„Ég hataði manninn minn og svo dó hann“

Missir | 24. ágúst 2022

„Ég hataði manninn minn og svo dó hann“

Rebecca Woolf rithöfundur þráði lengi að fara frá eiginmanni sínum. Hjónabandið var óhamingjusamt og þau töluðust vart við þegar hann veiktist skyndilega. 

„Ég hataði manninn minn og svo dó hann“

Missir | 24. ágúst 2022

Rebecca Woolf rithöfundur syrgir ekki eiginmann sinn.
Rebecca Woolf rithöfundur syrgir ekki eiginmann sinn. Skjáskot/Instagram

Re­becca Woolf rit­höf­und­ur þráði lengi að fara frá eig­in­manni sín­um. Hjóna­bandið var óham­ingju­samt og þau töluðust vart við þegar hann veikt­ist skyndi­lega. 

Re­becca Woolf rit­höf­und­ur þráði lengi að fara frá eig­in­manni sín­um. Hjóna­bandið var óham­ingju­samt og þau töluðust vart við þegar hann veikt­ist skyndi­lega. 

„Þetta gerðist svona, einn dag­inn var allt í lagi með hann og næsta dag var hann að deyja. Viku fyr­ir grein­ingu fann hann til í mag­an­um. Hann hélt að þetta væri bara streita. Nokkr­um dög­um síðar fór hann til lækn­is og taldi hann hafa gall­steina. Þrem­ur dög­um síðar var hann á bráðamót­töku þar sem krabba­mein í brisi greind­ist. Krabba­meinið hafði dreifst sér í lifr­ina og eitl­ana,“ seg­ir Woolf í pistli sín­um í The Times.

„Allt í einu þyrmdi yfir mig og ég mundi eft­ir öll­um rifr­ild­un­um, góðu stund­un­um og slæmu. Ég sem hafði þráð að vera án hans. En þarna sá ég eft­ir öllu.“

Var sjarmer­andi í fyrstu

„Þegar við kynnt­umst fyr­ir þrett­án árum þá var hann fynd­inn og sjarmer­andi og ég eig­in­kon­an sem hann þráði. Ég var frek­ar pass­ív og þægi­leg og eldaði dýr­ind­is máltíðir öll kvöld. Babb kom í bát­inn þegar frami minn fór á flug. Ég fram­fleytti fjöl­skyld­unni auk þess sem ég sá al­farið um börn­in okk­ar fjög­ur. Ég vaknaði all­ar næt­ur með börn­un­um meðan hann svaf vær­um blundi. Press­an á mig var gríðarleg. Hjóna­bandið var bara gott þegar ég var til­bú­in til þess að gera allt í mínu valdi til þess að halda hon­um góðum. Ég átti bara að brosa og þykj­ast að allt væri í fínu lagi.“

„Hann fór í fýlu ef ég þénaði ekki nóg og svo fór hann líka í fýlu ef ég þénaði of mikið. Þá hafði ég eng­an aðgang að fjár­mál­um okk­ar og hafði ekki hug­mynd um hvað við hefðum efni á. Eft­ir að hann lést þá tók það mig ár að fá aðgang að reikn­ing­un­um okk­ar.“

Skammaðist sín fyr­ir að hafa valið hann

„Ég átti það til að af­saka hann á fyrstu árum hjóna­bands okk­ar. Hann átti það til að öskra á mig og börn­in fyr­ir fram­an fólk. Mitt hlut­verk var að róa hann og reyna að koma í veg fyr­ir að slíkt gerðist. Þegar ég sá að eitt­hvað var að byrja að pirra hann reyndi ég að tala ró­lega og halda mér til hlés.“

„Ég skammaðist mín. Ekki fyr­ir hann held­ur fyr­ir það að ég skyldi hafa valið hann. Ég valdi mann sem öskraði á mig og börn sín á al­manna­færi. Ég valdi þetta líf. Ég hélt að ég væri svo hug­rökk að vera með hon­um fyr­ir börn­in. En það er aldrei rétt að vera með röng­um manni.“

Kenndi sér um krabba­meinið

„Í fyrstu var ég viss um að ég hefði valdið hon­um krabba­mein­inu. Öll streit­an sem ég olli hon­um hafði fengið krabba­mein til að mynd­ast. Ég var hon­um ótrú og átti í fjöld­an all­an af ástar­sam­bönd­um. Bæði þegar vel gekk í hjóna­band­inu og eft­ir að það súrnaði.“

Hef­ur sjald­an liðið bet­ur en eft­ir að hann dó

„Ég man lítið eft­ir jarðaför­inni. Það eru til marg­ir stuðnings­hóp­ar fyr­ir fólk sem hef­ur misst maka sinn en mér þætti það hræsni að fara. Hvað skyldi fólk halda ef það vissi að mér hef­ur sjald­an liðið bet­ur en eft­ir að hann féll frá? Fólk spyr mig hvernig ég hef það og ég fer að gráta því ég get ekki verið hrein­skil­in. Ég segi þeim bara það sem það vill heyra. Fólk kom til mín með bæk­ur um sorg og missi en það gerði bara illt verra. Mér fannst ég vera siðblind. Skrímsli,“ seg­ir Woolf sem ritað hef­ur bók um missinn og hvernig hún hef­ur tek­ist á við hann.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Re­becca Woolf (@re­beccawooolf)

mbl.is