Kærir Pál fyrir hótun

Samherji í Namibíu | 20. september 2022

Kærir Pál fyrir hótun

Þórður Snær Júlíusson blaðamaður hefur kært Pál Steingrímsson, skipstjóra hjá Samherja, fyrir hótun.

Kærir Pál fyrir hótun

Samherji í Namibíu | 20. september 2022

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. mbl.is/Hari

Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður hef­ur kært Pál Stein­gríms­son, skip­stjóra hjá Sam­herja, fyr­ir hót­un.

Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður hef­ur kært Pál Stein­gríms­son, skip­stjóra hjá Sam­herja, fyr­ir hót­un.

Þetta seg­ir Þórður í grein sem hann birt­ir í dag á Kjarn­an­um, sem hann rit­stýr­ir.

„Hér er einnig hægt að greina frá því að ég, og fleiri fjöl­miðla­menn, höf­um kært Pál Stein­gríms­son fyr­ir hót­un í okk­ar garð sem barst í tölvu­pósti í júlí 2022. Sú kæra hef­ur verið und­ir­rituð og mót­tek­in hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er nú til rann­sókn­ar þar,“ skrif­ar Þórður.

Þá tek­ur hann fram að full ástæða hafi verið til að taka hót­un­ina al­var­lega, meðal ann­ars vegna þess að Páll hafi gefið til kynna á sam­fé­lags­miðlum að hann sé ekki frá­hverf­ur því að nota skot­vopn á blaðamenn.

Aðal­steinn leit­ar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu

Þá hef­ur Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaðamaður á Stund­inni, falið lög­manni sín­um að óska eft­ir því að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu skeri úr um það hvort aðgerðir lög­reglu gegn hon­um og fleiri blaðamönn­um hafi staðist lög.

Til­efni þess er að Aðal­steinn og fleiri blaðamenn fengu stöðu sak­born­ings vegna meintra brota á friðhelgi einka­lífs og um­fjöll­un­ar um svo­kallaða „skæru­liðadeild“ Sam­herja. Blaðamenn­irn­ir voru boðaðir í skýrslu­töku hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra.

„Ég er enn á því að nauðsyn­legt sé að fá úr því skorið hvort þessi leiðang­ur lög­regl­unn­ar nyrðra sé lög­mæt­ur. Því hef ég falið lög­manni mín­um að óska eft­ir því að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu fjalli efn­is­lega um málið. Slíkt mál hef­ur því verið höfðað,“ skrif­ar Aðal­steinn á vef Stund­ar­inn­ar.

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að lög­reglu­stjór­an­um á Norður­landi eystra hefði ekki verið heim­ilt að veita Aðal­steini rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn vegna um­fjöll­un­ar­inn­ar. 

Lands­rétt­ur vísaði í kjöl­farið frá máli Aðal­steins gegn embætti lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra. Aðal­steinn kærði frá­vís­unar­úrsk­urðinn til Hæsta­rétt­ar sem vísaði mál­inu einnig frá.

Leiðrétt: Áður var full­yrt að Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður á Kjarn­an­um, hefði einnig kært Pál. Það er ekki rétt.

mbl.is