Litlu mátti muna í öldugangi í Reynisfjöru

Ferðamenn á Íslandi | 22. júní 2022

Litlu mátti muna í öldugangi í Reynisfjöru

Litlu mátti muna þegar alda var nálægt því að hrífa með sér ferðamann í Reynisfjöru í dag. Arinbjörn Sigurgeirsson leiðsögumaður var staddur í fjörunni og náði myndum af aðstæðum.

Litlu mátti muna í öldugangi í Reynisfjöru

Ferðamenn á Íslandi | 22. júní 2022

Alda var nálægt því að hrífa með sér ferðamann.
Alda var nálægt því að hrífa með sér ferðamann. Ljósmynd/Arinbjörn Sigurgeirsson

Litlu mátti muna þegar alda var ná­lægt því að hrífa með sér ferðamann í Reyn­is­fjöru í dag. Ar­in­björn Sig­ur­geirs­son leiðsögumaður var stadd­ur í fjör­unni og náði mynd­um af aðstæðum.

Litlu mátti muna þegar alda var ná­lægt því að hrífa með sér ferðamann í Reyn­is­fjöru í dag. Ar­in­björn Sig­ur­geirs­son leiðsögumaður var stadd­ur í fjör­unni og náði mynd­um af aðstæðum.

„Þarna er fólk bara of nærri sjón­um, of neðarlega í fjör­unni, og þarna var ein­hver sem virt­ist vera aðeins út með klett­un­um og sjór­inn var bara að ná inn í klett­ana stöku sinn­um.

Fólk er að hlaupa und­an sjón­um þarna og flest­ir sleppa nema maður­inn þarna lengra frá sem lend­ir í öld­unni,“ seg­ir Ar­in­björn í sam­tali við mbl.is en bæt­ir við að maður­inn hafi náð að forða sér á end­an­um.

Fólk var nálægt sjónum.
Fólk var ná­lægt sjón­um. Ljós­mynd/​Ar­in­björn

Ekki séns að fara út í aðstæður

Seg­ir Ar­in­björn að stuttu síðar hafi komið önn­ur stór alda og margt fólk orðið renn­andi blautt.

„Það voru þarna feðgar, maður með til­tölu­lega ung­an strák og var alltaf að benda syn­in­um á öld­urn­ar sem voru að koma, og svo urðu þeir að snúa við og hlaupa þegar ein kom. Hvort þetta er ein­hver spennuþörf hjá fólki veit ég ekki en þetta er alla­vega að skapa þær aðstæður að þarna eru að verða inn á milli bana­slys.

Segj­um bara að maður hefði séð að ein­hver hefði sog­ast út, það er ekki séns að neinn geti farið út í þess­ar aðstæður til þess að bjarga viðkom­andi.“

Feðgar skoða öldurnar.
Feðgar skoða öld­urn­ar. Ljós­mynd/​Ar­in­björn

Ar­in­björn var með fjór­tán manna hóp frá Banda­ríkj­un­um og varaði sinn hóp við aðstæðum. „Við vöruðum fólkið mjög vel við á leiðinni þangað og sögðum þeim að þarna hefði orðið bana­slys ný­lega.“

Ljós­mynd/​Ar­in­björn
mbl.is