Gagnsókn Úkraínu engu breytt

Úkraína | 17. september 2022

Gagnsókn Úkraínu engu breytt

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að gagnsókn Úkraínumanna að undanförnu breyti ekki áætlunum Rússa.

Gagnsókn Úkraínu engu breytt

Úkraína | 17. september 2022

Vladimir Pútín á ráðstefnunni í gær.
Vladimir Pútín á ráðstefnunni í gær. AFP/Sergei Bobylyov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að gagnsókn Úkraínumanna að undanförnu breyti ekki áætlunum Rússa.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að gagnsókn Úkraínumanna að undanförnu breyti ekki áætlunum Rússa.

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt yfir 8.000 ferkílómetra svæði af Rússum á sex dögum í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu.

Að lokinni ráðstefnu í Úsbekistan sagði Pútín að honum liggi ekkert á og að sókn Rússa í Donbas-héraði sé á áætlun.

Hann bætti við að Rússar hefðu ekki enn notað allt sitt herlið.

„Sóknaraðgerð okkar í Donbas er ekkert að fara að stöðvast. Þeir færa sig áfram, ekki mjög hratt, en smám saman eru þeir að ná stærra og stærra landsvæði,“ sagði Pútín, sem hafði ekki áður tjáð sig um gagnsókn úkraínska hersins.

Rússar hafa einbeitt sér að Donbas í austurhluta Úkraínu í innrásinni og segir Pútín ranglega að nauðsynlegt sé að ná landsvæðinu á sitt vald til að koma í veg fyrir þjóðarmorð rússnesku mælandi fólks sem þar býr, að því er BBC greinir frá.

Hluti Donbas-héraðs hefur verið undir stjórn aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum frá árinu 2014. Karkív-hérað, þar sem gagnsókn Úkraínumanna hefur farið fram, er ekki hluti af Donbas.

Pútín benti á að aðeins hluti af rússneska hernum sé að berjast í Úkraínu og hótaði hann „alvarlegri“ viðbrögðum ef árásir Úkraínumanna halda áfram.

„Ég minni ykkur á að rússneski herinn í heild sinni er ekki að berjast....aðeins atvinnuherinn.“

mbl.is