Birta starfar hjá BBC í London

Borgin mín | 5. júní 2022

Birta starfar hjá BBC í London

Birta Sigmundsdóttir starfar sem framleiðslustjóri í Output Operations á BBC News. Hún flutti til Bretlands fyrir fimm árum með kærasta sínum og dóttur þeirra sem þá var tveggja ára, til að stunda meistaranám við London School of Economics.

Birta starfar hjá BBC í London

Borgin mín | 5. júní 2022

Birta ásamt dóttur sinni Ragnhildi Eddu fyrir framan höfuðstöðvar BBC …
Birta ásamt dóttur sinni Ragnhildi Eddu fyrir framan höfuðstöðvar BBC í London þar sem hún starfar. Ljósmynd/Aðsend

Birta Sig­munds­dótt­ir starfar sem fram­leiðslu­stjóri í Out­put Operati­ons á BBC News. Hún flutti til Bret­lands fyr­ir fimm árum með kær­asta sín­um og dótt­ur þeirra sem þá var tveggja ára, til að stunda meist­ara­nám við London School of Economics.

Birta Sig­munds­dótt­ir starfar sem fram­leiðslu­stjóri í Out­put Operati­ons á BBC News. Hún flutti til Bret­lands fyr­ir fimm árum með kær­asta sín­um og dótt­ur þeirra sem þá var tveggja ára, til að stunda meist­ara­nám við London School of Economics.

Upp­haf­lega ætluðu þau bara að búa London í eitt ár á meðan hún kláraði námið, en þar eru þau, fimm árum seinna, og ein­hvern veg­inn ekk­ert á leiðinni heim.

„Við höf­um í raun aldrei tekið umræðuna um hversu lengi við ætl­um að búa hérna eða hvenær við flytj­um nú aft­ur heim – það er bara svo ótrú­lega gott að vera hérna svo maður hef­ur ein­hvern veg­inn ílengst án þess að átta sig á því,“ seg­ir Birta.

Hvað heillaði þig við London þegar þú flutt­ir þangað?

„Klár­lega fólkið og menn­ing­in, eins klisju­lega og það hljóm­ar. Það er ofsa­lega gott að vera í London, svo af­slappað and­rúms­loft þrátt fyr­ir að vera fjöl­menn borg og við elsk­um að geta hoppað upp í lest sem fer með okk­ur hvert sem er. Ég fór í helg­ar­ferð til London fyr­ir tíu árum með vin­konu minni og ég man hvað okk­ur fannst London stór og flók­in borg. Eft­ir langa versl­un­ar­daga hugsaði ég með mér að ég gæti aldrei hugsað mér að búa hérna.

Núna hef ég áttað mig á því að þú þarft bara að læra aðeins á borg­ina, upp­götva önn­ur hverfi, læra á lest­ar­kerfið og þá lær­irðu að meta borg­ina bet­ur. Lest­ar­kerfið utan London er líka frá­bært og mikið frelsi að geta hoppað upp í lest og farið í dags­ferð til til dæm­is Bright­on, Oxford eða Cambridge. Mýt­an um að það sé alltaf rign­ing og vont veður í Bretlandi er líka bara ekk­ert alltaf sönn. Vet­urn­ir hafa verið frek­ar mild­ir og sumr­in frá­bær – og það heill­ar auðvitað litla Íslend­ing­inn í manni.“

Ragnhildur Edda fær að stjórna för um helgar.
Ragn­hild­ur Edda fær að stjórna för um helg­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða hverfi eru í upp­á­haldi hjá þér?

„Svo mörg. Í Greenwich, sem er sunn­an Thames, líður okk­ur lík­lega best og við eyðum heilu dög­un­um þar um helg­ar. Íslensk­ir vin­ir okk­ar búa þar og grín­ast mikið með að við séum þar meira en þau - það er bara svo af­slappað um­hverfi, sér­stak­lega fyr­ir barna­fólk, og mik­ill fíl­ing­ur, góðir mat­ar­markaðir, frá­bær al­menn­ings­garður og sturlað út­sýni yfir London. Hvað fleira get­urðu beðið um?

Ann­ars elsk­um við að labba um Shor­ed­itch og South Bank, labba upp á Primrose Hill við Camd­en-markaðinn og labba um Victoria Park. Ég vinn við Oxford Street og reyni því að forðast að eyða frí­dög­un­um þar í kring eða á öðrum fjöl­menn­um túrista­stöðum; ég held að því leng­ur sem fólk býr í London því meira dragi úr áhuga þess á því að vera á þess­um stöðum sem borg­in er þekkt fyr­ir, því borg­in hef­ur upp á svo miklu meira að bjóða.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað?

„Það er ótrú­leg­ur fjöldi af góðum veit­inga­stöðum í London og erfitt að velja bara einn. En sá fyrsti sem kem­ur í hug­ann er Ping Pong, sem er asísk­ur staður sem á hug okk­ar og hjarta. Dims­um, asískt fusi­on og klikkuð stemn­ing. Mæli með fyr­ir alla sem eru á leiðinni til London. Ann­ars erum við ofsa­lega hrif­in af mat­ar­mörkuðum, sem eru mjög vin­sæl­ir í London og okk­ur finnst dá­sam­legt að rölta um í ró­leg­heit­un­um og smakka eitt­hvað nýtt.“

Birta, Edda og Daníel
Birta, Edda og Daní­el Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig er að ala upp barn í stór­borg?

„Það er í raun ekk­ert mál. Börn aðlag­ast svo hratt og Ragn­hild­ur Edda, sem er bara kölluð Edda hérna úti, þekk­ir í raun ekk­ert annað. Það er samt skrítið að hugsa til þess að hún sé núna búin að búa leng­ur í Bretlandi en á Íslandi. Við búum aust­ur af London og þar eru ofsa­lega góðir skól­ar. Hún á mjög góða vini þar og líður mjög vel. Ég væri samt að ljúga ef ég segði að það væri ekki erfitt að hafa ekk­ert bak­land hérna úti, sér­stak­lega í Covid þegar við við vor­um bund­in heima flest kvöld og fór­um lítið út. En við höf­um bara alltaf látið hlut­ina ganga og það hef­ur í raun aldrei haft áhrif á okk­ur. Ég held við séum mögu­lega orðin of vön því að vera bara við þrjú og líður oft­ast best þannig.

Um helg­ar erum við samt mjög dug­leg að hitta vini okk­ar sem búa út um alla London og eiga þau flest öll börn þannig að það er alltaf nóg um að vera. Við höf­um til­einkað okk­ur hinn svo­kallaða bíl­lausa lífs­stíl og mynd­um ekki vilja hafa það öðru­vísi. Helgarn­ar okk­ar byrja yf­ir­leitt á því að hoppa upp í lest og Edda fær oft­ast að ráða hvar við end­um. Við löbb­um líka mjög mikið og það hjálp­ar hvað það er mikið af stór­um al­menn­ings­görðum sem heilla börn sem og full­orðna.“

Mæðgur í sól og blíðu.
Mæðgur í sól og blíðu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er ómiss­andi upp­lif­un í London?

„Það fyrsta sem mér dett­ur í hug eru öll grænu svæðin þar sem er út­sýni yfir London. Primrose Hill, Greenwich Park og Hamp­stead Heath eru allt frá­bær­ir garðar og með ólíkt út­sýni yfir London. Við höf­um líka mjög gam­an af Uber Boats, sem sigl­ir upp og niður Thames og virk­ar í raun eins og neðanj­arðarlest­in, stopp­ar reglu­lega svo þú get­ur hoppað út hvar sem er. Öðru­vísi upp­lif­un á London og gott stund­um að sleppa við lest­ina. Það eru líka ótrú­lega mörg skemmti­leg söfn í London, eins og Natural History Muse­um, sem eru ókeyp­is og full­kom­in fyr­ir barna­fólk og svo eru sýn­ing­ar eins og Lion King sem ættu að vera skil­yrði fyr­ir alla sem koma í heim­sókn – því þær eru á allt öðrum mæli­kv­arða en ég hef upp­lifað áður.“

Hvernig er drauma­dag­ur­inn með vin­um í London?

„Í góðu veðri þarf það ekki að vera flókn­ara en skemmti­leg­ur al­menn­ings­garður, teppi og góður mat­ur. Rölta sam­an um skemmti­leg hverfi og markaði og enda á klass­ísk­um bresk­um pöbb í Sunday Roast, sem er mjög vin­sælt hjá Bret­um á sunnu­dög­um.“

Það á það til að rigna í London en það …
Það á það til að rigna í London en það stopp­ar ekki þær mæðgur í að eiga góða upp­lif­un í borg­inni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is