Rauðagerðismálið fyrir Landsrétt í lok mánaðar

Manndráp í Rauðagerði | 12. september 2022

Rauðagerðismálið fyrir Landsrétt í lok mánaðar

Aðalmeðferð fyrir Landsrétti í Rauðagerðismálinu fer fram daganna 28.-30. september. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir undirbúningsþinghald hafa farið fram í dag.

Rauðagerðismálið fyrir Landsrétt í lok mánaðar

Manndráp í Rauðagerði | 12. september 2022

Aðalmeðferð fyrir Landsrétti fer fram í lok september. Á mynd …
Aðalmeðferð fyrir Landsrétti fer fram í lok september. Á mynd eru Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð fyr­ir Lands­rétti í Rauðagerðismál­inu fer fram dag­anna 28.-30. sept­em­ber. Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, vara­héraðssak­sókn­ari, seg­ir und­ir­bún­ingsþing­hald hafa farið fram í dag.

Aðalmeðferð fyr­ir Lands­rétti í Rauðagerðismál­inu fer fram dag­anna 28.-30. sept­em­ber. Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, vara­héraðssak­sókn­ari, seg­ir und­ir­bún­ingsþing­hald hafa farið fram í dag.

„Við rædd­um um fyr­ir­komu­lagið, hvað yrði spilað og hver gæfi skýrslu. Þetta er í raun und­ir­bún­ing­ur fyr­ir aðalmeðferðina. Niðurstaðan varð sú að þau sak­born­ing­arn­ir sem voru sýknuð myndu gefa skýrslu eft­ir at­vik­um ef að það myndu vakna ein­hverj­ar spurn­ing­ar,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

„Þessu var áfrýjað því að við erum að krefjast þess að þau verða sak­felld, þessi þrjú sem voru sýknuð, og til að fá þyngri refs­ingu á Angj­el­in.“

Myrt­ur á heim­ili sínu

Máls­at­vik Rauðagerðismáls­ins eru þau að þann 13. fe­brú­ar 2021 var Arm­ando Beqirai myrt­ur á heim­ili sínu í Rauðgerði af Angj­el­in Sterkaj. Fjór­ir sak­born­ing­ar voru ákærðir vegna máls­ins fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur, þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada, ásamt Sterkaj.

Sterkaj hlaut 16 ára fang­elsi fyr­ir morðið á Beqirai í októ­ber í fyrra, en þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada voru sýknuð af kröf­um ákæru­valds­ins.

Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur í nóv­em­ber í fyrra þar sem þess var kraf­ist að refs­ing yfir Angj­el­in Sterkaj verði þyngd. Enn­frem­ur er þess kraf­ist að aðrir í mál­inu verði sak­felld­ir. 

mbl.is