Enginn möguleiki á umræðu

Rammaáætlun | 12. júní 2022

Enginn möguleiki á umræðu

„Það verður ekkert tækifæri til að ræða þessar risastóru breytingar sem verið er að gera og það er bæði ófaglegt og ólýðræðislegt,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um nýja rammaáætlun.

Enginn möguleiki á umræðu

Rammaáætlun | 12. júní 2022

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, er ósátt með þann litla …
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, er ósátt með þann litla tíma sem mun fara í umræður á Alþingi um þriðju rammaáætlun. Ljósmynd/Landvernd

„Það verður ekk­ert tæki­færi til að ræða þess­ar risa­stóru breyt­ing­ar sem verið er að gera og það er bæði ófag­legt og ólýðræðis­legt,“ seg­ir Auður Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, um nýja ramm­a­áætl­un.

„Það verður ekk­ert tæki­færi til að ræða þess­ar risa­stóru breyt­ing­ar sem verið er að gera og það er bæði ófag­legt og ólýðræðis­legt,“ seg­ir Auður Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, um nýja ramm­a­áætl­un.

„Þetta er ferli sem er búið að taka kannski tíu ár frá því að ramm­a­áætl­un þrjú tók til starfa. Nú ger­ir meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar mikl­ar breyt­ing­ar og það er gert al­gjör­lega án mögu­leika á umræðu því þau settu þetta á vef­inn í gær og það er ekki nema tveir til þrír dag­ar eft­ir af Alþingi,“ seg­ir Auður.

Þriðji áfangi ramm­a­áætl­un­ar um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða hef­ur hlotið af­greiðslu inn­an um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is en nefnd­in af­greiddi þings­álykt­un­ar­till­lögu um ramm­a­áætl­un­ina á föstu­dag­inn.

Rök­stuðning­ur held­ur ekki vatni

„Okk­ur finnst þetta vera ófag­leg vinnu­brögð. Grund­völl­ur ramm­a­áætl­un­ar er að taka ákv­arðanir á fag­leg­um grunni með aðkomu fjöl­breytts hóps aðila og sér­fræðinga. Þetta er mjög baga­legt. Það er búið að meta þessi landsvæði – ann­ars veg­ar jök­ulárn­ar í Skagaf­irði og hins veg­ar Þjórsár­ver – þannig að þau eru mjög verðmæt og þau eiga að fara í vernd­ar­flokk og það á að friða þau fyr­ir orku­vinnslu,“ seg­ir Auður.

„Í áliti meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar kem­ur ekki fram neinn rök­stuðning­ur sem held­ur vatni gegn þess­ari fag­legu vinnu sem hef­ur þó farið fram.“

mbl.is