„Ojjjj hvað ég er feit í þessum buxum“

Heilsudagar | 8. september 2022

„Ojjjj hvað ég er feit í þessum buxum“

„Hvað fyllir á og tappar af þinni streitufötu,“ spyr Ragga nagli, sálfræðingur. Hún segir flesta fullorðna vera með hálffulla fötu af streituvöldum, meðal annars vegna áfalla eins og dauðsfalla, ofbeldis, eineltis og gamalla, óleystra ágreininga. En hvað er í fötunni þinni og hvernig hellum við úr henni? Hún deildi hugleiðingum sínum í Heilusblaði Nettó: 

„Ojjjj hvað ég er feit í þessum buxum“

Heilsudagar | 8. september 2022

Ragnhildur Þórðardóttir er kölluð Ragga nagli.
Ragnhildur Þórðardóttir er kölluð Ragga nagli.

„Hvað fyll­ir á og tapp­ar af þinni streitu­fötu,“ spyr Ragga nagli, sál­fræðing­ur. Hún seg­ir flesta full­orðna vera með hálf­fulla fötu af streitu­völd­um, meðal ann­ars vegna áfalla eins og dauðsfalla, of­beld­is, einelt­is og gam­alla, óleystra ágrein­inga. En hvað er í föt­unni þinni og hvernig hell­um við úr henni? Hún deildi hug­leiðing­um sín­um í Heilus­blaði Nettó: 

„Hvað fyll­ir á og tapp­ar af þinni streitu­fötu,“ spyr Ragga nagli, sál­fræðing­ur. Hún seg­ir flesta full­orðna vera með hálf­fulla fötu af streitu­völd­um, meðal ann­ars vegna áfalla eins og dauðsfalla, of­beld­is, einelt­is og gam­alla, óleystra ágrein­inga. En hvað er í föt­unni þinni og hvernig hell­um við úr henni? Hún deildi hug­leiðing­um sín­um í Heilus­blaði Nettó: 

Hvað veld­ur streitu?

  • Of mörg verk­efni
  • Skilnaður
  • Einelti á vinnustað
  • Langvar­andi veik­indi
  • Óheil­brigð sam­skipti
  • Sorg og söknuður
  • Svefn­leysi

Dag­leg­ir streitu­vald­ar

Það sem fyll­ir föt­una enn meira köll­um við dag­lega streitu­valda sem drippa ofan í um leið og við opn­um glyrn­urn­ar á morgn­ana.

  • Vont and­rúms­loft á vinnustað
  • Rifr­ildi við mak­ann
  • Skila­frest­ur í vinnu
  • Skutla og sækja í fim­leika, fót­bolta, pí­anó
  • Borða rusl­fæði
  • Fé­lags­leg ein­angr­un

Innri streitu­vald­ar

Svo bæt­ast við drop­ar af innri streitu­völd­um sem eru sam­talið sem við eig­um við okk­ur sjálf í hausn­um.

Nei­kvætt sjálfstal og niðurrif: 

„Ég var eins og fífl á árs­hátíðinni um síðustu helgi.“

„Ojjjj hvað ég er feit í þess­um bux­um, eins og illa vaf­in rúllupylsa.“

„Þessi kynn­ing í vinn­unni var öm­ur­leg hjá mér.“

Kvíði, sjálfs­efi og áhyggj­ur

„Ég meika ekki að labba inn í rækt­ina, það munu all­ir horfa á mig og hlæja.“

„Ég þori ekki að segja NEI við yf­ir­mann­inn því ég vil ekki missa vinn­una.“

„Ég veit ekki hvort ég nái end­um sam­an í lok mánaðar.“

Flæðir yfir barm­ana á föt­unni

Heil­inn ger­ir ekki grein­ar­mun á ímynd­un og raun­veru­leika og nei­kvætt sjálfstal, áhyggj­ur og kvíði fara lóðrétt í föt­una. Svo flæðir yfir barm­ana á föt­unni. Og við upp­lif­um kuln­un. Örmögn­un. Af því að kröf­urn­ar eru of marg­ar, of háar, of mikl­ar fyr­ir þau úrræði sem við höf­um yfir að ráða. Úrræðin okk­ar eru tími, at­hygli og orka. Við eig­um ekki meira af þess­um auðlind­um, það er kom­inn bullandi yf­ir­drátt­ur og gulu miðarn­ir streyma inn um lúg­una. Og í því ástandi verður fram­heil­inn utan þjón­ustu­svæðis og við bregðumst við áreit­um eins og ung­ling­ar, með til­finn­ing­um en ekki rök­hugs­un.

Streit­an læt­ur á sér kræla í hegðun og hugs­un

Streit­an fer að koma fram í hegðun og hugs­un. Við erum pirruð, grát­gjörn, alltaf þreytt, gleym­in. Hugs­um nei­kvæðar hugs­an­ir. Lík­am­inn læt­ur líka vita þegar streit­an er far­in að flæða: Melt­ing­ar­trufl­an­ir, hár blóðþrýst­ing­ur, hækk­andi kó­lester­ól, ör hjart­slátt­ur, kvíðahnút­ur í maga, svefn- trufl­an­ir. Öll verk­efni verða óyf­ir­stíg­an­leg. Við vilj­um ekki hitta neinn og miss­um áhug­ann á öllu sem áður gladdi okk­ur.

Hjálp­leg bjargráð búa til göt í botn­inn á föt­unni svo streit­an míglek­ur úr föt­unni og út í haf­sjó. Hjálp­leg bjargráð eru að styrkja fé­lag­stengsl­in, stunda hreyf­ingu, horfa á grínþætti og hlæja dug­lega, setja svefn­inn í al­gjör­an for­gang, hvílast, stunda önd­un­aræf­ing­ar og nú­vit­und, borða hollt og góm­sætt.

Aðrir hlut­ir sem tappa af föt­unni

  • Nú­vit­und
  • Þakk­læt­is­dag­bók
  • Jóga
  • Band­vefs­los­un
  • Sál­fræðimeðferð
  • Sauma­klúbb­ur
  • Nudd
  • Dúll og dek­ur

Semsagt sjálfs­rækt „par excellence“.

Óhjálp­leg bjargráð sem end­ur­vinna streit­una

Svo áttu bjargráð sem tappa af streitu en bara í ör­stutta stund því þau eru í raun hringrás og end­ur­vinna streit­una með því að bæta enn meiru ofan í föt­una. Þetta köll­um við óhjálp­leg bjargráð. Eins og að fá sér sjúss. Smóka rettu. Úða í sig kexi. Sjoppa drasl á net­inu. Eitt­hvað sem keyr­ir upp dópa­mínið og okk­ur líður dúnd­ur­vel en bara í stutta stund. En við fyll­umst sekt­ar­kennd, eft­ir­sjá, sam­visku­biti, áhyggj­um og niðurrifi í kjöl­far slíkr­ar hegðunar. Eins og að pissa í skóna sína til að hlýja sér á fót­un­um. Það verður enn kald­ara eft­ir á. Og streitufat­an fyll­ist enn meira og nú með kokteil af nei­kvæðum til­finn­ing­um. Svo eru innri óhjálp­leg bjargráð eins og að taka strút­inn á þetta og bora hausn­um í sand­inn með því að hunsa vanda­málið. Fresta því að tak­ast á við hlut­ina. Halda leik­rit­inu gang­andi og segja að allt sé í gúddí þegar við erum í mol­um að inn­an.

Súr­efn­is­grím­an þín þarf að vera á and­lit­inu

Þrálát streita er hinn þögli skaðvald­ur nú­tím­ans. Skaðvald­ur sem smám sam­an ýtir fólki út úr at­vinnu­líf­inu. Út úr fé­lags­líf­inu. Út úr gleðinni. Út úr heils­unni. Það er því mik­il­vægt að tappa reglu­lega af streitu­föt­unni áður en heils­an hryn­ur í gólfið með til­heyr­andi kuln­un í starfi eða til­finn­inga­legu krassi á vegg. Sjálfs­rækt er ekki sjálfs­elska. Þú hjálp­ar eng­um í flug­vél­inni ef súr­efn­is­grím­an þín hang­ir bara um háls­inn á þér.

Gul­rót­ar­kökugraut­ur fyr­ir streitupésa

Kol­vetni eru bólu­efni við of háu kort­isóli því þau keyra það niður á núll einni. Og haframjöl lækk­ar kó­lester­ólið sem oft keyr­ist upp í rjáf­ur þegar við erum und­ir miklu álagi. Haframjöl er líka ríkt af B1 en lík­am­inn spæn­ir oft upp B-víta­mínið þegar við erum und­ir miklu álagi. Rús­ín­ur eru stút­full­ar af andoxun­ar­efn­um sem draga úr bólgu­mynd­un sem oft er viðvar­andi í streitu. Möndl­ur eru rík­ar af magnesí­um sem róar miðtauga­kerfið. Husk hjálp­ar melt­ing­unni og held­ur henni reglu­legri en streita hef­ur áhrif á þarma­flór­una með því að ráðast á góðu bakt­erí­urn­ar.

Þessi bakaði gul­rót­ar­kökugraut­ur er þess vegna dúnd­ur­byrj­un á deg­in­um fyr­ir þau sem glíma við kuln­un eða ör­mögn­un.

Bakaður gul­rót­ar­kökugraut­ur

50 g haframjöl frá MUNA

1 tsk. lyfti­duft

1 msk. NOW Psylli­um Husk

1 msk. rús­ín­ur 

1 rif­in gul­rót

½ tsk. Ceylon kanill 

½ tsk. engi­fer

½ tsk. múskat

1 tsk. vanillu­drop­ar

1 klípa salt

100 ml eplamús, ósæt

150–200 ml mjólk (úr plöntu eða belju)

1 msk. möndl­ur 

Hitið ofn­inn í 180°C. Blandið höfr­um, huski, kryddi, lyfti­dufti og rif­inni gul­rót sam­an í stórri skál. Blandið mjólk, vanillu­drop­um og eplamauki sam­an í minni skál og hrærið vel. Blandið blautu hrá­efn­un­um sam­an við þurru hrá­efn­in og bætið svo rús­ín­um sam­an við. Setjið blönd­una í lítið eld­fast mót og dreifið möndl­um yfir. Bakið graut­inn í 35–40 mín­út­ur. Látið kólna í 5–10 mín­út­ur.

Toppaðu gleðina með syk­ur­lausu Good Good sírópi og jafn­vel góðri vanillujóg­úrt til að fá smá kremfíl­ing. Þenn­an graut má líka gera kvöldið áður svo hann sé klár þegar þú rúll­ar þér fram úr bæl­inu. Þá er bara að opna ís­skáp­inn og vopn­ast gaffli til að njóta. 

mbl.is