Lofar að hjálpa ef þvingunum er aflétt

Úkraína | 26. maí 2022

Lofar að hjálpa ef þvingunum er aflétt

Rússnesk yfirvöld boða stórtæk framlög, til þess að yfirstíga matvælaskort í heiminum, gegn því að vestræn ríki aflétti ríkjandi viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 

Lofar að hjálpa ef þvingunum er aflétt

Úkraína | 26. maí 2022

Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. AFP

Rússnesk yfirvöld boða stórtæk framlög, til þess að yfirstíga matvælaskort í heiminum, gegn því að vestræn ríki aflétti ríkjandi viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 

Rússnesk yfirvöld boða stórtæk framlög, til þess að yfirstíga matvælaskort í heiminum, gegn því að vestræn ríki aflétti ríkjandi viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, átti símafund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu í dag. 

Leiðtogarnir tveir ræddu um þróunina í Úkraínu og möguleika til þess að ná saman um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir heimslægan matvælaskort. Þá fóru þeir einnig yfir þær alvarlegu afleiðingar sem skorturinn hefur í för með sér fyrir hinar fátækari þjóðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítölsku ríkisstjórninni.

Eiga nægt korn og áburð til útflutnings

Ríkisstjórn Rússlands gaf einnig út yfirlýsingu að loknum fundinum. Þar segir að Pútín leggi sérstaka áherslu á það að Rússland sé tilbúið að leggja sitt af mörkum, og rúmlega það, til þess að afstýra yfirvofandi matvælaskorti. 

Rússland eigi korn og áburð til útflutnings, en þá verði vestræn ríki að aflétta gildandi viðskiptaþvingunum af Rússlandi. 

Þá vísaði Pútín á bug ásökunum um að Rússland bæri ábyrgð á matvælaskortinum sem nú vofir yfir heimsbyggðinni. 

mbl.is