„Ekkert gert annað en að bíta á jaxlinn“

Smábátaveiðar | 18. apríl 2022

„Ekkert gert annað en að bíta á jaxlinn“

Undanfarin tvö ár hafa verið mjög krefjandi og þurftu stjórnendur Einhamars Seafood í Grindavík að styðja vel við bakið á starfsfólki sínu sem stóð andspænis kórónuveirufaraldri, tíðum jarðskjálftum og að lokum eldgosi.

„Ekkert gert annað en að bíta á jaxlinn“

Smábátaveiðar | 18. apríl 2022

„Man ég ekki eftir jafn vondu veðurfari þessi tíu ár …
„Man ég ekki eftir jafn vondu veðurfari þessi tíu ár sem ég hef verið hjá fyrirtækinu,“ segir Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, um tíðarfarið á fyrstu tveimur mánuðum ársins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Und­an­far­in tvö ár hafa verið mjög krefj­andi og þurftu stjórn­end­ur Ein­ham­ars Sea­food í Grinda­vík að styðja vel við bakið á starfs­fólki sínu sem stóð and­spæn­is kór­ónu­veirufar­aldri, tíðum jarðskjálft­um og að lok­um eld­gosi.

Und­an­far­in tvö ár hafa verið mjög krefj­andi og þurftu stjórn­end­ur Ein­ham­ars Sea­food í Grinda­vík að styðja vel við bakið á starfs­fólki sínu sem stóð and­spæn­is kór­ónu­veirufar­aldri, tíðum jarðskjálft­um og að lok­um eld­gosi.

Alda Agnes Gylfa­dótt­ir bend­ir á að fjöldi út­lend­inga starfi hjá fyr­ir­tæk­inu og flest­ir þeirra óvan­ir jarðskjálft­um, en eins og les­end­ur muna voru Grind­vík­ing­ar plagaðir af jarðskjálft­um í aðdrag­anda eld­goss­ins við Fagra­dals­fjall: „Við Íslend­ing­arn­ir erum kannski svo­lítið van­ari svona uppá­kom­um,“ seg­ir Alda en hún er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. „Starfs­fólk­inu var ekki um sel og misst­um við frá okk­ur tvö pör sem fengu sig full­södd af titr­ingn­um og fluttu aft­ur til Pól­lands. Annað parið sneri þó aft­ur til okk­ar, þegar það versta var afstaðið.“

Þá var kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn áskor­un, rétt eins og hjá öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, og seg­ir Alda að góðar smit­varn­ir og dugnaður starfs­fólks­ins hafi tryggt að aldrei varð rösk­un á starf­sem­inni. Titr­ing­ur var á mörkuðum í byrj­un far­ald­urs­ins en smám sam­an komst á jafn­væg­is­ástand: „Fyrstu mánuðirn­ir voru mjög sveiflu­kennd­ir og enga vissu að hafa fyr­ir því að all­ir samn­ing­ar myndu ganga eft­ir. En það rætt­ist úr öllu á end­an­um.“

Ljós­mynd/​Ein­ham­ar Sea­food

Nú er far­ald­ur­inn að baki og jörðin hætt að skjálfa en þá tók við leiðinda­veður sem tor­veldað hef­ur fisk­veiðar. „Janú­ar og fe­brú­ar á þessu ári voru ein­stak­lega slæm­ir, með brælu á brælu ofan, og man ég ekki eft­ir jafn vondu veðurfari þessi tíu ár sem ég hef verið hjá fyr­ir­tæk­inu. Komust bát­arn­ir okk­ar varla út á miðin og það sem hefði átt að vera ein­hver líf­leg­asti tími árs­ins varð að lé­legri vertíðarbyrj­un,“ seg­ir Alda en Ein­ham­ar Sea­food ger­ir út bát­inn Gísla Súrs­son GK-8 auk þess að bát­arn­ir Auður Vé­steins SU-88 og Vé­steinn GK-88 landa öll­um þorsk- og ýsu­afla til vinnsl­unn­ar. Eru bát­arn­ir all­ir 15 metra lang­ir og 30 brútt­ót­onn, smíðaðir af Trefj­um. „Meira að segja stóru frysti­tog­ar­arn­ir hafa átt erfitt með veiðar í þessu veðurfari og hef ég frétt að þeir hafi oft þurft að leita í var.“

Breska markaðinum snúið á haus

Markaður­inn fyr­ir sjáv­ar­af­urðir er jafnt og þétt að kom­ast í eðli­legt horf. Eins og les­end­ur muna hafði kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn þau áhrif að veit­ingastaðir víða um heim lokuðu eða gerðu mikl­ar breyt­ing­ar á rekstri sín­um og mat­seðli, og eins varð rösk­un á starf­semi mötu­neyta hjá skól­um og vinnu­stöðum. Á móti jókst sala sjáv­ar­af­urða hjá mat­vöru­versl­un­um en ís­lensk­ir fiskút­flytj­end­ur sáu sér­stak­lega á eft­ir veit­inga­stöðunum enda sá kaup­enda­hóp­ur sem greitt hef­ur hvað best verð fyr­ir fersk­an fisk í hæsta gæðaflokki. Nú er veit­inga­geir­inn kom­inn úr dvala víðast hvar þótt ef­laust hafi veit­inga­stöðunum eitt­hvað fækkað, og ástandið orðið lík­ara því sem það var. Eitt­hvað und­ar­legt er þó að ger­ast á Bret­lands­markaði:

„Það hafa orðið gríðarleg­ar verðhækk­an­ir á sjó­fryst­um afurðum inn á Bret­land und­an­farna tvo mánuði og er fryst­ur fisk­ur núna orðinn dýr­ari en fersk­ur. Veit ég ekki til þess að það hafi áður gerst. Er senni­leg­asta skýr­ing­in sú að mik­ill upp­gang­ur virðist vera hjá veit­inga­stöðum sem selja fisk og fransk­ar, og þeir vilja frek­ar fryst hrá­efni. Þá kann þessi þróun að sýna að með bætt­um vinnu­brögðum við veiðar, með betri meðferð á afla og með fram­förum í kæli­tækni hef­ur gæðamun­ur­inn á fryst­um og fersk­um fiskaf­urðum minnkað,“ seg­ir Alda en und­ir­strik­ar um leið að þetta sama verðfyr­ir­bæri hafi ekki komið fram á öðrum markaðssvæðum.

Einhamar Seafood gerir út bátinn Gísla Súrsson GK-8.
Ein­ham­ar Sea­food ger­ir út bát­inn Gísla Súrs­son GK-8.

Þá hef­ur verð á hrá­efn­ismarkaði inn­an­lands hækkað um­tals­vert. „Verðin hækkuðu mikið strax í byrj­un nýs kvóta­árs. Maður beið eft­ir að markaður­inn myndi jafna sig en verðin hafa hald­ist há og reyn­um við að forðast að kaupa fisk á upp­boðsmarkaði nema bara rétt til að bjarga okk­ur með ein­hverju lág­marks­magni. Er verðið á sjó­fryst­um þorski um þess­ar mund­ir um og yfir 700 kr. kílóið upp úr sjó en verð á blönduðum stór­um þorski á hrá­efn­ismarkaði er í kring­um 470 til 500 kr.,“ seg­ir Alda.

Ekki er hægt að færa hækk­un­ina ein­fald­lega yfir á kaup­end­ur er­lend­is, a.m.k. á meðan þorskveiðivertíðin stend­ur yfir í Nor­egi. „Mikið magn af fiski kem­ur þaðan um þess­ar mund­ir, og norsk­ur sjáv­ar­út­veg­ur að auki rík­is­styrkt­ur og niður­greidd­ur. Er það ekki fyrr en eft­ir páska og með sumr­inu að Norðmenn draga úr veiðunum og þá skap­ast kannski aðstæður til verðhækk­ana.“

Titr­ing­ur á mat­væla­markaði

Enn er ekki hægt að segja til um hvaða áhrif Úkraínu­stríðið mun hafa á sjáv­ar­út­veg­inn, og fyr­ir mat­vör­ur al­mennt. Bend­ir Alda á að bæði Úkraína og Rúss­land fram­leiði og flytji út mikið magn mat­væla, og Rúss­ar um­svifa­mikl­ir í sjáv­ar­út­vegi. Nú hafi stríðið skapað al­gjöra óvissu um fram­boð úkraínskra land­búnaðar­af­urða á kom­andi miss­er­um og búið að ein­angra bæði rúss­neska kaup­end­ur og selj­end­ur sjáv­ar­af­urða og annarra mat­væla frá um­heim­in­um.

„Það mætti vænta þess að þetta leiði til hækkaðs mat­væla­verðs, og þar á meðal til hærra verðs sjáv­ar­af­urða, en á móti kem­ur að það eru tak­mörk fyr­ir því hvað neyt­end­ur eru reiðubún­ir að borga hátt verð fyr­ir mat­væli og ef t.d. fisk­ur fer að verða of dýr þá ein­fald­lega leit­ar al­menn­ing­ur í aðrar vör­ur, eða fær­ir sig úr teg­und­um eins og þorski yfir í ódýr­ari fisk.“

Úkraínu­stríðið hef­ur líka haft mik­il áhrif á olíu­verð, sem veld­ur verðbólguþrýst­ingi: „Al­veg um leið hækk­ar rekstr­ar­kostnaður bát­anna, flutn­ings­kostnaður og umbúðakostnaður en við pökk­um öll­um okk­ar vör­um í frauðplast. Við erum með olíu­samn­inga sem eiga að verja okk­ur gegn sveifl­um, en þeir samn­ing­ar und­an­skilja sér­stak­lega verðhækk­an­ir vegna meiri hátt­ar áfalla á borð við hernaðarátök. Er í raun­inni ekk­ert sem við get­um gert vegna þessa kostnaðar­auka, annað en að bíta á jaxl­inn.“

Hvolfari og þvotta­vél hafa reynst vel

Ein­ham­ar Sea­food eignaðist í fyrra nýj­an kara­hvolfara og karaþvotta­vél frá Lavango og seg­ir Alda að tæk­in hafi létt til muna störf­in í fisk­vinnsl­unni. „Kara­hvolfar­inn er inni í kæli og hjálp­ar það okk­ur að halda hrá­efn­inu köldu leng­ur, en fisk­ur­inn fer beint úr kæl­in­um í haus­ar­ann. Hvolfar­inn tek­ur við nokkr­um kör­um í einu og nýt­ist því vinna lyft­ara­manns­ins bet­ur,“ út­skýr­ir hún.

„Þvotta­vél­in spar­ar okk­ur að hafa mann­skap sér­stak­lega í því að þvo hundrað kör eft­ir dag­inn, en þrif­in geta oft verið erfið – sér­stak­lega þegar brjálað er að gera og kör­in ekki þrif­in jafnóðum og þau eru tæmd. Kör­in eru þveg­in mjög vand­lega í þvotta­vél­inni og þeim staflað upp í stæður sem lyft­aramaður­inn flyt­ur á rétt­an stað, til­bú­in til notk­un­ar.“

Tækin bera með sér mikla kosti.
Tæk­in bera með sér mikla kosti. Ljós­mynd/​Ein­ham­ar Sea­food

Viðtalið við Öldu Agnesi var fyrst birt í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu 2. apríl.

mbl.is