Hljóp í fangið á nýjum sveitarstjóra

Hulda Björk Svansdóttir | 22. júlí 2022

Hljóp í fangið á nýjum sveitarstjóra

Ægir Þór sprengdi krúttskalann á Höfn í Hornafirði í gær þegar hann hljóp í fangið á nýjum sveitarstjóra bæjarins, Sigurjóni Andréssyni, er hann flutti ræðu þegar fyrsti rampurinn á Höfn var vígður. 

Hljóp í fangið á nýjum sveitarstjóra

Hulda Björk Svansdóttir | 22. júlí 2022

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:28
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:28
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ægir Þór sprengdi krúttskalann á Höfn í Hornafirði í gær þegar hann hljóp í fangið á nýj­um sveit­ar­stjóra bæj­ar­ins, Sig­ur­jóni Andrés­syni, er hann flutti ræðu þegar fyrsti ramp­ur­inn á Höfn var vígður. 

Ægir Þór sprengdi krúttskalann á Höfn í Hornafirði í gær þegar hann hljóp í fangið á nýj­um sveit­ar­stjóra bæj­ar­ins, Sig­ur­jóni Andrés­syni, er hann flutti ræðu þegar fyrsti ramp­ur­inn á Höfn var vígður. 

Var þetta á meðal fyrstu op­in­berra verka nýráðins sveit­ar­stjóra en Ægir Þór, sem er með sjúk­dóm­inn Duchenne, fékk þann heiður að klippa borðann við fyrsta ramp­inn. Ramp­ur­inn er hluti af verk­efn­inu Römp­um upp Ísland sem Har­ald­ur Þor­leifs­son ýtti úr vör en verk­efnið er hugsað til þess að bæta aðgengi fyr­ir fatlaða um allt Ísland. 

Hulda Björk Svans­dótt­ir, móðir Ægis Þórs, var á svæðinu og seg­ir augna­blikið hafa verið ofboðslega fal­legt. Þar að auki fengu þau Ægir Þór alla viðstadda til að dansa með sér til að vekja at­hygli á sjúk­dóm­in­um sem Ægir Þór er með. Dansa þau mæðgin alla föstu­daga til þess að vekja at­hygli á sjúk­dóm­in­um.

„Dag­ur­inn hefði bara ekki getað verið betri og ég er svo inni­lega þakk­lát,“ seg­ir Hulda.

Mynd­bandið af Ægi Þór þakka Sig­ur­jóni fyr­ir sig má sjá hér fyr­ir neðan.

mbl.is