Jónsmessan heiðruð í Sky Lagoon

Sundlaugar | 16. júní 2022

Jónsmessan heiðruð í Sky Lagoon

Sky Lagoon stendur fyrir skemmtilegri en óhefðbundinni uppákomu fyrir gesti baðlónsins í aðdraganda Jónsmessuhátíðarinnar. Næstu tvær vikur býðst gestum baðlónsins að slaka á í saununni og njóta verunnar þar ásamt því að fræðast betur um sögu Jónsmessunar.

Jónsmessan heiðruð í Sky Lagoon

Sundlaugar | 16. júní 2022

Í gufubaðinu í Sky Lagoon nærðu fullkominni slökun.
Í gufubaðinu í Sky Lagoon nærðu fullkominni slökun. Ljósmynd/Aðsend/Elva Erlingsdóttir

Sky Lagoon stend­ur fyr­ir skemmti­legri en óhefðbund­inni uppá­komu fyr­ir gesti baðlóns­ins í aðdrag­anda Jóns­messu­hátíðar­inn­ar. Næstu tvær vik­ur býðst gest­um baðlóns­ins að slaka á í saun­unni og njóta ver­unn­ar þar ásamt því að fræðast bet­ur um sögu Jóns­mess­un­ar.

Sky Lagoon stend­ur fyr­ir skemmti­legri en óhefðbund­inni uppá­komu fyr­ir gesti baðlóns­ins í aðdrag­anda Jóns­messu­hátíðar­inn­ar. Næstu tvær vik­ur býðst gest­um baðlóns­ins að slaka á í saun­unni og njóta ver­unn­ar þar ásamt því að fræðast bet­ur um sögu Jóns­mess­un­ar.

Sam­kvæmt Ragn­heiði Hörpu Har­alds­dótt­ur, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóra Sky Lagoon, hef­ur starf­sem­in tekið mið af forn­um hefðum, sögu og arf­leið Íslands, enda kunni það að sjást vel á hönn­un lóns­ins.

Nýtt frá­sagn­ar­form í gufubaðinu

Í sam­vinnu við Sky Lagoon var Bragi Valdi­mar Skúla­son feng­inn til að semja texta um Jóns­mess­una og þá þjóðtrú sem þar ligg­ur að baki en Jóns­mess­an er merk hátíð sem Íslend­ing­ar hafa haldið upp á frá fornu fari.

„Við höf­um lagt upp með frá byrj­un að leggja okk­ur fram með að heiðra ís­lenska baðmenn­ingu og ís­lenska sögu og arf­leið al­mennt.“ seg­ir Ragn­heiður Harpa.

„Sag­an fylg­ir okk­ur allsstaðar og það er virki­lega skemmti­legt að segja gest­um okk­ar frá klömbru­hleðslunni, torf­bæn­um og end­ur­gerðinni okk­ar af Snorra­laug, sem er kalda laug­in okk­ar og skref núm­er tvö í sjö skrefa Ritúalinu okk­ar. Þessi nýja frá­sögn er enn önn­ur leið til að heiðra sög­una og njóta henn­ar í fal­legu um­hverfi,“ seg­ir Ragn­heiður um til­komu uppá­kom­unn­ar.

„Útsýnið spil­ar stórt hlut­verk og okk­ur langaði að finna leið til að geta sam­einað þetta tvennt, það er að segja að njóta út­sýn­is­ins og heyra sög­una í leiðinni,“ út­skýr­ir Ragn­heiður Harpa en hljóðbrot af texta Valdi­mars Braga verða spiluð í saun­unni í Sky Lagoon viku fram yfir Jóns­mess­una sem er 24. júní, næst­kom­andi.

„Upp­tak­an verður bæði spiluð á ís­lensku og ensku og þetta er ynd­is­leg upp­lif­un,“ seg­ir Ragn­heiður Harpa og hvet­ur fólk til að leggja leið sína í lónið á næstu miss­er­um.

Stórkostlegt útsýni.
Stór­kost­legt út­sýni. Ljós­mynd/​Aðsend/​Elva Erl­ings­dótt­ir
Sky Lagoon hefur lagt upp með að halda í sögu …
Sky Lagoon hef­ur lagt upp með að halda í sögu og arf­leið Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend/​Elva Erl­ings­dótt­ir
Torfbærinn setur svip sinn á Sky Lagoon.
Torf­bær­inn set­ur svip sinn á Sky Lagoon. Ljós­mynd/​Aðsend/​Elva Erl­ings­dótt­ir
Óaðfinnanlegt náttúruundur umlykur Sky Lagoon.
Óaðfinn­an­legt nátt­úru­und­ur um­lyk­ur Sky Lagoon. Ljós­mynd/​Aðsend/​Elva Erl­ings­dótt­ir
mbl.is