Farðalaus ásýnd að hætti Ísaks

Snyrtipenninn | 10. júní 2022

Farðalaus ásýnd að hætti Ísaks

Auðvelt getur verið að þekja andlitið farða og afmá öll ummerki misfellna en oft getur minna verið meira. Ísak Freyr Helgason, einn farsælasti förðunarfræðingur landsins, er sannarlega meistari í að jafna húðina og gera hana fallegri ásýndum án þess að hún virki of förðuð. 

Farðalaus ásýnd að hætti Ísaks

Snyrtipenninn | 10. júní 2022

Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari býr í Lundúnum.
Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari býr í Lundúnum.

Auðvelt get­ur verið að þekja and­litið farða og afmá öll um­merki mis­fellna en oft get­ur minna verið meira. Ísak Freyr Helga­son, einn far­sæl­asti förðun­ar­fræðing­ur lands­ins, er sann­ar­lega meist­ari í að jafna húðina og gera hana fal­legri ásýnd­um án þess að hún virki of förðuð. 

Auðvelt get­ur verið að þekja and­litið farða og afmá öll um­merki mis­fellna en oft get­ur minna verið meira. Ísak Freyr Helga­son, einn far­sæl­asti förðun­ar­fræðing­ur lands­ins, er sann­ar­lega meist­ari í að jafna húðina og gera hana fal­legri ásýnd­um án þess að hún virki of förðuð. 

„Ég byrja yf­ir­leitt á því að nota raka­mik­il eða feit krem, til dæm­is nota ég mikið nýja EGF Power Cream frá Bi­oef­fect, Skin Food frá Weleda eða Rose Day Cream frá Dr. Hauschka.

Það er mik­il­vægt að fylla húðina raka og næra hana, nudda húðvör­urn­ar vel inn í hana og þá verður hún strax þrýstn­ari og áferðarfallegri,“ seg­ir Ísak, aðspurður hvernig best sé að byrja á því að skapa nátt­úru­lega förðun. Hann seg­ist frek­ar nota góð and­lit­skrem í stað farðagrunna þegar hann er að skapa nátt­úru­lega förðun, en þannig bland­ast farðinn húðinni bet­ur að hans sögn.

Skin Food frá Weleda er í uppáhaldi.
Skin Food frá Weleda er í upp­á­haldi.

Bland­ar sam­an vör­um fyr­ir full­komna áferð

Hann not­ar ekki hefðbund­inn farða held­ur bland­ar hann sam­an þrem­ur vör­um sem að hans mati skapa sér­lega nátt­úru­lega ásýnd. „Mér finnst alltaf gam­an að blanda sam­an vör­um og skapa þannig réttu áferðina sem ég leita að. Þessa dag­ana blanda ég sam­an einni pumpu af Skin Feels Good-farðanum frá Lancôme, tveim­ur drop­um af Bronz­ing Gel frá Sensai og dassi af fljót­andi ljóma frá Armani sem nefn­ist Fluid Sheer Glow En­hancer,“ út­skýr­ir Ísak en seg­ir um leið að sér finn­ist lit­ur­inn BG61 af Bronz­ing Gel frá Sensai virka best í þess­ari blöndu. „Þegar ég er bú­inn að bera þetta á húðina þá dýrka ég að spreyja Fix+ Magic Radi­ance frá MAC yfir allt and­litið en það er nær­andi and­lits­sprey sem er raka­gef­andi og inni­held­ur til dæm­is C-víta­mín og hý­al­úrón­sýru,“ seg­ir hann.

Not­ar allt sem er krem­kennt

Við þekkj­um flest þreytu­lega ásýnd augnsvæðis­ins og þann bláma sem kann að mynd­ast þar und­ir. Ísak seg­ist mikið nota Touche Éclat frá Yves Saint Laurent, hylj­ar­ann sem marg­ir þekkja ein­fald­lega sem gullpenn­ann, og bland­ar hon­um sam­an við fer­skju­litaðan kremaugnskugga frá Shiseido til að fríska upp á augnsvæðið og fela bauga. Spurður um bestu hylj­ar­ana fyr­ir þá sem eru ekki jafn ör­ugg­ir að blanda sam­an vör­um, þá svar­ar Ísak: „Ég elska hylj­ar­ana frá Clé de Peau, hef notað þá í mörg ár, en ég nota allt sem er krem­kennt. Allt sem heit­ir matt, þá hleyp ég burt.“

Kinna­lit­ur frek­ar en sólar­púður

Þegar Ísak er beðinn um að nefna sólar­púður, sem gott er að nota til að fá aukna hlýju í and­litið, þá kem­ur svarið á óvart: „Ég er mun meira fyr­ir kinna­liti held­ur en sólar­púður, líkt og venj­an er í Frakklandi. Það er mik­il­vægt að vera með smá lit í kinn­um og ég nota gjarn­an fer­skju­litaða kinna­liti,“ seg­ir hann en fer­skju­litaðir tón­ar veita and­lit­inu oft nátt­úru­legri hlýju frek­ar en sólar­púður. Í þau skipti sem Ísak not­ar sólar­púður seg­ist hann gjarn­an nota sólar­púðrið frá NARS.

Fer alltaf aft­ur í Armani-farðana

Ísak á far­sæl­an fer­il að baki en hann hef­ur verið bú­sett­ur í London frá ár­inu 2010. Hann hef­ur farðað fyr­ir tíma­rit á borð við Vogue og ELLE, farðað stór­stjörn­ur á borð við Katy Perry og Dua Lipa og farðað fyr­ir hinar ýmsu aug­lýs­inga­her­ferðir. Ávallt tekst Ísaki að fram­kvæma farðanir þar sem húðin er ein­stak­lega fal­leg. Blaðamaður var því for­vit­inn að vita að lok­um hvort það væru ákveðnar vör­ur eða vörumerki sem stæðu alltaf fyr­ir sínu? „Ég prófa mikið af vör­um í starfi mínu en ég fer alltaf aft­ur í Armani-farðana, það er eitt­hvað við áferðina,“ svar­ar Ísak en að auki nefn­ir hann Eig­ht Hour Cream frá El­iza­beth Arden: „Ég nota það gamla og góða krem til að fá auk­inn ljóma í húðina á til­tekn­um svæðum,“ nefn­ir hann að lok­um.

mbl.is