Bóluefnin hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Bólusetningar við Covid-19 | 24. júní 2022

Bóluefnin hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum björguðu nærri 20 milljónum mannslífa á fyrsta árinu eftir að þau voru tekin í notkun, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í The Lancet Infectious Disease í dag. 

Bóluefnin hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Bólusetningar við Covid-19 | 24. júní 2022

Bólusetning við kórónuveirunni.
Bólusetning við kórónuveirunni. AFP/Christof Stache

Bólu­efni við Covid-19 sjúk­dómn­um björguðu nærri 20 millj­ón­um manns­lífa á fyrsta ár­inu eft­ir að þau voru tek­in í notk­un, sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar sem voru birt­ar í The Lancet In­fecti­ous Disea­se í dag. 

Bólu­efni við Covid-19 sjúk­dómn­um björguðu nærri 20 millj­ón­um manns­lífa á fyrsta ár­inu eft­ir að þau voru tek­in í notk­un, sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar sem voru birt­ar í The Lancet In­fecti­ous Disea­se í dag. 

Bygg­ir rann­sókn­in á gögn­um frá 185 lönd­um frá tíma­bil­inu 8. des­em­ber 2020 til 8. des­em­ber 2021. Þetta mun vera fyrsta rann­sókn­in þar sem gerð er til­raun til að leggja mat á hversu mörg dauðsföll bólu­efn­in komu í veg fyr­ir.

Hefði verið hægt að bjarga fleir­um

Sam­kvæmt niður­stöðunum hefðu 31,4 millj­ón­ir manna látið lífið sem sýkt­ust af kór­óna­veirunni ef ekki hefði verið fyr­ir bólu­efn­in sem björguðu 19,8 millj­ón­um ein­stak­linga. 

Einnig hefði mögu­lega verið hægt að bjarga 600 þúsund til viðbót­ar ef Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hefði tek­ist að upp­fylla mark­mið sitt um að bólu­setja 40% heims­byggðar­inn­ar fyr­ir lok 2021. 

Ef bólu­efn­in hefðu verið aðgengi­legri víðar í heim­in­um hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir millj­ón­ir dauðsfalla til viðbót­ar.

Kína ekki hluti af rann­sókn­inni

Í rann­sókn­inni voru m.a. notuð op­in­ber gögn um fjölda dauðsfalla en þegar þau voru ekki til staðar voru notaðar áætlaðar töl­ur.

Líkanið sem var notað gerði grein fyr­ir breyti­leika í tíðni bólu­setn­inga milli landa, sem og mis­mun í virkni bólu­efna sem voru notuð í hverju landi.

Kína var ekki hluti af rann­sókn­inni vegna fjölda íbúa og strangra sam­komutak­mark­ana.

Sam­kvæmt WHO er búið að staðfesta 6,3 millj­ón­ir dauðsfalla vegna Covid-19. Stofn­un­in tel­ur þó lík­legt að fjöld­inn geti verið mun hærri, allt að 15 millj­ón­um, þegar bæði bein­ar og óbein­ar or­sak­ir dauðsfall­anna eru tekn­ar með í reikn­ing­inn.

mbl.is