Baldwin gæti verið sóttur til saka

Alec Baldwin | 27. september 2022

Baldwin gæti verið sóttur til saka

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin og þrír aðrir úr tökuliði kvikmyndarinnar Rust gætu verið sóttir til saka vegna andláts tökumannsins Halynu Hutchins í október á síðasta ári. Málið er nú til rannsóknar og á saksóknari eftir að gefa út hvort einhver muni fá stöðu sakbornings í málinu. New York Times greinir frá.

Baldwin gæti verið sóttur til saka

Alec Baldwin | 27. september 2022

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin gæti verið sóttur til saka fyrir …
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin gæti verið sóttur til saka fyrir andlát Halynu Hutchins. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in og þrír aðrir úr tök­uliði kvik­mynd­ar­inn­ar Rust gætu verið sótt­ir til saka vegna and­láts töku­manns­ins Halynu Hutchins í októ­ber á síðasta ári. Málið er nú til rann­sókn­ar og á sak­sókn­ari eft­ir að gefa út hvort ein­hver muni fá stöðu sak­born­ings í mál­inu. New York Times grein­ir frá.

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in og þrír aðrir úr tök­uliði kvik­mynd­ar­inn­ar Rust gætu verið sótt­ir til saka vegna and­láts töku­manns­ins Halynu Hutchins í októ­ber á síðasta ári. Málið er nú til rann­sókn­ar og á sak­sókn­ari eft­ir að gefa út hvort ein­hver muni fá stöðu sak­born­ings í mál­inu. New York Times grein­ir frá.

Skrif­stofa rík­is­sak­sókn­ara í Santa Fe-sýslu í Nýju-Mexí­kó velti þeim mögu­leika upp að gef­in yrði út ákæra í bréfi til stjórn­valda í síðasta mánuði þegar óskað var eft­ir meira fjár­magni til rann­sókn­ar­inn­ar. 

Mary Carmack-Altwies rík­is­sak­sókn­ari sagði þó skýrt að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort ákært yrði í mál­inu, en fram kom að til greina kæmi að ákæra Baldw­in.

Neit­ar að hafa tekið í gikk­inn

Hutchins var skot­in til bana við tök­ur á kvik­mynd­inni hin 21. októ­ber á síðasta ári. At­vikið átti sér stað þegar Baldw­in var að æfa sig með leik­muna­byssu, en í henni reynd­ust vera raun­veru­leg byssu­skot. Skotið hæfði Hutchins og lést hún. Það hæfði einnig leik­stjór­ann Joel Souza, en hann hlaut aðeins minni­hátt­ar áverka. 

Baldw­in hef­ur sagt að hann hafi ekki tekið í gikk­inn og að hon­um hafi verið tjáð að ekki væru raun­veru­leg skot í byss­unni. 

mbl.is