Borgar ekki fyrir lögfræðikostnað mömmu

Britney Spears | 7. apríl 2022

Borgar ekki fyrir lögfræðikostnað mömmu

Tónlistarkonan Britney Spears hefur dregið línu í sandinn þegar kemur að því að fjölskylda hennar nýti sér fjármuni hennar. Hún neitar nú að greiða fyrir lögfræðikostnað móður sinnar Lynn Spears. 

Borgar ekki fyrir lögfræðikostnað mömmu

Britney Spears | 7. apríl 2022

Britney Spears vill ekki borga lögfræði kostnað móður sinnar.
Britney Spears vill ekki borga lögfræði kostnað móður sinnar. AFP

Tón­list­ar­kon­an Brit­ney Spe­ars hef­ur dregið línu í sand­inn þegar kem­ur að því að fjöl­skylda henn­ar nýti sér fjár­muni henn­ar. Hún neit­ar nú að greiða fyr­ir lög­fræðikostnað móður sinn­ar Lynn Spe­ars. 

Tón­list­ar­kon­an Brit­ney Spe­ars hef­ur dregið línu í sand­inn þegar kem­ur að því að fjöl­skylda henn­ar nýti sér fjár­muni henn­ar. Hún neit­ar nú að greiða fyr­ir lög­fræðikostnað móður sinn­ar Lynn Spe­ars. 

Lögmaður Spe­ars, sem hún fékk heim­ild til að ráða síðastliðið sum­ar, Mat­hew Roseng­art kom fyr­ir dóm­ara í vik­unni þar sem hann mót­mælti kröfu Lynn Spe­ars um að dótt­ir henn­ar greiddi lög­fræðikosnað henn­ar. 

Tæp­ir fimm mánuðir eru síðan tón­list­ar­kon­an end­ur­heimti sjálfræði sitt aft­ur og hef­ur hún nú stjórn yfir fjár­hags­mál­um sín­um. Lynne sótti um að dótt­ur henn­ar yrði gert að greiða lög­fræðikostnað henn­ar sem hljóðar upp á um 85 millj­ón­ir ís­lenskra króna. Lagði hún kröf­una fram í nóv­em­ber á síðasta ári. 

„Brit­ney Spe­ars hef­ur verið eina fyr­ir­vinna fjöl­skyldu sinn­ar í ára­tugi, og stutt við bakið á fjöl­skyldu sinni öll þessi ár,“ sagði Roseng­art. Hann benti á að faðir henn­ar, Jamie Spe­ars, hafi mis­notað aðstöðu sína gagn­vart dótt­ur sinni þann rúma ára­tug sem hann var lögmaður henn­ar. Það væri því ekk­ert nýtt fyr­ir tón­list­ar­kon­una að fjöl­skylda henn­ar mis­notaði auðævi henn­ar. 

Und­an­far­in tíu ár hef­ur Lynne búið í stóru húsi í Kentwood í Louisi­ana­ríki, en húsið er í eigu dótt­ur henn­ar sem hef­ur haldið áfram að greiða fyr­ir fast­eigna­gjöld, hita, raf­magn, síma, trygg­ing­ar, net, sund­laug og viðhald. Hann benti einnig á að Lynne væri ekki beinn aðili að lögráðamanns­máli dótt­ur sinn­ar og því hafi Brit­ney borgað und­ir móður sína án þess að þurfa þess laga­lega séð.

mbl.is