Efnt verður til atkvæðagreiðslu á hernumdum svæðum í austur-Donetsk og Lúgansk héröðunum, sem og í suður-Kerson og Saporísía-héröðunum í Úkraínu um að þau verði hluti af Rússlandi.
Efnt verður til atkvæðagreiðslu á hernumdum svæðum í austur-Donetsk og Lúgansk héröðunum, sem og í suður-Kerson og Saporísía-héröðunum í Úkraínu um að þau verði hluti af Rússlandi.
Efnt verður til atkvæðagreiðslu á hernumdum svæðum í austur-Donetsk og Lúgansk héröðunum, sem og í suður-Kerson og Saporísía-héröðunum í Úkraínu um að þau verði hluti af Rússlandi.
Atkvæðagreiðslan hefst á föstudag og stendur yfir í fimm daga, en það er AFP-fréttastofa sem greinir frá þessu.
Umrædd héruð eru vígvellir gagnsóknar Úkraínumanna en hersveitir frá Kænugarði hafa endurheimt á nokkur hundrað bæi og þorp sem voru áður yfirráðasvæði Rússa.
Innlimun héraðanna í Rússland gæti haft afdrifaríkar afleiðingar þar sem Moskva gæti haldið því fram að verið sé að vernda eigið umdæmi fyrir úkraínskum hersveitum.