Yfirlýsing Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta er stigmögnum sem vert er að hafa áhyggjur af. Svo er haft eftir Gillian Keegan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands á BBC.
Yfirlýsing Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta er stigmögnum sem vert er að hafa áhyggjur af. Svo er haft eftir Gillian Keegan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands á BBC.
Keegan sagði óhugnanlegt að hlusta á Pútín tala um ógn Vesturveldanna og nefna kjarnorkuvopn í því samhengi.
„Þetta er alvarleg hótun, en þessu hefur verið hótað áður,“ er haft eftir henni á BBC.
Hún bætti við að þó eigi að taka orðum Pútíns alvarlega og hvatti fólk til að halda ró sinni þrátt fyrir tal um notkun á kjarnorkuvopnum.