Snýr aftur eftir alvarleg veikindi

Justin Bieber | 20. júlí 2022

Snýr aftur eftir alvarleg veikindi

Tónlistamaðurinn Justin Bieber mun hefja tónleikaferð sína, Justice World á ný eftir að hafa þurft að fresta henni vegna alvarlegra veikinda. Í júní greindi Bieber frá því að hann væri með Ramsay Hunt sjúkdóminn sem er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem veldur útbrotum, eyrnaverkjum og lömun í andliti. 

Snýr aftur eftir alvarleg veikindi

Justin Bieber | 20. júlí 2022

Hjónin Justin Bieber og Hailey Bieber eru nýkomin úr góðu …
Hjónin Justin Bieber og Hailey Bieber eru nýkomin úr góðu fríi. Skjáskot/Instagram

Tón­listamaður­inn Just­in Bie­ber mun hefja tón­leika­ferð sína, Justice World á ný eft­ir að hafa þurft að fresta henni vegna al­var­legra veik­inda. Í júní greindi Bie­ber frá því að hann væri með Ramsay Hunt sjúk­dóm­inn sem er sjald­gæf­ur tauga­sjúk­dóm­ur sem veld­ur út­brot­um, eyrna­verkj­um og löm­un í and­liti. 

Tón­listamaður­inn Just­in Bie­ber mun hefja tón­leika­ferð sína, Justice World á ný eft­ir að hafa þurft að fresta henni vegna al­var­legra veik­inda. Í júní greindi Bie­ber frá því að hann væri með Ramsay Hunt sjúk­dóm­inn sem er sjald­gæf­ur tauga­sjúk­dóm­ur sem veld­ur út­brot­um, eyrna­verkj­um og löm­un í and­liti. 

Full­trúi Bie­ber staðfesti við Variety að hann ætli að halda tón­leika­ferðalagi sínu áfram í lok mánaðar. Hann mun byrja ferðalagið á Lucca, Ítal­íu og mun halda þaðan áfram um Evr­ópu, Suður-Am­er­íku, Suður-Afr­íku, Miðaust­ur­lönd, Asíu, Ástr­al­íu og Nýja Sjálandi. 

Eft­ir að Biber greind­ist með sjúk­dóm­inn fór hann ásamt eig­in­konu sinni, Hailey Bie­ber í tveggja vikna frí til Bahama­eyja. Þaðan fóru hjón­in í frí til Ida­ho með fjöl­skyldu og vin­um. „Hailey hef­ur stutt Just­in rétt eins og hann studdi hana með heilsu­far­svanda­mál henn­ar,“ sagði heim­ild­armaður People og vísaði í heila­blóðfall fyr­ir­sæt­unn­ar fyrr á ár­inu. 

mbl.is