Full vinna að eiga fatlað barn

Hulda Björk Svansdóttir | 28. apríl 2022

Full vinna að eiga fatlað barn

„Þegar Ægir greindist með Duchenne komst ég að raun um hve lítið ég vissi um sjaldgæfa sjúkdóma almennt. Þrátt fyrir að hafa aðeins kynnst langveikum börnum í gegnum tíðina í gegnum vinnuna mína sem leikskólakennari og einnig í gegnum vini. Maður er samt svo sjálfhverfur held ég þegar maður lifir í öruggu búbblunni sinni þar sem allt er í lagi að maður spáir ekki mikið í neinu öðru. Það er ekki fyrr en manni er kippt út úr búbblunni við það að eignast langveikt barn að augu manns opnast,“ segir Hulda Björk Svansdóttir móðir Ægis Þórs í sínum nýjasta pistli: 

Full vinna að eiga fatlað barn

Hulda Björk Svansdóttir | 28. apríl 2022

Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með …
Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

„Þegar Ægir greind­ist með Duchenne komst ég að raun um hve lítið ég vissi um sjald­gæfa sjúk­dóma al­mennt. Þrátt fyr­ir að hafa aðeins kynnst lang­veik­um börn­um í gegn­um tíðina í gegn­um vinn­una mína sem leik­skóla­kenn­ari og einnig í gegn­um vini. Maður er samt svo sjálf­hverf­ur held ég þegar maður lif­ir í ör­uggu búbblunni sinni þar sem allt er í lagi að maður spá­ir ekki mikið í neinu öðru. Það er ekki fyrr en manni er kippt út úr búbblunni við það að eign­ast lang­veikt barn að augu manns opn­ast,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli: 

„Þegar Ægir greind­ist með Duchenne komst ég að raun um hve lítið ég vissi um sjald­gæfa sjúk­dóma al­mennt. Þrátt fyr­ir að hafa aðeins kynnst lang­veik­um börn­um í gegn­um tíðina í gegn­um vinn­una mína sem leik­skóla­kenn­ari og einnig í gegn­um vini. Maður er samt svo sjálf­hverf­ur held ég þegar maður lif­ir í ör­uggu búbblunni sinni þar sem allt er í lagi að maður spá­ir ekki mikið í neinu öðru. Það er ekki fyrr en manni er kippt út úr búbblunni við það að eign­ast lang­veikt barn að augu manns opn­ast,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli: 

Eft­ir að ég hafði aðeins náð átt­um eft­ir grein­ing­una fann ég að mig langaði að leggja mitt af mörk­um til að vekja meiri vit­und um Duchenne. En líka um sjald­gæfa sjúk­dóma í heim­in­um og fór því smátt og smátt að vinna að því. Ég sá að það voru marg­ir að gera góða hluti í þessu sem hvatti mig áfram. Mig langaði til að ná til sem flestra og ákvað því að vera með efnið mitt á ensku en er alltaf með það á ís­lensku líka svo ég geti náð til fólks hér heima. Það var mjög skrýtið fyrst að tala alltaf á ensk­unni en flest­ir ís­lend­ing­ar tala ensk­una vel hvort eð er og sýna þessu mik­inn skiln­ing. Þess vegna töl­um við Ægir til dæm­ist alltaf mest á ensku í föstu­dags dans mynd­bönd­un­um okk­ar. 

Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég byrjaði að vinna í vit­und­ar­vakn­ing­unni var að byrja að birta smá fróðleiks­mola á sam­fé­lags­miðlum um Duchenne og svo bætt­ist föstu­dags fjörið okk­ar Ægis við. Síðan bætt­ist alltaf eitt­hvað við eins og til dæm­is þessi viku­legu skrif mín og ljóðin mín sem ég birti á sam­fé­lags­miðlum með von um að þau myndu gefa for­eldr­um lang­veikra barna von.

Ég var líka svo lán­söm að fá leyfi til að þýða barna­bók um Duchenne og gefa út með hjálp Duchenne vöðvarýrn­un­ar á Íslandi. Ef það er eitt­hvað sem ég hef lært í þessu brölti mínu þá er það að það er nauðsyn­legt að vinna með öðrum því þá er hægt að gera svo miklu meira og ná til fleiri.

Ein mesta gæfa mín í slíku sam­starfi er að hafa kynnst forkólf­um Góðvild­ar sem hafa hjálpað mér gríðarlega mikið síðust ár. Meðal ann­ars með því að ljá mér rödd í Spjall­inu með Góðvild þar sem ég fékk tæki­færi til að ræða mál Ægis til dæm­is. Góðvild hef­ur líka stutt okk­ur með því að gera fræðslu mynd­bönd og sér­stak­lega vil ég nefna heim­ild­ar­mynd­ina okk­ar Ein­stakt ferðalag, sem við unn­um sam­an með Góðvild og Ágústu Fann­ey Snorra­dótt­ur kvik­mynda­gerðar­konu, sem er nú í loka­vinnslu.

Um­hyggju sem hef­ur einnig reynst mér afar vel og ég stefni á að vinna með þeim í skemmti­legu verk­efni svo það er alltaf eitt­hvað spenn­andi í gangi og það er það frá­bæra í þessu. 

Það er ekki fyr­ir alla að vera í þessu samt og ég skil það svo vel því fyr­ir það fyrsta þá á fólk oft al­veg nóg með sjálft sig og lang­veika barnið að vera ekki að bæta þessu við í ofanálag því þetta tek­ur mik­inn tíma.

Maður þarf líka að vera til­bú­in að vera sýni­leg­ur, láta í sér heyra og vera óhrædd­ur við álit annarra og það er eitt­hvað sem marg­ir eiga erfitt með. Ég var al­veg þar fyr­ir nokkr­um árum líka og hefði aldrei trúað að ég myndi fara þessa leið í raun og veru. Ég hefði líka aldrei trúað hversu mik­il vinna þetta get­ur verið. Það er reynd­ar sjálf­skapað auðvitað hversu mikið maður legg­ur á sig en ef maður ætl­ar að ná ár­angri þá er þetta full vinna og vel það. Þetta gef­ur manni samt svo ótrú­lega mikið og maður upp­lif­ir svo mik­inn kær­leik alls staðar. Það gef­ur manni svo mik­inn til­gang eins og ég hef líka oft sagt og það er svo góð til­finn­ing.

Að vera í vit­und­ar­vakn­ingu þýðir oft að maður þarf að fara í blaða og sjón­varps­viðtöl sem er ekki endi­lega auðvelt að gera og tala um erfiða hluti stund­um. Ég verð að minnsta kosti enn stressuð þegar ég fer í viðtöl og hrædd um að segja eitt­hvað vit­laust eða koma illa fyr­ir. Ver­andi með ADHD þá of­hugsa ég hlut­ina líka ótrú­lega mikið og ef­ast gjarn­an um sjálfa mig.

Ég reyni þá alltaf að minna mig á til­gang­inn minn sem er svo miklu stærri en ég. Þegar ég hugsa um stóra sam­hengið í þessu þá hvet­ur það mig áfram og kappið verður hræðslunni of­ur­sterk­ari. Ég skipti engu máli í þessu en af því að ég þori að setja mig þarna í kast­ljósið þá finnst mér það vera hlut­verk mitt að gera það fyr­ir alla þá sem ekki þora né geta gert það.

Fyrst ég þori að nota rödd­ina mína þá mun ég halda áfram að vekja vit­und á mál­efn­um þessa hóps. Fyr­ir Ægi og alla hina sem hafa ekki rödd og vona að það verði ein­hverj­um til gagns. Mig lang­ar að þakka öllu því frá­bæra fólki sem er þarna úti að gera sitt besta með vit­und­ar­vakn­ingu og eru mér hvatn­ing til að halda áfram. Það ger­ist ekk­ert ef maður ger­ir ekki neitt svo áfram við.

Ást og kær­leik­ur til ykk­ar!

mbl.is