Fólk yfir fimmtugt fær fjórða skammtinn

Kórónuveiran Covid-19 | 22. júní 2022

Fólk yfir fimmtugt fær fjórða skammtinn

Ríkisstjórn Danmerkur tilkynnti í dag að landið myndi byrja að bjóða upp á fjórða skammtinn af bóluefni gefni kórónuveirunni fyrir áhættuhópa í næstu viku. Öllum yfir fimmtugt býðst síðan fjórði skammturinn í haust.

Fólk yfir fimmtugt fær fjórða skammtinn

Kórónuveiran Covid-19 | 22. júní 2022

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Rík­is­stjórn Dan­merk­ur til­kynnti í dag að landið myndi byrja að bjóða upp á fjórða skammt­inn af bólu­efni gefni kór­ónu­veirunni fyr­ir áhættu­hópa í næstu viku. Öllum yfir fimm­tugt býðst síðan fjórði skammt­ur­inn í haust.

Rík­is­stjórn Dan­merk­ur til­kynnti í dag að landið myndi byrja að bjóða upp á fjórða skammt­inn af bólu­efni gefni kór­ónu­veirunni fyr­ir áhættu­hópa í næstu viku. Öllum yfir fimm­tugt býðst síðan fjórði skammt­ur­inn í haust.

„Yf­ir­völd telja að nýja af­brigðið sé meira smit­andi en það fyrra og þess vegna erum við að bregðast við núna… til að vernda þá þá viðkvæm­ustu og aldraða,“ sagði Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, við blaðamenn.

59% þeirra sem grein­ast nú í Dan­mörku eru með BA.5 undiraf­brigði Ómíkron. Frá upp­hafi far­ald­urs hafa 3,1 millj­ón manns greinst með veiruna í land­inu.

Býðst skammt­ur­inn í októ­ber

Dan­ir gerðu hlé á bólu­setn­ing­ar­her­ferð sinni í lok apríl en ætla nú að setja kraft í hana á ný eft­ir sum­arið. Fjórði skammt­ur­inn verður boðinn öll­um sem eru eldri en fimm­tíu ára frá og með 1. októ­ber.

Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamanna­fund­in­um í dag. AFP

Öllum tak­mörk­un­um vegna far­ald­urs­ins var aflétt í Dan­mörku í fe­brú­ar og er ekki ætl­un­in að taka þær aft­ur upp. Søren Brostrøm, yf­ir­maður dönsku heil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, sagði á blaðamanna­fund­in­um í dag að stefn­an væri sam­fé­lag án tak­mark­ana og þess vegna þyrfti að koma í veik­indi frem­ur en út­breiðslu sýk­ing­ar­inn­ar.

Heilsu­gæsl­an á höfuðborg­ar­svæðinu er með opið hús í þess­ari og næstu viku í Mjódd­inni fyr­ir bólu­setn­ingu með fjórða skammt­in­um sem er einkum ætlaður þeim sem eru 80 ára eldri og fólki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

mbl.is