Fimm ráð fyrir notalegt barnaherbergi

Barnaherbergi | 31. júlí 2022

Fimm ráð fyrir notalegt barnaherbergi

Barnaherbergið er griðarstaður barnsins. Því er mikilvægt að huga að því að útbúa rými þar sem þau geta notið þess að leika sér, læra, hvíla sig og hlaða batteríin. Danska hönnunarhúsið Ferm Living hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu, en þar má finna sérstaka línu fyrir börnin með sérlega fallegum vörum sem gera barnaherbergið að notalegu rými þar sem sköpunarkraftur barnsins fær að njóta sín. 

Fimm ráð fyrir notalegt barnaherbergi

Barnaherbergi | 31. júlí 2022

Samsett mynd

Barnaherbergið er griðarstaður barnsins. Því er mikilvægt að huga að því að útbúa rými þar sem þau geta notið þess að leika sér, læra, hvíla sig og hlaða batteríin. Danska hönnunarhúsið Ferm Living hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu, en þar má finna sérstaka línu fyrir börnin með sérlega fallegum vörum sem gera barnaherbergið að notalegu rými þar sem sköpunarkraftur barnsins fær að njóta sín. 

Barnaherbergið er griðarstaður barnsins. Því er mikilvægt að huga að því að útbúa rými þar sem þau geta notið þess að leika sér, læra, hvíla sig og hlaða batteríin. Danska hönnunarhúsið Ferm Living hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu, en þar má finna sérstaka línu fyrir börnin með sérlega fallegum vörum sem gera barnaherbergið að notalegu rými þar sem sköpunarkraftur barnsins fær að njóta sín. 

Hönnunarhúsið tók nýlega saman fimm ráð til að útbúa barnaherbergið. 

1. Fjárfestu í hlutum sem vaxa með barninu

Við getum eflaust öll verið sammála um að börnin okkar stækka allt of hratt. Því getur verið skynsamlegt að fjárfesta í hlutum sem geta vaxið með barnið og það getur notað í nokkur ár.

Ljósmynd/fermliving.com

2. Hafðu nóg af geymsluplássi

Barnaherbergi eru ekki lengi að fyllast af allskyns leikföngum og dóti, en það getur oft orðið yfirþyrmandi, bæði fyrir foreldra og börn, þar sem svefnherbergið er ekki einungis rými fyrir leik og skemmtun heldur einnig fyrir hvíld. Því er mikilvægt að skapa gott jafnvægi milli skemmtunar og hvíldar, en gott geymslupláss auðveldar það. 

Fáðu barnið til að aðstoða þig við að ganga frá eftir daginn með því að huga að geymslulausnum sem eru bæði hagnýtar og skemmtilegar. Þá koma kassar, körfur og töskur í ýmsum litum, formum og mynstrum að góðum notum og gera tiltektina skemmtilegri. 

3. Hafðu rétta lýsingu

Rétt lýsing getur gjörbreytt hvaða rými sem er, en hún er einnig mikilvæg fyrir líðan barnsins. Skoðaðu mýkri, breiðari lýsingu fyrir rýmið og notaðu lampa til að auka birtu á áveðin vinnu- eða leiksvæði eftir þörf. 

Ljósmynd/fermliving.com

Mörg börn hræðast einnig myrkrið og því er mikilvægt að lýsingin skapi notalega stemmningu sem gefur barninu öryggi. 

4. Skemmtilegar mottur

Fallegar mottur gefa herberginu mikla hlýju, en þær geta einnig verið skynjunarleikfang fyrir barnið með mismunandi litum, mynstrum og áferð. Mjúkar mottur úr ull eða bómull veita börnunum þægilegt undirlag til að leika sér á, en mottur úr náttúrulegum efnum eins og reyr gefa litlum fingrum og tám áhugaverða áferð til að skoða og snerta. 

Ljósmynd/fermliving.com

Það er sniðugt að nota mottur með fjörugum myndum eða formum, en mottur þurfa ekki bara að vera á gólfinu heldur geta þær verið frábært veggskraut í barnaherbergið. 

5. Gefðu barninu rými utan herbergisins

Flestir foreldrar kannast við það að hafa leikföng og dót útum allt hús, en þá getur einmitt verið sniðugt að hafa sérstakt rými í stofu og eldhúsi fyrir leikföng. Þá getur fjölskyldan eytt meiri tíma saman og þá hafa leikföngin sinn stað til að fara á að leik loknum. Það skemmir ekki fyrir að velja leikföng í einföldum og fallegum litum sem bæði foreldrarnir og börnin geta notið þess að horfa á og hafa í kringum sig. 

Ljósmynd/fermliving.com
mbl.is