Að finna tilganginn og kraftinn

Hulda Björk Svansdóttir | 9. júní 2022

Að finna tilganginn og kraftinn

„Það er full vinna að vera í svona vitundarvakningu eins og ég hef valið að gera en það gefur mér svo mikið. Það gefur mér kraft og tilgang sem er svo gott. Ég vil því gjarnan halda þessari vinnu áfram en stundum þarf maður að sýna sér sjálfsmildi, taka sér frí og hlaða batteríin. Ég er alltaf að tala um hversu mikilvægt það er fyrir foreldra langveikra barna og bara alla auðvitað að sinna sjálfum sér eins og þeir geta. Nú ætla ég því að hlusta á sjálfa mig og taka mér smá frí. Ég ætla að leyfa mér að vera í fríi í sumar og koma svo fersk til baka í haust,“ segir Hulda Björk Svansdóttir móðir Ægis Þórs í sínum nýjasta pistli: 

Að finna tilganginn og kraftinn

Hulda Björk Svansdóttir | 9. júní 2022

Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með …
Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

„Það er full vinna að vera í svona vit­und­ar­vakn­ingu eins og ég hef valið að gera en það gef­ur mér svo mikið. Það gef­ur mér kraft og til­gang sem er svo gott. Ég vil því gjarn­an halda þess­ari vinnu áfram en stund­um þarf maður að sýna sér sjálfsmildi, taka sér frí og hlaða batte­rí­in. Ég er alltaf að tala um hversu mik­il­vægt það er fyr­ir for­eldra lang­veikra barna og bara alla auðvitað að sinna sjálf­um sér eins og þeir geta. Nú ætla ég því að hlusta á sjálfa mig og taka mér smá frí. Ég ætla að leyfa mér að vera í fríi í sum­ar og koma svo fersk til baka í haust,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli: 

„Það er full vinna að vera í svona vit­und­ar­vakn­ingu eins og ég hef valið að gera en það gef­ur mér svo mikið. Það gef­ur mér kraft og til­gang sem er svo gott. Ég vil því gjarn­an halda þess­ari vinnu áfram en stund­um þarf maður að sýna sér sjálfsmildi, taka sér frí og hlaða batte­rí­in. Ég er alltaf að tala um hversu mik­il­vægt það er fyr­ir for­eldra lang­veikra barna og bara alla auðvitað að sinna sjálf­um sér eins og þeir geta. Nú ætla ég því að hlusta á sjálfa mig og taka mér smá frí. Ég ætla að leyfa mér að vera í fríi í sum­ar og koma svo fersk til baka í haust,“ seg­ir Hulda Björk Svans­dótt­ir móðir Ægis Þórs í sín­um nýj­asta pistli: 

Þessi ákvörðun leggst vel í mig því ég veit að ég er búin að vera dug­leg und­an­far­in ár og ég veit hversu gott þetta verður fyr­ir mig. Að sama skapi veit ég að það verður pínu erfitt fyr­ir mig að sleppa tök­un­um því þegar maður er kom­in með eitt­hvað svona fast eins og þessa pistla vill maður ekki missa damp­inn. Þegar maður finn­ur að þetta er að skila sér í betri vit­und og fræðslu þá er svo mik­ill hvati að keyra á þetta. Maður má samt ekki vera eitt­hvað hrædd­ur við að öll vinn­an glat­ist þó maður skreppi aðeins frá. Ef maður keyr­ir sig í þrot með því að halda enda­laust áfram og hvíla sig aldrei þá er þessu líka sjálf­hætt. Það eru líka ef­laust færri sem lesa þessa pistla mína á sumr­in því það eru all­ir á ferð og flugi sem er bara ynd­is­legt.

Jafn­vel þó ég finni ekki beint fyr­ir þreytu þá ætla ég samt að leyfa mér að taka þenn­an tíma fyr­ir mig því eins og ég sagði þá veit ég hversu gott það mun gera mér. Er ekki ágætt að vera bara á und­an vanda­mál­inu? Við ís­lend­ing­ar erum ekki allt of góð í því held ég vegna þess að við keyr­um svo­lítið mikið áfram. Ég hugsa samt að við Ægir mun­um dansa áfram í sum­ar því það gef­ur okk­ur ein­fald­lega svo mikla gleði og eru bestu stund­irn­ar okk­ar. Það er eitt­hvað sem ég mun seint taka mér frí frá því meðan hann vill dansa við mig þá mun ég dansa við hann. Ég kveð ykk­ur í bili og óska ykk­ur góðs sum­ars með æv­in­týr­um fyr­ir all­an pen­ing­inn. Ég ætla að lifa og njóta með mínu fólki og hlakka svo til að sjá ykk­ur aft­ur í haust. Sjálfsmildi hér kem ég

Ást og kær­leik­ur til ykk­ar!

mbl.is