Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr í þessum mánuði að útgerðin hefði fest kaup á norsku uppsjávarskipi með heimahöfn í Björgvin. Skipið sem nú heitir Gardar og er 70 metra langt og 13 metra að breidd hefur 2.1000 rímmetra lest. Það mun fá nafnið Gullberg og skráningarnúmerið VE-292. Skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson núverandi skipstjóri á Kap VE.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr í þessum mánuði að útgerðin hefði fest kaup á norsku uppsjávarskipi með heimahöfn í Björgvin. Skipið sem nú heitir Gardar og er 70 metra langt og 13 metra að breidd hefur 2.1000 rímmetra lest. Það mun fá nafnið Gullberg og skráningarnúmerið VE-292. Skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson núverandi skipstjóri á Kap VE.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr í þessum mánuði að útgerðin hefði fest kaup á norsku uppsjávarskipi með heimahöfn í Björgvin. Skipið sem nú heitir Gardar og er 70 metra langt og 13 metra að breidd hefur 2.1000 rímmetra lest. Það mun fá nafnið Gullberg og skráningarnúmerið VE-292. Skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson núverandi skipstjóri á Kap VE.
Þetta er meðal þess sem kemur fram um kaupin á vef Vinnslustöðvarinnar.
Sagt er frá því að skipið á sér forsögu sem tengist Íslandi, en áður bar Gardar nafnið Margrét EA þegar það var í eigu Samherja. Síðar hét skipið Beitir NK og var gert út af Síldarvinnslunni, en var selt úr landi.
Gardar var tekinn í slipp í Danmörku eftir að gengið var frá kaupunum sem hluti af hefðbundinni skoðun við eigendaskipti. Skipið er nú á leið til Vestmannaeyja og er gert ráð fyrir því í lok mánaðarins.
„Okkur leist strax afar vel á enda er þetta hörkuskip sem búið er að endurnýja margt í og gera mikið fyrir. Aðalvélin er til dæmis ný, afar hagkvæm í rekstri og togkraftur er mikill. Það er búið að fara yfir kælikerfi og lestar, blökkin er ný og skipið lítur í alla staði vel út,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, á vef útgerðarinnar.
Þá hefur Vinnslustöðin selt Sighvat Bjarnason VE úr landi, en nafnið mun ekki heyra sögunni til þar sem KAP VE-4 mun skipta um nafn og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Jafnframt verður KAP II framvegis þekkt sem KAP VE-4.
„Öldungaráð Vinnslustöðvarinnar ákvað þessar nafnabreytingar um sjómannahelgina. Ráðið er valdastofnun sem fáum sögum fer af og ekki er til í opinberu skipuriti félagsins en lætur frá sér heyra þegar mikið liggur við, svo sem að nefna skip og númera þau,“ segir í pistli á vef útgerðarinnar um nafnabreytingarnar.
Vinnslustöðin hefur verið tengt við skip að nafni Gullberg allt frá 2008 þegar útgerðin keypti 35% hlut í Ufsabergi ehf. og tók við útgerð félagsins. Félögin sameinuðust síðar undir merkjum Vinnslustöðvarinnar.
Ufsaberg var stofnað 1969 og gerði út fjögur skip með sama nafni og númeri, Gullberg VE-292. „Guðjón Pálsson, einn eigenda Ufsabergs, var meðal aflasælustu skipstjóra Vestmannaeyja,“ er fullyrt í pistlinum. Sonur Guðjóns, Eyjólfur, tók við skipstjórn og útgerð Gullbergs þegar faðir hans lést árið 1987.
Síðasta Gullbergið seldi Vinnslustöðin sumarið 2017 og er Eyjólfur Guðjónsson er nú skipstjóri á Vinnslustöðvarskipinu Ísleifi VE-63.