Yfirliðsvaldandi uppskrift Berglindar Guðmunds

Uppskriftir | 9. ágúst 2022

Yfirliðsvaldandi uppskrift Berglindar Guðmunds

Frábær réttur þar sem hægt er að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum. Hér er rjóminn og grænmetið í aðalhlutverfi en hægt er að skipta grísakótilettunum út fyrir kjúkling ef því er að skipta. Geggjaður réttur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is

Yfirliðsvaldandi uppskrift Berglindar Guðmunds

Uppskriftir | 9. ágúst 2022

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Frá­bær rétt­ur þar sem hægt er að nota það græn­meti sem til er í ís­skápn­um. Hér er rjóm­inn og græn­metið í aðal­hlut­verfi en hægt er að skipta grísakótilett­un­um út fyr­ir kjúk­ling ef því er að skipta. Geggjaður rétt­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á GRGS.is

Frá­bær rétt­ur þar sem hægt er að nota það græn­meti sem til er í ís­skápn­um. Hér er rjóm­inn og græn­metið í aðal­hlut­verfi en hægt er að skipta grísakótilett­un­um út fyr­ir kjúk­ling ef því er að skipta. Geggjaður rétt­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á GRGS.is

Grísakótilett­ur í rjóma­græn­met­is­blöndu

  • 2-3 pakk­ar grísakótilett­ur í suðrænni krydd­blöndu
  • 1-2 púrru­lauk­ar, sneidd­ur
  • 1/​2 - 1 brokkólí, smátt skorið
  • 1 paprika, skor­in í ten­inga
  • 1/​2 lauk­ur, saxaður
  • hand­fylli spínat
  • 1 kjúk­linga­ten­ing­ur
  • 500 ml mat­reiðslur­jómi
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Takið kjötið úr pakkn­ing­unni og þerrið.
  2. Hitið 1 msk af smjöri og 1 msk. af olíu á pönnu og létt-brúnið kótilett­urn­ar á báðum hliðum. Látið í ofn­fast mót.
  3. Steikið græn­metið þar til það er farið að mýkj­ast. Hellið rjóma sam­an við og setjið ten­ing­inn út í. Smakkið til með salti og pip­ar og látið malla í nokkr­ar mín­út­ur.
  4. Hellið rjóma­blönd­unni yfir kótilett­urn­ar og látið inn í 200°c heit­an ofn í 15-20 mín­út­ur.
mbl.is