Herkvaðning, og að virkja alla sem undir henni eru, mun taka fleiri mánuði. Útvega þarf nýjum hermönnum búnað og skipuleggja nýjar hersveitir, þrátt fyrir að sumir í varaliðunum séu með herreynslu.
Herkvaðning, og að virkja alla sem undir henni eru, mun taka fleiri mánuði. Útvega þarf nýjum hermönnum búnað og skipuleggja nýjar hersveitir, þrátt fyrir að sumir í varaliðunum séu með herreynslu.
Herkvaðning, og að virkja alla sem undir henni eru, mun taka fleiri mánuði. Útvega þarf nýjum hermönnum búnað og skipuleggja nýjar hersveitir, þrátt fyrir að sumir í varaliðunum séu með herreynslu.
Þetta er mat Paul Adams, sérfræðings BBC í alþjóðamálum.
„Rússar verða ekki farnir að taka þátt fyrr en í vor nema þeir ætli sér að setja nýja hermenn algjörlega óundirbúna á vígvöllinn,“ skrifar hann um herkvaðninguna sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti um í morgun.
„Og miðað við hörmulegt gengi Rússa, þar sem þeir hafa tapað miklum hergögnum, gæti reynst yfirvöldum í Moskvu flókið að útvega þeim hergögn sem til þarf til að gera nokkurt gagn.“
Gagnsókn Úkraínumanna hefur gengið vonum framar á ýmsum svæðum í Úkraínu og hefur þeim tekist að endurheimta nokkurt landsvæði sem Rússar höfðu hernumið, ekki síst vegna sendinga frá ríkjum Atlandshafsbandalagsins á háþróuðum vopnum. Með þeim hefur tekist að skjóta á og sprengja í loft upp nokkuð af vopnabúrum Rússa á vígstöðvunum.
„Vandræði við skipulag rússneskra hersveita sem þegar eru á vígvellinum hafa aukist til muna og ekki munu þau minnka þegar nýjar hersveitir verða sendar.
Og hvað með hermennina sem þegar eru í Úkraínu? Mórallinn er þegar mjög lélegur. Núna munu þeir fá tilkynningu um að samningar þeirra hafa verið einhliða framlengdir og langur og erfiður vetur framundan,“ skrifar hann.
Luke Harding, fréttaritari Guardian, segir að herkvaðningin muni ekki leysa vandamál Rússa við að manna herinn. Öllu fremur telur hann að herkvaðningin verði verulega óvinsæl.
„Á sama tíma höfum við beðið eftir því að ólígarkar, herforingjar eða aðrir háttsetnir í Kreml snúist gegn Pútín. Ég er hræddur um að það sé ekki að gerast.“