aðildar að morði á bandarískum ríkisborgurum og fyrir stuðning við erlend hryðjuverkasamtök.
Kotey játaði sekt sína árið 2021 og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Samkvæmt samningi þarf hann að dúsa í 15 ár í bandarísku fangelsi og verður eftir það framseldur til Bretlands þar sem hann á yfir höfði sér frekari ákærur.
Elsheikh ákvað að andmæla ákærunum og réttarhöldin yfir honum fara fram í alríkisdómstól í borginni Alexandríu í Virginíu.
Fjögurra manna hryðjuverkasella með Kotey og Elsheikh innanborðs var kölluð „Bítlarnir“ af þeim sem voru teknir sem gíslar vegna bresks hreims þeirra. Hópurinn er sakaður um að hafa tekið þátt í ráni á að minnsta kosti 27 manns í Sýrandi á árunum 2012 til 2015.
„Bítlarnir“ eru sagðir hafa pyntað og myrt fórnarlömb sín, þar á meðal afhöfðað þau, og Ríki íslams birti myndbönd af morðunum í áróðursskyni.
Leiðtogi hópsins, Mohamed Emwazi, þekktur sem „Jihadi John“, var drepinn í drónaárás Bandaríkjanna í Sýrlandi árið 2015. Fjórði „Bítillinn“, Aine Davis, situr í fangelsi í Tyrklandi eftir að hafa verið fundinn sekur um hryðjuverk.
Kotey var kallaður „Ringo“ af gíslunum á meðan Elsheikh var nefndur „George“.