Esther stofnaði heimaskóla sem er nú eftirsóttur

Menntun er máttur | 25. september 2022

Esther stofnaði heimaskóla sem er nú eftirsóttur

Nýjasti grunnskóli landsins, Ásgarðsskóli, er að hefja sitt annað skólaár. Nemendur skólans eru búsettir vítt og breitt um landið sem og erlendis. Staðsetning þeirra skiptir engu máli því öll kennsla skólans fer fram á netinu. 

Esther stofnaði heimaskóla sem er nú eftirsóttur

Menntun er máttur | 25. september 2022

Esther Ösp stofnaði heimaskóla sem nýtur nú vinsælda.
Esther Ösp stofnaði heimaskóla sem nýtur nú vinsælda.

Nýj­asti grunn­skóli lands­ins, Ásgarðsskóli, er að hefja sitt annað skóla­ár. Nem­end­ur skól­ans eru bú­sett­ir vítt og breitt um landið sem og er­lend­is. Staðsetn­ing þeirra skipt­ir engu máli því öll kennsla skól­ans fer fram á net­inu. 

Nýj­asti grunn­skóli lands­ins, Ásgarðsskóli, er að hefja sitt annað skóla­ár. Nem­end­ur skól­ans eru bú­sett­ir vítt og breitt um landið sem og er­lend­is. Staðsetn­ing þeirra skipt­ir engu máli því öll kennsla skól­ans fer fram á net­inu. 

Að sögn Esther­ar Asp­ar Valdi­mars­dótt­ur, skóla­stjóra Ásgarðsskóla, stunduðu 15 nem­end­ur nám í skól­an­um á síðasta skóla­ári og býst hún við svipuðum fjölda eða fleir­um í vet­ur. Seg­ir Esther að þetta fyrsta skóla­ár í þess­um eina grunn­skóla lands­ins, þar sem öll kennsla fer fram á net­inu, hafi gengið von­um fram­ar en vissu­lega hafi ýms­ar áskor­an­ir mætt þeim.

„Það sem kom okk­ur kannski mest á óvart var sam­setn­ing­in á nem­enda­hópn­um. Þegar við fór­um af stað með skól­ann þá höfðum við séð fyr­ir okk­ur að við vær­um að fá ung­linga frá dreif­býlli svæðum þar sem ekki feng­ust sér­hæfðir kenn­ara. Við sáum fyr­ir okk­ur að skól­inn gæti tryggt gæði óháð staðsetn­ingu þannig að fjöl­skyld­ur sem kusu að búa fjarri skólaþjón­ustu þyrftu ekki að hafa áhyggj­ur af skóla­göngu barna sinna. Þá átt­um við einnig von á nem­end­um sem dvelja lang­dvöl­um er­lend­is til dæm­is vegna íþróttaiðkun­ar eða at­vinnu for­eldra. Það sem kom hins veg­ar á óvart var hversu hátt hlut­fall í hópn­um voru krakk­ar sem voru að glíma við langvar­andi skóla­forðun. Þetta er greini­lega fal­inn hóp­ur og það var óvænt áskor­un að mæta hon­um. En það gekk vel enda Ásgarðsskóli full­kom­inn fyr­ir krakka sem af ein­hverj­um ástæðum eiga erfitt með að tak­ast á við áreitið í um­hverfi hefðbund­inna skóla, áreiti sem erfitt er að stýra, hvort sem það eru frí­mín­út­ur, birta, hljóð eða hvaðeina. Þegar skól­inn er heima þá er ein­fald­ara að tempra allt þetta áreiti,“ seg­ir hún.

Eng­in bekkjar­skipt­ing

Eins og staðan er í dag er námið í Ásgarðsskóla ein­göngu fyr­ir krakka á ung­linga­stigi og fer þannig fram að nem­enda­hóp­ur­inn opn­ar tölvurn­ar heima hjá sér klukk­an níu á morgn­ana og stend­ur skól­inn að öllu jöfnu til klukk­an tvö. Eng­in bekkjar­skipt­ing er í skól­an­um, öll­um nem­end­um er kennt sam­an þótt hópa­sam­setn­ing­in sé fjöl­breytt og efnis­tök í verk­efna­vinnu séu mis­jöfn eft­ir færni og hæfni nem­anda. Reynt er að vekja áhuga ung­ling­anna á nám­inu út frá þeirra eig­in áhuga­sviði og styrk­leik­um. Esther nefn­ir sem dæmi að ef verið sé að læra um seinni heims­styrj­öld­ina þá er alltaf ákveðið val í verk­efn­inu. Til dæm­is gæti ein­hver nem­andi ákveðið að ein­beita sér að skriðdrek­un­um, ann­ar að tísk­unni en hvor nálg­un­in fyr­ir sig leiðir að sama marki það er að segja að átta sig bet­ur á seinni heimstyrj­öld­inni. Ein­hverj­um skóla­stjórn­end­um og kenn­ur­um gæti fund­ist þetta flókið í fram­kvæmd enda meiri áhersla lögð á bekk­inn í heild sinni í hefðbundnu skóla­starfi og minna svig­rúm inn­an kennslu­stof­unn­ar fyr­ir ein­stak­lings­miðaðar þarf­ir. Í Ásgarðsskóla er þessu akkúrat öf­ugt farið, þar er það ein­stak­ling­ur­inn sem er í for­grunni.

Breytt álag á kenn­ara

Þá koma nem­end­ur líka á virk­an hátt að stjórn skól­ans, skipu­leggja nám sitt og taka bein­an þátt í verk­efn­um sem bæta heim­inn. „Þetta er í raun allt fem­ur ein­falt þegar nám­inu er stýrt í gegn um Náms­gagna­torgið sem held­ur utan um náms­efni, viðmið um ár­ang­ur, verk­efna­skil og náms­mat. Þetta er bara spurn­ing um viðhorf og við erum með kenn­ara sem sjá þetta ekki sem vanda­mál. Álagið á kenn­ar­ann breyt­ist vissu­lega þegar námið er ein­stak­lings­miðað. Það er kannski meira að gera utan kennslu­stund­anna en á sama tíma verða þær þægi­legri þegar hver ein­stak­ling­ur er að njóta sín og er að vinna í flæði,“ seg­ir Esther. Hún tal­ar af reynslu því áður en hún hóf störf við Ásgarðsskóla hafði hún sinnt hefðbund­inni kennslu og hef­ur því sam­an­b­urðinn. Þá er mik­il áhersla lögð á samþætt­ingu náms­greina í skól­an­um en skóla­nám­skrá­in bygg­ir á Aðal­nám­skrá grunn­skóla og In­ternati­onal Middle Ye­ars Curricul­um.

„Allt náms­efnið sem Ásgarðsskóli not­ar er aðgengi­legt inn á Náms­gagna­torg­inu okk­ar þannig að nem­end­ur þurfa ekki að vera með nein­ar bæk­ur. Við búum mikið til sjálf en not­um einnig efni sem hef­ur verið gefið út af Mennta­mála­stofn­un. Við lát­um hins veg­ar aldrei bæk­urn­ar stjórna náms­ferl­inu frá a-ö held­ur nýt­um okk­ur það sem hent­ar hverju sinni, til þess að ná mark­miðum aðal­nám­skrár­inn­ar.“

Mark­viss fé­lags­færni

Þó skól­inn hafi fengið já­kvæðar viðtök­ur seg­ir Esther að það sem fólk hafi hvað mest­ar áhyggj­ur af og spyr mikið um sé fé­lags­færni nem­enda. Hvernig er hún eig­in­lega þegar öll sam­skipti fara fram í gegn­um tölv­una? „Já það eru aðal­gagn­rýn­isradd­irn­ar sem við höf­um fengið, en við pöss­um mjög upp á það að hafa fé­lags­færniþjálf­un inn í skóla­deg­in­um. Ég held reynd­ar að fáir skól­ar hafi mark­vissa fé­lags­færni á dag­skrá hjá sér held­ur er frek­ar reiknað með að það ger­ist sjálf­krafa í frí­mín­út­un­um. En fé­lags­færni er eitt­hvað sem þarf sann­ar­lega að huga að hjá ung­menn­um í dag. Á sum­um heim­il­um er ekk­ert leng­ur spjallað sam­an, fjöl­skyld­an er bara hver í sínu tæki við mat­ar­borðið, svo auðvitað byrj­ar þetta þar.“

Esther bæt­ir við að það hafi reynd­ar komið kenn­ur­um skól­ans á óvart hversu lít­il hindr­un það var í aug­um krakk­anna að eiga sam­skipti í gegn­um netið og hversu vel það gekk. „Það sýndi sig vel síðasta vet­ur að það var vel hægt að skapa sam­held­inn nem­enda­hóp þótt við vær­um ekki á sama stað. Þar sem hóp­ur­inn varð svona þétt­ur og góður, þá ákváðu krakk­arn­ir sem voru staðsett­ir á Íslandi að hitt­ast í vor og gera sér glaðan dag sam­an í Reykja­vík sem tókst ótrú­lega vel,“ seg­ir Esther sem sér fyr­ir sér að slík­ir hitt­ing­ar á haust­in og vor­in geti orðið fast­ur liður í skóla­starf­inu. Þá er skól­inn líka ný­bú­inn að stofna sína eig­in fé­lags­miðstöð, Í skýj­un­um, sem er kom­in með aðild að Sam­fés. „Við fund­um að krakk­arn­ir þurftu meira rými til þess að hanga sam­an og gera það sem þeim lang­ar og því byrjuðum við með þessa fé­lags­miðstöð sem var með viðburði tvisvar í viku. Það eru krakk­arn­ir sem stýra al­veg hvað fer fram þar, en und­ir leiðsögn, og svo tök­um við líka þátt í viðburðum Sam­fés,“ seg­ir Esther. Áhugi er fyr­ir því að opna fé­lags­miðstöðina fyr­ir fleir­um en bara nem­end­um skól­ans en það verði að þró­ast í ró­leg­heit­um í takt við fjár­mögn­un og ósk­ir ung­ling­anna.

Gjald­frjáls skóla­ganga

Ásgarðskóli er í eigu Í skýj­un­um sem er syst­ur­fyr­ir­tæki Ásgarðs, einka­fyr­ir­tæk­is sem veit­ir fag­leg­an stuðning og ráðgjöf til fræðsluaðila, sveit­ar­fé­laga og mennta­stofn­ana. Skól­inn er með þró­un­ar­skóla­leyfi frá mennta­málaráðuneyt­inu til þriggja ára. Skól­inn er með þjón­ustu­samn­ing við sveit­ar­fé­lagið Reyk­hóla­hrepp, en ekki er leyfi­legt að reka grunn­skóla á Íslandi nema þjón­ustu­samn­ing­ur sé til staðar við að minnsta kosti eitt sveit­ar­fé­lag. Skóla­pláss við skól­ann er gjald­frjálst en til þess að hægt sé að skrá barn í nám við skól­ann sem ekki býr í Reyk­hóla­hreppi þurfa for­ráðamenn barns­ins að sækja um nám­svist utan lög­heim­il­is. Lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lagið þarf að samþykkja flutn­ing­inn en með flutn­ingn­um flytj­ast þeir pen­ing­ar sem sveit­ar­fé­lagið hefði ann­ars nýtt í mennt­un barns­ins til Ásgarðsskóla. Ef sveit­ar­fé­lagið samþykk­ir ekki flutn­ing en for­ráðamenn vilja samt sem áður skrá barnið í skól­ann þá þurfa for­eldr­arn­ir að greiða að fullu fyr­ir skóla­göngu barns­ins. Þetta á einnig við um börn sem eiga lög­heim­ili er­lend­is. Upp­hæðin miðast við viðmiðun­ar­gjald­skrá Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og er svipuð og í einka­skól­um er­lend­is. „Það er mis­jafnt eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort þau samþykkja flutn­ing en ég hef á til­finn­ing­unni að í þeim til­fell­um sem beiðnum hef­ur verið hafnað að þá ætli sveit­ar­fé­lög­in að vinna að betri nálg­un fyr­ir barnið heima fyr­ir. Sem er auðvitað ákveðinn sig­ur líka því auðvitað er þetta ákveðið tæki­færi til upp­bygg­ing­ar og fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in að gera bet­ur.“

Styðja við heima­kennslu

Auk hefðbund­ins skóla­starfs, sem er þó í eðli sínu óhefðbundið þar sem það fer allt fram á net­inu, hvort sem um er að ræða íþrótt­ir, heim­il­is­fræði eða önn­ur fög, þá er skól­inn einnig með ýmis önn­ur áhuga­verð verk­efni í gangi. Í haust er til dæm­is að fara af stað til­rauna­verk­efni sem kall­ast „Home but not alone“ eða „Ekki týn­ast heima“. Verk­efnið geng­ur út á það að búa til, prófa og út­færa heima­skóla í sam­vinnu og sam­starfi við tvo pólska skóla og ráðgjafaþjón­ustu.

„Part­ur af því að vera þró­un­ar­skóli er að koma með nýj­ar nálgan­ir og lausn­ir sem geta hjálpað skóla­kerf­inu. For­eldr­ar sem skrá sig í þetta heima­skóla­verk­efni fara á nám­skeið hjá okk­ur og fá aðgang að okk­ar náms­efni og Náms­gagna­torg­inu en það eru for­eldr­arn­ir sem stjórna dag­lega starf­inu. Við erum ráðgef­andi stuðningsaðili og met­um hvernig heima­skóla­plön­in ganga. Þetta verk­efni hef­ur það mark­mið að finna leiðir til að færa sönn­ur á að for­eldr­ar geti kennt börn­um sín­um og fá yf­ir­völd til þess að átta sig á því,“ seg­ir Esther og bæt­ir við að eins og staðan sé í dag þá þurfa ís­lensk­ir for­eldr­ar að vera með leyf­is­bréf til kennslu til þess að geta kennt börn­um sín­um heima. Með því að skrá sig í verk­efnið hjá Ásgarðsskóla þá auðveld­ar það allt ferlið bæði fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar og sveit­ar­fé­lög­in sem geta orðið frek­ar ráðvillt varðandi það hvernig eigi að fylgja eft­ir eft­ir­liti með börn­um í heima­skóla.

Það er ekki hægt að kveðja Esther án þess að spyrja hana hvernig hún sjái fyr­ir sér að þessi nýj­asti og ný­stár­leg­asti skóli lands­ins þró­ist. „Auðvitað sé ég fyr­ir mér að skól­inn vaxi og dafni og nem­end­um fjölgi jafnt og þétt. Mark­mið okk­ar er að nem­enda­miðað nám óháð staðsetn­ingu verði raun­veru­legt val fyr­ir alla. Það tek­ur alltaf tíma að sanna sig en þeir sem hafa verið í sam­bandi við okk­ur og kynnt sér starfið hafa sann­færst hægt og ró­lega um að þetta sé hægt. Fólk sá í Covid hvað hægt var að gera með fjar­kennslu, við erum bara að taka þetta skref­inu lengra.“

mbl.is