„Búið að vera alveg fljúgandi start“

Smábátaveiðar | 5. september 2022

„Búið að vera alveg fljúgandi start“

„Við erum ánægðir með þetta allt saman og alveg búið að vera frábært,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Norðureyris ehf. og fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri, í samtali við 200 mílur. Það er eðlilega létt yfir honum enda veiðin búin að vera með ólíkindum hjá Einari Guðnasyni ÍS-303.

„Búið að vera alveg fljúgandi start“

Smábátaveiðar | 5. september 2022

Létt er yfir Óðni Gestssyni á Suðureyri, enda hefur fiskast …
Létt er yfir Óðni Gestssyni á Suðureyri, enda hefur fiskast óvenju vel að undanförnu. mbl.is/Golli

„Við erum ánægðir með þetta allt sam­an og al­veg búið að vera frá­bært,“ seg­ir Óðinn Gests­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­inn­ar Norður­eyr­is ehf. og fisk­vinnsl­unn­ar Íslands­sögu á Suður­eyri, í sam­tali við 200 míl­ur. Það er eðli­lega létt yfir hon­um enda veiðin búin að vera með ólík­ind­um hjá Ein­ari Guðna­syni ÍS-303.

„Við erum ánægðir með þetta allt sam­an og al­veg búið að vera frá­bært,“ seg­ir Óðinn Gests­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­inn­ar Norður­eyr­is ehf. og fisk­vinnsl­unn­ar Íslands­sögu á Suður­eyri, í sam­tali við 200 míl­ur. Það er eðli­lega létt yfir hon­um enda veiðin búin að vera með ólík­ind­um hjá Ein­ari Guðna­syni ÍS-303.

Fisk­veiðiárið byrjaði af krafti hjá áhöfn­inni Ein­ari Guðna­syni og í fyrstu lönd­un var bát­ur­inn með tæp­lega 17,8 tonna afla. Síðan hef­ur bát­ur­inn landað tvisvar til viðbót­ar og hef­ur tek­ist að ná 36 tonna afla í þess­um þrem­ur veiðiferðum. Óðinn seg­ir veiðina hafa gengið gríðarlega vel að und­an­förnu. „Tíðin er búin að vera betri eft­ir 20. ág­úst en í sum­ar. Þetta er nán­ast búið að snú­ast við. Kannski aðeins kald­ari loft­hit­inn en þó búið að fara upp í 15 til 18 gráður.“

Ein­ar Guðna­son ÍS 303 er 15 metr­ar að lengd og …
Ein­ar Guðna­son ÍS 303 er 15 metr­ar að lengd og mæl­ist 30 brútt­ót­onn. Ljós­mynd/​Trefjar ehf.

224 tonn í ág­úst

Veiðin í ág­úst var ekki lak­ari og landaði Ein­ar Guðna­son tæp­lega 224 tonn­um í mánuðinum. Þar af 145,8 tonn­um af þorski og 41,3 tonn af ýsu. „Al­veg búin að vera glimr­andi veiði. Þetta er óvana­legt hérna á grunn­slóð í ág­úst segja þeir,“ seg­ir Óðinn.

Hann tel­ur stöðuna ekki hafa getað verið betri sér­stak­lega þar sem þurfti að gera hlé í sum­ar vegna bil­un­ar. „Við vor­um í bili­ríi og byrjuðum aft­ur 27. júlí, þá vor­um vð búin að vera stopp í mánuð. Þetta er búið að vera al­veg fljúg­andi start í ág­úst og síðan al­veg frá­bært.“

Norður­eyri ehf. lét smíða Ein­ar Guðna­son ÍS-303 í kjöl­far þess að fyr­ir­renn­ar­inn strandaði við Gölt siðla árs 2019. Bát­ur­inn, sem smíðaður var af Trefj­um í Hafnar­f­irði hef­ur reynst út­gerðinni vel en um er að ræða yf­ir­byggðan Cleopatra 50 beit­inga­vél­ar­bát.

mbl.is