Vísar gagnrýni náttúruverndarsamtaka á bug

Rammaáætlun | 14. júní 2022

Vísar gagnrýni náttúruverndarsamtaka á bug

Meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hef­ur lagt fram nefndarálit um áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við mbl.is að hún telji viðfangsefni umræddrar rammaáætlunar vera hvernig hægt sé að viðhalda því faglega ferli sem hafi umlukið málaflokkinn.

Vísar gagnrýni náttúruverndarsamtaka á bug

Rammaáætlun | 14. júní 2022

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hef­ur lagt fram nefndarálit um áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún telji viðfangs­efni um­ræddr­ar ramm­a­áætl­un­ar vera hvernig hægt sé að viðhalda því fag­lega ferli sem hafi um­lukið mála­flokk­inn.

Meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hef­ur lagt fram nefndarálit um áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún telji viðfangs­efni um­ræddr­ar ramm­a­áætl­un­ar vera hvernig hægt sé að viðhalda því fag­lega ferli sem hafi um­lukið mála­flokk­inn.

„Ég held að þetta sé í raun og veru eina leiðin til þess að tryggja áfram þetta fag­lega ferli, sem bygg­ir á því að við ber­um sam­an kosti og flokk­um þá niður í vernd, nýt­ingu og bið, af því Alþingi hef­ur í raun og veru ekki getað lokið við þenn­an þriðja áfanga núna í sex ár,“ seg­ir hún.

„Þannig að mér finnst það vera í raun og veru viðfangs­efnið; hvernig ætl­um við að viðhalda þessu fag­lega ferli. Ef það þarf að gera það með því að gera þetta í smærri áföng­um þá held ég að það sé þess virði til þess að viðhalda þessu ferli að við séum að reyna að byggja á vinnu sér­fræðing­anna.“

Lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherr­an­um

Katrín seg­ir að hingað til hafi Alþingi ekki tek­ist að ljúka þess­um 3. áfanga ramm­a­áætl­un­ar, en hún hef­ur áður bent á að fyr­ir­liggj­andi ramm­a­áætl­un, sem var fyrst lögð fram árið 2016, sé nú lögð fram í fjórða skiptið af fjórða um­hverf­is­ráðherr­an­um.

„Eins og ég hef bent á í þing­inu og ann­ars staðar þá er þetta þannig að þessi ramm­a­áætl­un er núna lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherr­an­um, en hún var fyrst lögð fram árið 2016. Hingað til hef­ur Alþingi ein­fald­lega ekki getað lokið þess­um áfanga, kannski vegna þess ein­fald­lega eins og ég hef sagt að hann er of stór.

Niðurstaða meiri­hlut­ans núna er að stækka biðflokk­inn, fækka kost­um í nýt­ingu, fækka kost­um í vernd, setja þá á bið, óska eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um og við af­greiðum til­tekna kosti í vernd og til­tekna kosti í nýt­ingu.“

Mik­il­væg­ir kost­ir í nýt­ingu sem fara í bið

Katrín bend­ir á að þó umræðan snú­ist að miklu leyti um svæði sem fara úr vernd­ar­flokk­um yfir í bið þá séu aðrir mik­il­væg­ir kost­ir í nýt­ing­ar­flokki sem fara yfir í bið.

„Það má ekki gleyma því að þó að umræðan snú­ist öll um þessa kosti úr vernd­ar­flokk­um sem fara yfir í bið, þá eru þarna líka mjög mik­il­væg­ir kost­ir í nýt­ingu sem fara yfir í bið. Ég nefni Skrok­köldu inn á miðju há­lendi sem nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ing­in hef­ur gagn­rýnt mjög að sé í nýt­ing­ar flokki, ef við erum að hugsa um lands­lags­heild­ina inn á há­lendi og ósnort­in víðerni, sem og kost­ir í neðri hluta Þjórsár sem hafa verið gríðarlega um­deild­ir í sam­fé­lag­inu, þannig að þeir eru færðir úr nýt­ingu í bið. Þannig að þarna er verið að reyna að viðhalda þessu jafn­vægi líka,“ seg­ir hún og vís­ar gagn­rýni nátt­úru­vernd­ar­sam­taka al­farið á bug.

mbl.is