Hundsaði fjölmargar viðvaranir

Hundsaði fjölmargar viðvaranir

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hundsaði ítrekað viðvaranir um alvarlegar afleiðingar þess að halda síendurtekið fram að forsetakosningunum hafi „verið stolið“ frá honum, þ.e. að svindlað hafi verið í þágu Joe Bidens sem lagði Trump í kosningunum 2020. Þá mátti honum vera ljóst að Biden hefði í raun unnið kosningarnar.

Hundsaði fjölmargar viðvaranir

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 13. júní 2022

Donalf Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti.
Donalf Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hundsaði ítrekað viðvaranir um alvarlegar afleiðingar þess að halda síendurtekið fram að forsetakosningunum hafi „verið stolið“ frá honum, þ.e. að svindlað hafi verið í þágu Joe Bidens sem lagði Trump í kosningunum 2020. Þá mátti honum vera ljóst að Biden hefði í raun unnið kosningarnar.

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hundsaði ítrekað viðvaranir um alvarlegar afleiðingar þess að halda síendurtekið fram að forsetakosningunum hafi „verið stolið“ frá honum, þ.e. að svindlað hafi verið í þágu Joe Bidens sem lagði Trump í kosningunum 2020. Þá mátti honum vera ljóst að Biden hefði í raun unnið kosningarnar.

Þetta kom fram í vitnisburði margra af þeim sem unnu fyrir Trump í aðdraganda kosninganna, sem báru vitni fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer fyrir rannsókn á tildrögum og málavöxtum árásarinnar á Capitol Hill, þinghús Bandaríkjanna, 6. janúar 2021.

Önnur umferð vitnaleiðslna nefndarinnar fór fram fyrr í dag, en helsta umfjöllunarefni dagsins var hvort að Trump hefði mátt vera ljóst að hann hefði beðið ósigur í forsetakosningunum í nóvember 2020 þegar hann hélt hinu gagnstæða fram. 

Meðal annars var birt eiðsvarin vitnaleiðsla yfir Bill Stepien, kosningastjóra Trumps, sem sagði að hann hefði ráðlagt forsetanum frá því að lýsa yfir sigri í kosningunum á kosninganótt – þar sem hann hefði ekki unnið – en að Trump hafi hundsað slíkar ráðleggingar og gert það samt.

„Hann taldi mig hafa rangt fyrir mér, hann sagði mér það, og að hann ætlaði sér í aðra átt með þetta,“ sagði Stepien. Þá kom fram í máli Stepien að þeim sem unnu við framboðið hafi verið orðið það ljóst um miðjan nóvember að möguleikar Trumps á að vinna kosningarnar væru orðnir mjög litlir. 

Rannsóknarnefndin hóf í síðustu viku að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar, og hyggst hún færa rök fyrir því að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð af Trump og fylgjendum hans til þess að koma af stað atburðarás sem myndi snúa við sigri Joe Bidens.

„Í dag munum við segja ykkur sögu af því hvernig Donald Trump tapaði kosningum, og vissi að hann hafði tapað, og sem afleiðing af tapi hans ákvað hann að gera árás á lýðræðið,“ sagði Bennie Thompson, formaður hóps demókrata í rannsóknarnefndinni, í opnunarávarpi sínu. 

Óttaðist um raunveruleikatengingu forsetans

Bill Barr, fyrrverandi náinn samstarfsmaður Trump, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, bar einnig vitni fyrir nefndinni. Sagðist Barr hafa varað Trump við því að málflutningur hans um kosningasvindl væri rangur. „Ég sagði honum að þetta væri brjálæði,“ sagði Barr. 

Barr sagði einnig að tilraunir sínar til þess að reyna að sannfæra forsetann um að kosningunum hefði ekki verið „stolið frá sér“ hefðu verið mislukkaðar. Þá hefði Barr óttast um miðjan desember að Trump hefði orðið „viðskila við raunveruleikann“, þar sem Trump hefði lagt fram ný og ný „sönnunargögn“ um kosningasvik, sem enginn fótur reyndist svo fyrir. 

„Álit mitt þá og álit mitt nú er að kosningunum var ekki stolið með svikum,“ sagði Barr. „Og ég hef ekki séð neitt síðan kosningunum lauk sem breytir skoðun minni um það.“

mbl.is