Stenst stjórnarskrá að banna samkynja hjónabönd

Stenst stjórnarskrá að banna hjónabönd samkynja

Héraðsdómur í Osaka í Japan úrskurðaði í dag að það, að viðurkenna ekki samkynja hjónabönd, stæðist stjórnarskrá landsins og hafnaði þar með rökum þriggja samkynja para sem höfðuðu málið.

Stenst stjórnarskrá að banna hjónabönd samkynja

Réttindabarátta hinsegin fólks | 20. júní 2022

Frá gleðigöngu í Tókíó í apríl.
Frá gleðigöngu í Tókíó í apríl. AFP

Héraðsdóm­ur í Osaka í Jap­an úr­sk­urðaði í dag að það, að viður­kenna ekki sam­kynja hjóna­bönd, stæðist stjórn­ar­skrá lands­ins og hafnaði þar með rök­um þriggja sam­kynja para sem höfðuðu málið.

Héraðsdóm­ur í Osaka í Jap­an úr­sk­urðaði í dag að það, að viður­kenna ekki sam­kynja hjóna­bönd, stæðist stjórn­ar­skrá lands­ins og hafnaði þar með rök­um þriggja sam­kynja para sem höfðuðu málið.

Stjórn­ar­skrá Jap­ans kveður á um að „hjóna­band skuli aðeins vera með gagn­kvæmu samþykki beggja kynja“.

„Út frá sjón­ar­hóli mann­legr­ar reisn­ar er nauðsyn­legt að gera grein fyr­ir ávinn­ingi þess að sam­kynja pör séu viður­kennd op­in­ber­lega,“ seg­ir meðal ann­ars í úr­sk­urðinum. Þar var þó tekið fram að það væri ekki brot á stjórn­ar­skránni að viður­kenna ekki hjóna­bönd þeirra.

Gagn­stæð niðurstaða

Héraðsdóm­ur í Sapporo í norður­hluta Jap­ans komst að gagn­stæðri niður­stöðu í fyrra og úr­sk­urðaði að það að leyfa ekki hjóna­bönd sam­kynja para bryti í bága við ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um jafn­ræði sam­kvæmt lög­um.

Á und­an­förn­um árum hafa sveit­ar­fé­lög í Jap­an gert ráðstaf­an­ir til að viður­kenna staðfesta sam­vist sam­kyn­hneigðra en slíkri viður­kenn­ingu fylgja ekki sömu rétt­indi og hjóna­bandi sam­kvæmt lög­um.

Fleiri en tug­ur para höfðaði mál til að leita jafn­rétt­is í hjóna­bandi árið 2020 fyr­ir héraðsdóm­stól­um víðs veg­ar um Jap­an.

mbl.is