Fór á barinn í fyrsta sinn

Britney Spears | 29. júlí 2022

Fór á barinn í fyrsta sinn

Hin fertuga söngkona Britney Spears fór á bar í fyrsta skipti á dögunum. Tók Spears viðburðinn upp og sýndi fylgjendum sínum á Instagram. 

Fór á barinn í fyrsta sinn

Britney Spears | 29. júlí 2022

Britney Spears fór í fyrsta sinn á barinn um daginn.
Britney Spears fór í fyrsta sinn á barinn um daginn. AFP

Hin fer­tuga söng­kona Brit­ney Spe­ars fór á bar í fyrsta skipti á dög­un­um. Tók Spe­ars viðburðinn upp og sýndi fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram. 

Hin fer­tuga söng­kona Brit­ney Spe­ars fór á bar í fyrsta skipti á dög­un­um. Tók Spe­ars viðburðinn upp og sýndi fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á bar. Fyrsta skipti. Mér líður svo fínni, svo fágaðri,“ sagði Spe­ars. Spe­ars var í fylgd með aðstoðar­manni sín­um og var með stór sólgler­augu til að hylja and­lit sitt. 

„Við erum að fá okk­ur smá drykk,“ sagði aðstoðarmaður­inn Victoria Asher.

„Svo glöð að þau tóku rétt minn til að fá mér kokteil frá mér í þrett­án ár. Svo þakk­lát,“ skrifaði Spe­ars í kald­hæðnistón und­ir mynd­bandið. 

Greint hef­ur verið frá því að fjöl­skylda Spe­ars passaði upp á að halda henni frá áfengi. Árið 2018 var til dæm­is greint frá því að teymi henn­ar bannaði áfenga drykki baksviðs á tón­leik­um hjá henni. 

Þá kom einnig fram í samn­ing­um um lögráðamann henn­ar, sem þá var faðir henn­ar Jamie Spe­ars, að hún mætti ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum drekka áfenga drykki. Spe­ars sjálf hef­ur einnig sagt að faðir henn­ar hafi látið hana taka fíkni­efna­próf nokkr­um sinn­um í viku á tíma­bili. 

Britney Spears virtist ánægð með barferðina.
Brit­ney Spe­ars virt­ist ánægð með bar­ferðina. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is