Mæla með fimmta skammtinum

Kórónuveiran Covid-19 | 24. maí 2022

Mæla með fimmta skammtinum

Stjórnvöld í Svíþjóð hafa mælt með að fólk í áhættuhópum og eldriborgarar hljóti fimmta bóluefnaskammtinn gegn Covid-19.

Mæla með fimmta skammtinum

Kórónuveiran Covid-19 | 24. maí 2022

Hvað alla aðra varðar, mæla þau með að fólk sé …
Hvað alla aðra varðar, mæla þau með að fólk sé almennt bólusett með þremur skömmtum. Þau sem vilja fjórða skammtinn mega einnig fá hann. AFP/Christof Stache

Stjórn­völd í Svíþjóð hafa mælt með að fólk í áhættu­hóp­um og eldri­borg­ar­ar hljóti fimmta bólu­efna­skammt­inn gegn Covid-19.

Stjórn­völd í Svíþjóð hafa mælt með að fólk í áhættu­hóp­um og eldri­borg­ar­ar hljóti fimmta bólu­efna­skammt­inn gegn Covid-19.

Þetta seg­ir á vef norsku sjón­varps­stöðvar­inn­ar tv2. Á þetta við um alla yfir 18 ára að aldri sem hafa aukna hættu á að veikj­ast al­var­lega af sjúk­dómn­um, þar á meðal ófrísk­ar kon­ur, og alla yfir 65 ára.

Þá mæla sænsk heil­brigðis­yf­ir­völd með því að börn á aldr­in­um 12 til 17 ára séu bólu­sett með tveim­ur skömmt­um og börn með skert ónæmis­kerfi séu bólu­sett frá 5 ára aldri.

Veir­an dreif­ist í haust

Hvað alla aðra varðar, mæla þau með að fólk sé al­mennt bólu­sett með þrem­ur skömmt­um. Þau sem vilja fjórða skammt­inn mega einnig fá hann.

„Við telj­um að veir­an muni dreifa sér tölu­vert í haust,“ er haft eft­ir Kar­in Teg­mark Wis­sel, sem starfar hjá sænsk­um heil­brigðis­yf­ir­völd­um.

„Far­aldr­in­um er ekki lokið,“ bætti hún við.

mbl.is