Kjúklingarétturinn sem reddar deginum

Uppskriftir | 28. júní 2022

Kjúklingarétturinn sem reddar deginum

Hér erum við með fullkominn rétt á degi sem þessum þar sem veðrið leikur ekki við okkur. Hann kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og eins og við vitum öll þá klikkar hún ekki.

Kjúklingarétturinn sem reddar deginum

Uppskriftir | 28. júní 2022

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Hér erum við með full­kom­inn rétt á degi sem þess­um þar sem veðrið leik­ur ekki við okk­ur. Hann kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á GRGS og eins og við vit­um öll þá klikk­ar hún ekki.

Hér erum við með full­kom­inn rétt á degi sem þess­um þar sem veðrið leik­ur ekki við okk­ur. Hann kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á GRGS og eins og við vit­um öll þá klikk­ar hún ekki.

Kjúk­linga enchila­das með sýrðum rjóma og chedd­ar osti

  • 1 1/​2 kjúk­linga­bringa
  • 2 msk. taco krydd
  • 1/​4 lauk­ur, saxaður
  • 1 dós 36% sýrður rjómi frá Gott í mat­inn
  • 1 poki chedd­ar ost­ur frá Gott í mat­inn
  • 8 litl­ar tortill­ur

Enchilada sósa:

  • 1 dós tóm­at­ar
  • 60 ml vatn
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 tsk. epla­e­dik
  • 2 tsk. chilí­duft
  • 2-3 hvít­lauksrif
  • 1 tsk. cum­in
  • 1/​4 tsk. chipotle (eða reykt paprika)
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 tsk. or­egano

Leiðbein­ing­ar

  1. Þerrið kjúk­ling­inn og kryddið með taco kryddi. Eldið í 180°c heit­um ofni í um 30 mín­út­ur eða þar til eldað í gegn. Takið úr ofni og rífið niður með tveim­ur göffl­um.
  2. Blandið sýrðum rjóma, lauk og 2 dl af chedd­ar osti sam­an við kjúk­ling­inn.
  3. Fyllið vefj­urn­ar með blönd­unni og látið í ofn­fast mót.
  4. Látið öll hrá­efni fyr­ir sós­una í mat­vinnslu­vél/​bland­ara og maukið. Hellið sósu yfir tortill­urn­ar (magn að eig­in smekk).
  5. Látið í 180°C heit­an ofn í um 30 mín­út­ur. Setjið þá chedd­ar ost yfir og eldið í 10-15 mín­út­ur til viðbót­ar.
mbl.is