„Það var mjög erfitt að kveðja“

Borgin mín | 18. júní 2022

„Það var mjög erfitt að kveðja“

Kaupmannahöfn hefur alltaf heillað Ragnheiði Birgisdóttur blaðamann. Hún lét gamlan draum rætast, þegar hún flutti til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum til þess að stunda meistaranám í bókmenntafræði. 

„Það var mjög erfitt að kveðja“

Borgin mín | 18. júní 2022

Ragnheiður Birgisdóttir bjó í tvö ár í Kaupmannahöfn þar sem …
Ragnheiður Birgisdóttir bjó í tvö ár í Kaupmannahöfn þar sem hún stundaði meistaranám í bókmenntafræði. Ljósmynd/Aðsend

Kaup­manna­höfn hef­ur alltaf heillað Ragn­heiði Birg­is­dótt­ur blaðamann. Hún lét gaml­an draum ræt­ast, þegar hún flutti til Kaup­manna­hafn­ar fyr­ir nokkr­um árum til þess að stunda meist­ara­nám í bók­mennta­fræði. 

Kaup­manna­höfn hef­ur alltaf heillað Ragn­heiði Birg­is­dótt­ur blaðamann. Hún lét gaml­an draum ræt­ast, þegar hún flutti til Kaup­manna­hafn­ar fyr­ir nokkr­um árum til þess að stunda meist­ara­nám í bók­mennta­fræði. 

„Ég kom þangað á hverju sumri sem barn og á góðar minn­ing­ar úr borg­inni. Ég var alltaf sú eina í bekkn­um sem elskaði dönsku­tíma svo það kom kannski eng­um á óvart að ég skyldi vilja fara þangað í nám. Sem var ein­mitt það sem ég gerði, eins og svo marg­ir aðrir Íslend­ing­ar, þegar ég kláraði BA-námið hérna heima. Ég bjó þar í tvö ár meðan ég var í MA-námi í bók­mennta­fræði, flutti svo aft­ur heim síðasta sum­ar þegar ég kláraði námið og bauðst starf hér heima,“ seg­ir Ragn­heiður. 

Kaup­manna­höfn er þægi­lega stór borg

Ragn­heiður kunni afar vel við sig í Kaup­manna­höfn og viður­kenn­ir að hún sakni þess að búa í borg­inni.

„Ég sakna þess að fara út úr húsi og mæta ein­hverju nýju á hverju götu­horni. Þræða hliðargöt­ur, kíkja inn um búðar­glugga og prófa ný kaffi­hús. Ég sakna þess líka að hverfa í fjöld­ann. Hér heima fer maður varla út úr húsi án þess að rek­ast á ein­hvern sem maður þekk­ir, sem get­ur verið dá­sam­legt, en það er líka eitt­hvað frels­andi við að vera einn í heim­in­um í stórri borg. Kö­ben er af al­veg réttri stærð fyr­ir mig, nógu stór til þess að maður fái að upp­lifa stór­borg­ar­fílíng­inn en líka nógu lít­il til þess að verða fljótt heim­il­is­leg.

Svo á ég góða fjöl­skyldu og vini í borg­inni sem ég sakna auðvitað að hitta reglu­lega. Það var mjög erfitt að kveðja og ég held í von­ina að þetta hafi ekki verið mín síðustu ár í Kö­ben. Þangað til verða all­ir frí­dag­ar, sum­ur og vet­ur, nýtt­ir í heim­sókn­ir – eða svona næst­um.“

Það er sniðugt að hjóla í Kaupmannahöfn.
Það er sniðugt að hjóla í Kaup­manna­höfn. Ljós­mynd/​Aðsend

Nør­re­bro í upp­á­haldi

Áttu þér upp­á­halds­hverfi í borg­inni? 

„Ég bjó úti á Ama­ger­bro og þykir mjög vænt um þann stað. En ætli Nør­re­bro sé samt ekki í upp­á­haldi. Þar eru svo marg­ir skemmti­leg­ir veit­ingastaðir og bar­ir. Þar er líka mjög skemmti­legt og svo­lítið alþjóðlegt mann­líf. Þar er alls kon­ar fólk frá hinum ýmsu stöðum í heim­in­um, sem ger­ir mat­ar­menn­ing­una líka mjög skemmti­lega.

Vester­bro er líka of­ar­lega á list­an­um. Þar er auðvitað Kød­byen með sinn góða mat og sitt góða næt­ur­líf. Svo er mjög auðvelt að finna veg­an val­kosti í þess­um hverf­um sem ger­ir lífið auðveld­ara fyr­ir fólk eins og mig.“

Blågårdsgade á Nørrebro. Á myndinni sést glitta í dumplingastaðinn GAO.
Blågårds­ga­de á Nør­re­bro. Á mynd­inni sést glitta í dumplingastaðinn GAO. Ljós­mynd/​Aðsend


Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað og kaffi­hús í borg­inni?

„Af kaffi­hús­um verð ég að nefna Kaf sem ligg­ur í mjög fal­legri götu úti á Nør­re­bro og er al­gjört himna­ríki fyr­ir grænkera. Svo stend­ur La Glace, sem er að finna í hliðargötu við Strikið, alltaf fyr­ir sínu. Þótt það sé auðvitað svo­lítið vin­sælt hjá ferðamönn­um þá hef­ur því tek­ist að halda í and­rúms­loftið sem hef­ur ein­kennt staðinn í hundrað og fimm­tíu ár. Alltaf svo­lít­il upp­lif­un að koma þangað.

Svo var ég fasta­gest­ur, bæði á GAO Dumpling Bar eða La Neta. Báðir staðirn­ir eru með fleiri en eitt úti­bú, þá er báða að finna bæði á Nør­re­bro og á Vester­bro, tveim­ur skemmti­leg­ustu hverf­un­um. Þeir eru frek­ar hvers­dags­leg­ir; Gao með strang­heiðarlega dumplinga, bæði soðna og steikta og svo gott tofu og La Neta með frá­bær­an mexí­kósk­an mat, sterka salsa, mezcal og Mikk­ell­er-bjór á krana.

Í góðu veðri er mjög gam­an að borða úti á Ref­fen eða Broens Gadekøkk­en. Það eru skemmti­legt staðir með ótal mat­ar­vögn­um og ef maður hef­ur gam­an af götumat­ar­stemn­ingu þá verður fólk að kíkja þangað.“

Á sólardögum nýtur Ragnheiður þess að sitja í Kongens have.
Á sól­ar­dög­um nýt­ur Ragn­heiður þess að sitja í Kongens have. Ljós­mynd/​Aðsend


Hvar er best að versla?

„Ég verð að viður­kenna að ég er ekk­ert rosa­lega dug­leg að versla. Strikið og ekki síður göt­urn­ar í kring standa al­veg fyr­ir sínu. En ef mann lang­ar að upp­lifa eitt­hvað annað eru skemmti­leg­ar versl­un­ar­göt­ur í flest­um hverf­um borg­ar­inn­ar, þar sem maður get­ur fundið litl­ar búðir með karakt­er. Jæ­gers­borgga­de við Ass­istens-kirkju­g­arðinn er gott dæmi eða Vester­broga­de á Vester­bro og göt­urn­ar þar í kring.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Huggu­leg­heit og aft­ur huggu­leg­heit

Hvernig er full­kom­inn dag­ur í Kaup­manna­höfn? 

„Ég myndi byrja dag­inn á góðum morg­un­mat eða bröns, til dæm­is á Kaf. Síðan myndi ég ganga í gegn­um bæ­inn á Statens muse­um for kunst, rík­is­lista­safnið. Þar á ég nokk­ur upp­á­halds­verk sem ég verð að heilsa upp á reglu­lega. Bygg­ing­in er líka svo fal­leg, bæði gömlu hlut­ar henn­ar og þeir nýju, og það fylg­ir því ein­hver góð blanda af ró og inn­blæstri að koma þangað inn.

Það er auðvitað klass­ískt að fá sér gott smør­rebrød í há­deg­is­mat, það er í boði á öðru hverju kaffi­húsi og danskt rúg­brauð er bara það besta sem ég veit.

Ljós­mynd/​Aðsend


Ef það er gott veður myndi ég eyða síðdeg­inu í sól­inni í Kongens Have eða á Íslands­bryggju, lesa góða bók og fylgj­ast með mann­líf­inu. Ef veðrið er ekki með okk­ur í liði færi ég kannski í bíó í Grand Teatret, gömlu bíó­húsi í hjarta borg­ar­inn­ar, þar sem úr­valið er virki­lega gott, smá svona Bíó Para­dís Kaup­manna­hafn­ar. Þar er líka gott kaffi og veit­ing­ar að fá og gam­an að fylgj­ast með heima­mönn­um koma og fara.

Svo myndi ég enda dag­inn úti á Nør­re­bro. Mat­ur og drykk­ur á Blågårds­ga­de eða Ravns­borgga­de, mjög huggu­leg­um göt­um þar sem hægt er að sitja úti ef vel viðrar. Þar mynd­ast alltaf góð stemn­ing, mikið um ungt fólk sem kann að hafa það huggu­legt eins og Dön­um ein­um er lagið.“

Værnedamsvej, hliðargata við Vesterbrogade, hefur að geyma skemmtilegar búðir og …
Værnedamsvej, hliðargata við Vester­broga­de, hef­ur að geyma skemmti­leg­ar búðir og kaffi­hús. Ljós­mynd/​Aðsend


Eru ein­hverj­ar ferðamanna­gildr­ur í Kaupa­manna­höfn?

„Það er ekk­ert að því að eyða deg­in­um á Strik­inu, sigl­ingu um sík­in, í bjór í Nyhavn og enda svo í Tív­olí. En ef mann lang­ar að kom­ast út fyr­ir túristapakk­ann mæli ég með að fara aðeins út fyr­ir miðbæ­inn. Hverf­in sem eru í 10-15 mín­útna göngu­fjar­lægð frá miðbæn­um eru svo skemmti­leg. Það er eig­in­lega al­veg sama í hvaða átt maður fer. All­an hring­inn er eitt­hvað nýtt að sjá, Vester­bro, Frederiks­berg, Nør­re­bro, Øster­bro og svo auðvitað Christians­havn, hinum meg­in við höfn­ina. Bara ganga eða hjóla af stað og sjá hvert dag­inn leiðir.“

Vegan ísbúðina Nicecream er meðal annars að finna á Nørrebro, …
Veg­an ísbúðina Nicecream er meðal ann­ars að finna á Nør­re­bro, þar sem veg­an val­kost­irn­ir eru marg­ir. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is