Rannsókn á „Partygate“ lokið með 126 sektum

Kórónuveiran Covid-19 | 19. maí 2022

Rannsókn á „Partygate“ lokið með 126 sektum

Lundúnalögreglan hefur lokið rannsókn sinni á brotum á sóttvarnareglum meðal annars við veisluhöld í Downingstræti 10, með því að gefa út enn fleiri sektir.

Rannsókn á „Partygate“ lokið með 126 sektum

Kórónuveiran Covid-19 | 19. maí 2022

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var sektaður vegna veisluhalda í Downingstræti …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var sektaður vegna veisluhalda í Downingstræti 10. AFP

Lund­úna­lög­regl­an hef­ur lokið rann­sókn sinni á brot­um á sótt­varn­a­regl­um meðal ann­ars við veislu­höld í Down­ingstræti 10, með því að gefa út enn fleiri sekt­ir.

Lund­úna­lög­regl­an hef­ur lokið rann­sókn sinni á brot­um á sótt­varn­a­regl­um meðal ann­ars við veislu­höld í Down­ingstræti 10, með því að gefa út enn fleiri sekt­ir.

Alls hafa 126 ein­stak­ling­ar verið sektaðir fyr­ir brot á sótt­varn­a­regl­um vegna ým­issa viðburða í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, en rann­sókn lög­reglu hófst í janú­ar á þessu ári. BBC grein­ir frá.

28 ein­stak­ling­ar hafa fengið tvær til fimm sekt­ir en aðrir eina sekt. Greint hef­ur verið frá því að Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi fengið eina sekt vegna veislu­halda í Down­ingstræti 10, en sam­kvæmt heim­ild­um BBC fékk hann fleiri sekt­ir.

Hægt að birta skýrslu Gray í fullri lengd

Lok rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar mark­ar ákveðin tíma­mót, því nú er hægt að birta að fullu skýrslu Sue Gray, sér­staks sak­sókn­ara, sem rann­sakaði veislu­höld í Down­ingstræti 10 meðan á út­göngu­banni stóð í far­aldr­in­um.

Lög­regl­an fór þess á leit við Gray að hún tak­markaði þær upp­lýs­ing­ar sem gerðar yrðu op­in­ber­ar úr skýrslu henn­ar á meðan lög­regl­an kláraði sína sjálf­stæðu rann­sókn. Var það gert til að koma í veg fyr­ir hlut­drægni.

Gray rann­sakaði 12 veisl­ur og gögn­in sem lágu fyr­ir í mál­inu töldu yfir 500 blaðsíður og 300 ljós­mynd­ir. John­son var viðstadd­ur að minnsta kosti þrjár af þess­um veisl­um, að fram kem­ur í skýrsl­unni. Hann féllst á að skýrsl­an yrði birt í fullri lengd að lok­inni lög­reglu­rann­sókn á mál­inu.

Sam­kvæmt frétt BBC er gert ráð fyr­ir að skýrsla Gray verði gerð op­in­ber á næstu vik­um.

mbl.is