Tekur börnin með í pontu

5 uppeldisráð | 1. maí 2022

Tekur börnin með í pontu

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í nógu að snúast í hlutverkum sínum sem móðir og stjórnmálakona. Lilja Rannveig á börnin tvö; Hauk Axel, fjögurra ára og Kristínu Svölu, tveggja ára, með eiginmanni sínum, Ólafi Daða Birgissyni. Fjölskyldan er búsett á sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði en það er æskuheimili Lilju Rannveigar. 

Tekur börnin með í pontu

5 uppeldisráð | 1. maí 2022

Ólafur Daði, Lilja Rannveig og Haukur Axel á skírnardegi Kristínar …
Ólafur Daði, Lilja Rannveig og Haukur Axel á skírnardegi Kristínar Svölu. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, hef­ur í nógu að snú­ast í hlut­verk­um sín­um sem móðir og stjórn­mála­kona. Lilja Rann­veig á börn­in tvö; Hauk Axel, fjög­urra ára og Krist­ínu Svölu, tveggja ára, með eig­in­manni sín­um, Ólafi Daða Birg­is­syni. Fjöl­skyld­an er bú­sett á sveita­bæn­um Bakka­koti í Borg­ar­f­irði en það er æsku­heim­ili Lilju Rann­veig­ar. 

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, hef­ur í nógu að snú­ast í hlut­verk­um sín­um sem móðir og stjórn­mála­kona. Lilja Rann­veig á börn­in tvö; Hauk Axel, fjög­urra ára og Krist­ínu Svölu, tveggja ára, með eig­in­manni sín­um, Ólafi Daða Birg­is­syni. Fjöl­skyld­an er bú­sett á sveita­bæn­um Bakka­koti í Borg­ar­f­irði en það er æsku­heim­ili Lilju Rann­veig­ar. 

Segja má að líf Lilju Rann­veig­ar hafi tekið breyt­ing­um þegar hún var kjör­inn varaþingmaður árið 2017, þá 21 árs göm­ul. Líf henn­ar tók einnig stakka­skipt­um þegar hún var svo kjör­in inn á þing í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um, sem fram fóru árið 2021, og var með þeim yngstu sem setið hafa á Alþingi Íslend­inga hingað til. Lilja seg­ir mik­il­vægt að eiga góðan maka þegar sinna þarf börn­um og heim­ili sam­hliða marg­vís­leg­um þing­störf­um.

Lilja Rannveig segir son sinn Hauk vera orðinn þaulreyndan í …
Lilja Rann­veig seg­ir son sinn Hauk vera orðinn þaul­reynd­an í að koma með á fundi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Eft­ir að ég komst á þing þá varð skipu­lag mitt þannig að fjóra daga vik­unn­ar fer ég oft að heim­an áður en krakk­arn­ir vakna og kem heim eft­ir að þau sofna vegna skipu­lags­ins á Alþingi. Ég veit oft­ast ekki hvernig dag­ur­inn minn verður þar,“ seg­ir Lilja Rann­veig sem er með mörg járn í eld­in­um. „Hina þrjá daga vik­unn­ar reyni ég að vera á fjar­fundi eða skipu­legg mig þannig að fjöl­skyld­an geti komið með mér ef ég er ekki heima,“ seg­ir hún jafn­framt og bæt­ir við að börn­in séu orðin því al­vön að vera með mömmu sinni í för á fund­um.

„Hauk­ur er orðinn góður í því að koma með mömmu sinni á fundi um helg­ar og er sér­stak­lega spennt­ur ef hann veit að það eru kök­ur í boði,“ seg­ir hún og hlær. „Stöku sinn­um hafa krakk­arn­ir meira að segja komið með mér í pontu.“

Kristín Svala sefur værum svefni með mömmu í pontu.
Krist­ín Svala sef­ur vær­um svefni með mömmu í pontu. Ljós­mynd/​Aðsend

Betri á Alþingi en í eld­hús­inu

Verka­skipt­ing á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Bakka­koti hef­ur hald­ist nokkuð óbreytt frá því að börn­in tvö komu til sög­unn­ar og nýtt starfs­um­hverfi Lilju Rann­veig­ar varð að veru­leika. 

„Heim­il­is­haldið hef­ur breyst lítið. Óli hef­ur al­mennt alltaf séð um þvotta­húsið og elda­mennsk­una og ég sé um skipu­lag, þrif og til­tekt. Ég reyni þó af og til að elda en er því miður ham­fara­kokk­ur með nær ekk­ert lykt­ar­skyn þannig að það hef­ur ekki alltaf skilað til­ætluðum ár­angri,“ viður­kenn­ir Lilja Rann­veig hlæj­andi og seg­ist vera mun betri í ræðustól Alþing­is en í eld­hús­inu.    

„Mín­ir nán­ustu hafa marg­ar sög­ur af mis­heppnuðum til­raun­um mín­um til elda­mennsku og bakst­urs. Ég held að hæfi­leik­um mín­um sé bet­ur varið ann­ars staðar.“

Ólafur Birgir, eiginmaður Lilju Rannveigar, er duglegur að sinna heimilinu …
Ólaf­ur Birg­ir, eig­inmaður Lilju Rann­veig­ar, er dug­leg­ur að sinna heim­il­inu og börn­un­um á meðan Lilja Rann­veig sinn­ir mik­il­væg­um störf­um á þing­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Þrátt fyr­ir að Lilja Rann­veig sé ekki með börn­um sín­um öll­um stund­um sök­um starfs síns seg­ir hún fjar­ver­una frá börn­un­um hafa kennt sér margt sem hafi jafn­vel gert hana að betra for­eldri fyr­ir vikið. 

„Það sem ég hef sér­stak­lega tekið eft­ir í mínu fari, eft­ir að ég sett­ist á þing, er að þegar ég er heima með krökk­un­um þá nýti ég tím­ann með þeim mun bet­ur. Ég hef mun meiri þol­in­mæði fyr­ir því að sitja lengi með þeim og byggja, leira, leika eða teikna. Þannig að þó að ég sé minna með þeim núna en áður, þá er tím­inn bet­ur nýtt­ur,“ seg­ir Lilja sem tel­ur það afar þýðing­ar­mikið fyr­ir börn að eiga traust vina­sam­band við for­eldra sína. 

„Mér finnst mjög mik­il­vægt að for­eldr­ar séu vin­ir barna sinna og verji með þeim tíma. Ég er viss um að krakk­arn­ir finni vel fyr­ir því þegar við höf­um gam­an að því að vera í kring­um þau. Það end­ur­spegl­ast í líðan þeirra,“ seg­ir Lilja Rann­veig.

Haukur Axel og Kristín Svala kunna vel til verka í …
Hauk­ur Axel og Krist­ín Svala kunna vel til verka í sveit­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Inn­sæið sterkt í for­eldra­hlut­verk­inu

Hjón­in Lilja Rann­veig og Ólaf­ur, eða Óli eins og hann er gjarn­an kallaður, eru sögð ein­stak­lega sam­rýnd og skiln­ings­rík hvort við annað. Heim­il­is­hald og barna­upp­eldi eru því ekki und­an­skil­in en Lilja og Óli hafa hingað til átt auðvelt með að stilla sam­an strengi og fylgj­ast að í einu öllu sem við kem­ur barna­upp­eld­inu. 

„Við höf­um spilað þetta eft­ir til­finn­ingu og þroska barna okk­ar hverju sinni. Við hjón­in höf­um verið mjög sam­stíga í því. Við höf­um samt lesið um marg­ar upp­eldisaðferðir, sér­stak­lega útaf nám­inu hans Óla en hann stund­ar nám í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræðum við Há­skóla Íslands. Þannig ef við sjá­um ein­hverja góða punkta þá not­um við þá,“ seg­ir Lilja sem er dug­leg við að hlusta á inn­sæið sitt þegar kem­ur að upp­eldi barn­anna. „Síðan eru börn­in okk­ar mjög ólík­ir per­sónu­leik­ar þannig að ef eitt­hvað virk­ar á annað þeirra þá er frek­ar ólík­legt að það virki á hitt,“ seg­ir hún kím­in.

Systkinin Haukur og Kristín hafa komið inn í margar sögufrægar …
Systkin­in Hauk­ur og Krist­ín hafa komið inn í marg­ar sögu­fræg­ar bygg­ing­ar þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hversu mörg börn lang­ar þig til að eign­ast?

„Við höf­um ekki ákveðið neitt frek­ar með barneign­ir. Við Óli höfðum ákveðið að eign­ast tvö börn snemma og ef við mynd­um vilja fleiri þá mynd­um við ákveða það þegar sú löng­un kæmi upp. Tím­inn verður bara að leiða það í ljós,“ seg­ir Lilja Rann­veig og bros­ir.

Fimm hag­nýt upp­eld­is­ráð Lilju Rann­veig­ar:

1. Leyfa þeim að halda að þau séu að velja. Við not­um mikið þá aðferð að láta börn­in velja með leiðandi aðferð. Ef við þurf­um að gera eitt­hvað þá gef­um við þeim tvo val­kosti þannig að þau hafi þá til­finn­ingu að þau hafi valið. Það er ekki allt í boði.

Til dæm­is: „Núna ætl­ar þú að tann­bursta. Viltu sitja á koll­in­um eða á gólf­inu?” eða „Við erum að fara í leik­skól­ann núna. Viltu fara í stíg­vél­un­um eða í striga­skón­um í bíl­inn?”


2. Kenna þeim mun­inn á nóttu og degi. Við feng­um þau ráð strax á vöku­deild­inni 2017, þar sem við dvöld­um með Hauk okk­ar því hann kom í heim­inn fyr­ir tím­ann, að kenna börn­un­um strax mun­inn á nóttu og degi. Okk­ur gekk ágæt­lega að kenna Hauki það og enn bet­ur með Krist­ínu. Við höf­um keypt klukku sem breyt­ir um lit þegar það kem­ur nótt og aft­ur þegar það kem­ur dag­ur sem hef­ur verið mikið notuð. Við vor­um í smá tíma að finna okk­ar rútínu fyr­ir svefn­inn en um leið og við vor­um kom­in með fasta rútínu þá fund­um við hvað hátta­tím­inn varð ein­fald­ari.


3. Skipu­leggja lang­ar bíl­ferðir með til­liti til svefns. Við búum 100 km frá Reykja­vík og keyr­um mjög mikið á milli. Því lærðum við það snemma að það ein­fald­ar mikið ef börn­in kunna að sofa í bíl. Þannig að við skipu­leggj­um nær all­ar bíl­ferðir þannig að börn­in séu að taka há­deg­islúr eða að fara að sofa fyr­ir nótt­ina. Þegar þau fara að sofa fyr­ir nótt­ina þá tann­burst­um við þau og setj­um í nátt­föt­in áður en við för­um út í bíl.


4. Veita börn­um hlut­verk á heim­il­inu. Þetta er ráð kem­ur úr visku­brunni þing­flokks Fram­sókn­ar. Í hópn­um okk­ar eru mömm­ur, pabb­ar, ömm­ur og afar sem eru alltaf til í að ráðleggja og sköpuðust fróðleg­ar umræður hjá nokkr­um okk­ar varðandi þetta. En þar var rætt að það get­ur gefið börn­un­um mikið ef þau telja að þau séu að aðstoða á heim­il­inu. Við fáum krakk­ana oft til þess að hjálpa okk­ur með að brjóta sam­an þvott á sama tíma og við erum að því.


5. Það má kvarta. Stund­um er mjög erfitt að vera for­eldri. Stund­um veit maður ekki hvað er að. Það er eðli­legt. Það geng­ur ekki allt upp sem maður hafði áætlað. Mér finnst mjög gott að kvarta upp­hátt við sjálfa mig. Stund­um eiga þess­ar kvart­an­ir al­veg rétt á sér, stund­um ekki. En það get­ur bara verið svo gott að segja hlut­ina upp­hátt.

mbl.is