Blásið hár og spenna í hliðinni

Tískuvikan í París | 6. apríl 2022

Blásið hár og spenna í hliðinni

Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tískusýningu franska tískuhússins Chanel í París á dögunum voru margar fyrirsætur með blásið hár og spennu í hliðinni. Slíkar greiðslur eru stelpulegar og einfaldar í framkvæmd. Til þess að geta framkallað þetta útlit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hárnæringu.

Blásið hár og spenna í hliðinni

Tískuvikan í París | 6. apríl 2022

Hér er hárið skipt til hliðar og spenna sett í …
Hér er hárið skipt til hliðar og spenna sett í hina hliðina.

Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tísku­sýn­ingu franska tísku­húss­ins Chanel í Par­ís á dög­un­um voru marg­ar fyr­ir­sæt­ur með blásið hár og spennu í hliðinni. Slík­ar greiðslur eru stelpu­leg­ar og ein­fald­ar í fram­kvæmd. Til þess að geta fram­kallað þetta út­lit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hár­nær­ingu.

Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tísku­sýn­ingu franska tísku­húss­ins Chanel í Par­ís á dög­un­um voru marg­ar fyr­ir­sæt­ur með blásið hár og spennu í hliðinni. Slík­ar greiðslur eru stelpu­leg­ar og ein­fald­ar í fram­kvæmd. Til þess að geta fram­kallað þetta út­lit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hár­nær­ingu.

Svo þarftu að setja hita­vörn í hárið áður en það er blásið og gott er að setja ör­litla lyft­ingu með sér­stöku spreyi. Byrjaðu á því að halla þér fram og þurrka hárið á hvolfi svo það komi næg lyft­ing í rót­ina og þegar hárið er orðið þurrt í rót­ina skaltu snúa þér við og taka lokk fyr­ir lokk og blása hann vel.

Gamli góði krullu­burst­inn er að koma sterk­ur inn og ef það er eitt­hvað sem mæður og ömm­ur þessa lands ættu að geta kennt þeim yngri þá er það að nota hár­blás­ara og krullu­bursta. Hár­blást­ur er svo­lítið eins og læra á skíði. Fólk þarf að læra réttu tök­in og æfa sig svo mjög mikið til að ná ár­angri. Þannig er þetta líka með hárið og í raun­inni með eig­in­lega allt í líf­inu.

Það er nauðsynlegt að eiga góðan hárblásara. Þessi er frá …
Það er nauðsyn­legt að eiga góðan hár­blás­ara. Þessi er frá HH Simon­sen og fæst á hár­greiðslu­stof­um.
Það ættu allir að geta lært að blása á sér …
Það ættu all­ir að geta lært að blása á sér hárið.
Spenna og stórir eyrnalokkar fara vel saman.
Spenna og stór­ir eyrna­lokk­ar fara vel sam­an.
Það er fallegt að taka hárið frá andlitinu með spennu.
Það er fal­legt að taka hárið frá and­lit­inu með spennu.
mbl.is