Hvert skal fara í strandarfrí til Danmerkur?

Hvert skal fara í strandarfrí til Danmerkur?

Danska strandarhótelið Hjerting Badehotel fær góða dóma í The Times yfir hvar best sé að gista sé dvalið við ströndina.

Hvert skal fara í strandarfrí til Danmerkur?

Beint flug á spennandi staði | 9. júlí 2022

Hjerting Badehotel er fallegt að innan sem utan. Þar ræður …
Hjerting Badehotel er fallegt að innan sem utan. Þar ræður sveitarómantíkin ríkjum. Skjáskot/Instagram

Danska strand­ar­hót­elið Hjert­ing Badehotel fær góða dóma í The Times yfir hvar best sé að gista sé dvalið við strönd­ina.

Danska strand­ar­hót­elið Hjert­ing Badehotel fær góða dóma í The Times yfir hvar best sé að gista sé dvalið við strönd­ina.

Hót­elið er staðsett í Es­bjerg (í Wadd­en Sea þjóðgarðinum) og ræður skandi­nav­íski ein­fald­leik­inn þar ríkj­um. Her­berg­in eru smekk­lega hönnuð með svöl­um og hægt er að fara í sánu eft­ir að svamlað hef­ur verið í sjón­um.

Allt svæðið er frá­bært fyr­ir nátt­úru­unn­end­ur. Þar má sjá seli á vappi og fugla­lífið er fjör­ugt. Skammt frá er Fano eyja sem stát­ar af pastellituðum bú­stöðum og fal­legri strönd. Hægt er að kom­ast þangað með ferju eða að fá leigðan kaj­ak frá hót­el­inu.

Hjerting Badehotel er draumastaður fyrir þá sem elska Danmörku og …
Hjert­ing Badehotel er draumastaður fyr­ir þá sem elska Dan­mörku og ein­fald­an lífs­stíl. Skjá­skot/​In­sta­gram



mbl.is