Leggja til minni veiði úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun | 25. ágúst 2022

Leggja til minni veiði úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli úthafsrækju fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 5022 tonn. Um er að ræða rúmlega 2% skerðingu frá ráðgjöf vegna yfirstandandi fiskveiðiárs sem lýkur 31. ágúst næstkomandi.

Leggja til minni veiði úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun | 25. ágúst 2022

Úthafsrækjustofninn heldur áfram að minnka og nemur ráðgjöf um hámarksafla …
Úthafsrækjustofninn heldur áfram að minnka og nemur ráðgjöf um hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár 5.022 tonnum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli úthafsrækju fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 5022 tonn. Um er að ræða rúmlega 2% skerðingu frá ráðgjöf vegna yfirstandandi fiskveiðiárs sem lýkur 31. ágúst næstkomandi.

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli úthafsrækju fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 5022 tonn. Um er að ræða rúmlega 2% skerðingu frá ráðgjöf vegna yfirstandandi fiskveiðiárs sem lýkur 31. ágúst næstkomandi.

Fram kemur í ráðgjafarskjali Hafrannsóknastofnunar að stofnunin telji líklegt að afrán þorsks á úthafsrækju hafi aukist á undanförnum árum, og vísar til þess að vísitala þorsks í stofnmælingu úthafsrækju hafi verið há allt frá árinu 2014 og í hámarki árin 2016 til 2018. Þá hefur mæslt mikið af þorski í stofnmælingu botnfiska að vori og hausti.

Stofnvísitala úthafsrækju hefur lækkað frá árinu 2018 en að hún er yfir varúðarmörkum.

Athygli vekur að leita þarf aftur til fiskveiðiársins 2015/2016 til að íslenski fiskiskipaflotinn hafi náð að veiða magn sem nær ráðlagðri hámarksveiði, að því er fram kemur í tækniskýrslu. Það ár voru þór veidd 300 tonn umfram ráðgjöf.

Það sem af er fiskveiðiári hefur aðeins verið landað 1.933 tonnum af úthafsrækju eða um þriðjungur þess afla sem heimilt er að veiða. Þetta má lesa úr tölum Fiskistofu.

mbl.is