Aflamestu krókabátarnir komnir í slipp

Smábátaveiðar | 18. ágúst 2022

Aflamestu krókabátarnir komnir í slipp

Krókaaflamarksbátarnir Hafrafell SU-65 og Sandfell SU-75 fóru báðir í slipp á mánudag. Sandfell í Njarðvík og Hafrafell í Hafnarfirði, en í báðum tilfellum fara bátarnir í reglubundið árlegt viðhald.

Aflamestu krókabátarnir komnir í slipp

Smábátaveiðar | 18. ágúst 2022

Sandfell SU hefur borið mesta þorsk til hafnar meðal krókabáta …
Sandfell SU hefur borið mesta þorsk til hafnar meðal krókabáta á fiskveiðiárinu. Báturinn er nú kominn í slipp og mun ekki veiða meira á þessu fiskveiðiári. Ljósmynd/Loðnuvinnslan hf.

Króka­afla­marks­bát­arn­ir Hafra­fell SU-65 og Sand­fell SU-75 fóru báðir í slipp á mánu­dag. Sand­fell í Njarðvík og Hafra­fell í Hafnar­f­irði, en í báðum til­fell­um fara bát­arn­ir í reglu­bundið ár­legt viðhald.

Króka­afla­marks­bát­arn­ir Hafra­fell SU-65 og Sand­fell SU-75 fóru báðir í slipp á mánu­dag. Sand­fell í Njarðvík og Hafra­fell í Hafnar­f­irði, en í báðum til­fell­um fara bát­arn­ir í reglu­bundið ár­legt viðhald.

Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir bát­anna út, að þeir munu vera í slipp í um tvær vik­ur og því ljóst að þeir fiska ekki meira á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári sem lýk­ur 31. ág­úst næst­kom­andi.

Sand­fell er sá króka­afla­marks­bát­ur sem borið hef­ur mest­an þorsk að landi það sem af er fisk­veiðiári, eða rétt tæp 1.952 tonn, sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu. Hafra­fell hef­ur landað 1.576 tonn­um af þorski og er það þriðju mesti afli króka­afla­marks­báta.

Hafrafellið er komið í slipp í Hafnarfirði og mun vera …
Hafra­fellið er komið í slipp í Hafnar­f­irði og mun vera þar næstu tvær vik­ur. Ljós­mynd/​Loðnu­vinnsl­an
mbl.is