30 ár milli elsta og yngsta barnsins

Föðurhlutverkið | 1. október 2022

30 ár milli elsta og yngsta barnsins

Þórarinn Þórarinsson blaðamaður var nýorðinn fimmtugur þegar hann eignaðist yngsta barnið sitt með unnustu sinni, Theódóru Björk Guðjónsdóttur. Hann er þakklátur fyrir að sonurinn, Guðjón Bergur, leyfi veðruðum föður sínum að sofa á næturnar þótt honum finnist dapurlegt að pabbinn verði 70 ára þegar sonurinn verður tvítugur.

30 ár milli elsta og yngsta barnsins

Föðurhlutverkið | 1. október 2022

Feðgarnir Þórarinn Þórarinsson og Guðjón Bergur. 50 ár eru á …
Feðgarnir Þórarinn Þórarinsson og Guðjón Bergur. 50 ár eru á milli feðganna.

Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son blaðamaður var nýorðinn fimm­tug­ur þegar hann eignaðist yngsta barnið sitt með unn­ustu sinni, Theó­dóru Björk Guðjóns­dótt­ur. Hann er þakk­lát­ur fyr­ir að son­ur­inn, Guðjón Berg­ur, leyfi veðruðum föður sín­um að sofa á næt­urn­ar þótt hon­um finn­ist dap­ur­legt að pabb­inn verði 70 ára þegar son­ur­inn verður tví­tug­ur.

Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son blaðamaður var nýorðinn fimm­tug­ur þegar hann eignaðist yngsta barnið sitt með unn­ustu sinni, Theó­dóru Björk Guðjóns­dótt­ur. Hann er þakk­lát­ur fyr­ir að son­ur­inn, Guðjón Berg­ur, leyfi veðruðum föður sín­um að sofa á næt­urn­ar þótt hon­um finn­ist dap­ur­legt að pabb­inn verði 70 ára þegar son­ur­inn verður tví­tug­ur.

Þór­ar­inn seg­ist hafa þurft að hugsa sig tölu­vert um áður en hann og unnsta hans ákváðu að eign­ast barn. Hann átti fyr­ir fjög­ur börn með fyrri barn­s­mæðrum og seg­ir að það sé tölu­vert öðru­vísi að eign­ast barn um tví­tugt eða um fimm­tugt. 30 ár eru á milli elsta og yngsta barns­ins en Guðjón Berg­ur er nú sex mánaða.

„Þar sem 30 ár eru á milli elsta barns­ins míns og þess yngsta hlýt ég að hafa ágæt­is sam­an­b­urð og auðvitað mun­ar mestu um lífs­reynsl­una. Maður hef­ur gengið í gegn­um alla skelf­ing­una og ótt­ann áður og bregst frek­ar fum­laust og yf­ir­vegað við flestu sem kem­ur upp á. Ólíkt því sem áður var er maður því ekki í krón­ísku tauga­áfalli og sí­hringj­andi í mömmu með enda­laus­ar áhyggj­ur af barn­inu.

Síðan er maður auðvitað miklu ró­legri. Djammið kall­ar ekki leng­ur og það er ekki upp á líf og dauða að fá pöss­un í tíma og ótíma. Enda er topp­ur­inn á til­ver­unni bara að vera heima og njóta þess að vera með barn­inu. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að maður er bet­ur í stakk bú­inn efna­hags­lega til þess að eiga barn. Ég hef að minnsta kosti ekki enn þurft að slá for­eldra mína um lán eða rjúka með dós­ir í Sorpu til þess að geta keypt bleyj­ur,“ seg­ir Þór­ar­inn.

Þórarinn segir að eini gallinn sé að hann verði 70 …
Þór­ar­inn seg­ir að eini gall­inn sé að hann verði 70 ára þegar Guðjón Berg­ur verður 20 ára.

Upp­lifði menn­ing­ar­sjokk þegar frumb­urður­inn fædd­ist

Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi ann­an skiln­ing á föður­hlut­verk­inu núna en þegar hann var tví­tug­ur seg­ir hann svo ekki vera.

„Nei, í raun­inni ekki, enda breyt­ist það aldrei. Auðvitað fær maður ein­hvers kon­ar menn­ing­ar­sjokk þegar maður stend­ur í fyrsta skipti and­spæn­is mann­eskju sem maður elsk­ar meira en sjálf­an sig. Það venst hins veg­ar fljótt og ald­ur­inn breyt­ir því ekki að til­finn­ing­arn­ar eru alltaf þær sömu. Rétt eins og skyld­urn­ar og ábyrgðin þannig að maður held­ur bara áfram að reyna að gera sitt besta,“ seg­ir Þór­ar­inn.

Þurft­ir þú að hugsa þig um hvort þú vær­ir orðinn of gam­all til að eign­ast barn áður en yngsta barnið varð til?

„Já, já. Það hvíldi þungt á mér og ger­ir eig­in­lega enn og þá helst bara að ég vor­kenni barn­inu mínu voðal­ega að eiga svona gaml­an pabba. Ég hef upp­lifað það að vera í hópi yngstu for­eldr­anna á fund­um og skemmt­un­um í grunn­skóla og fannst ég bara fer­lega kúl. Að sama skapi finnst mér ég óbæri­lega hallæris­leg­ur í sömu aðstæðum núna. Þótt, eða kannski vegna þess, að ég mæti enn í sama leður­jakk­an­um og ég gerði fyr­ir tutt­ugu árum.

Síðan fylg­ir því tals­verð sál­ar­ang­ist að vita að mér mun aldrei end­ast ald­ur til þess að fylgja litla strákn­um mín­um jafn langt inn í lífið og eldri krökk­un­um. Frumb­urður­inn er að verða þrítug­ur og ég er 51 árs. Það er nokkuð góð töl­fræði en verra, eins og mér hef­ur verið bent á, að við Guðjón Berg­ur get­um slegið sam­an sjö­tugsaf­mæli og stúd­ents­veislu þegar og ef þar að kem­ur og mér end­ist ald­ur til,“ seg­ir hann og hlær.

Höggið kem­ur á gelgj­unni

Hvað hef­ur reynst þér best í föður­hlut­verk­inu?

„Að líta fyrst og fremst á börn­in mín sem vini mína og teygja mig frek­ar inn í þeirra hug­ar­heim frek­ar en öf­ugt. Gera þeirra áhuga­mál að mín­um eða finna ein­hver sem við get­um sam­ein­ast um. Mér hef­ur reynst þetta af­skap­lega auðvelt. Kannski vegna þess að „það er svo gam­an að eiga barna­leg­an pabba“, eins og dótt­ir mín, sem er að verða fjór­tán ára, benti mér á fyr­ir nokkr­um árum.

Hvað sem mín­um eig­in barna­skap líður þá hef­ur þetta alltént reynst mér, og von­andi börn­un­um mín­um, best. Höggið er samt alltaf þungt þegar þau fara á gelgj­una og geng­is­vísi­tal­an á fé­lags­skap manns og sam­veru­stund­um fer í frjálst fall. Þá er aft­ur á móti hugg­un harmi gegn að ef vinátta er grunn­ur­inn í sam­bandi barns og for­eldr­is þá held­ur hún bara áfram að dýpka og styrkj­ast þegar barnið full­orðnast.“

Þegar Þór­ar­inn er spurður út í upp­eld­is­ráð og hvort hann lumi á ein­hverj­um slík­um seg­ir hann að það skipti máli að það ríki traust á milli for­eldra og barna.

„Barnið set­ur að sjálf­sögðu allt sitt traust á for­eldr­ana í upp­hafi. Gullna regl­an, sem fyrsta barn­s­móðir mín hamraði inn í haus­inn á mér, verður stöðugt mik­il­væg­ari eft­ir því sem barnið verður eldra.

„Að líta fyrst og fremst á börnin mín sem vini …
„Að líta fyrst og fremst á börn­in mín sem vini mína og teygja mig frek­ar inn í þeirra hug­ar­heim frek­ar en öf­ugt.“

Regl­an er ein­fald­lega sú að for­eldri má aldrei bregðast trúnaði barns­ins. Traustið milli barns og for­eldr­is á auðvitað helst að vera gagn­kvæmt en krakk­arn­ir hafa, ólíkt okk­ur for­eldr­un­um, meðfædd­an rétt til þess að láta reyna á það, sveigja það og beygja á meðan þau þreifa fyr­ir sér hvar mörk­in liggja. Þá reyn­ir á for­eldr­ana,“ seg­ir hann.

Hvernig finnst þér að við ætt­um að ala börn upp þannig að við skil­um þeim sem bestu vega­nesti inn í full­orðins­ár­in?

„Ég held að djúp­stæðasti ótti hvers for­eldr­is hljóti að vera tvíþætt­ur; að ein­hver geri barn­inu mínu eitt­hvað illt, eða að það muni valda ein­hverj­um skaða. Þetta get­ur í raun orðið svo lam­andi og djúp­stæður ótti að ég skil stund­um ekki hvernig okk­ur dett­ur í hug að taka þá áhættu að eign­ast börn.

Við ger­um það nú samt, án nokk­urr­ar trygg­ing­ar fyr­ir því að þau sem við elsk­um skil­yrðis­laust kom­ist ósködduð í gegn­um lífið, en ég reyni í það minnsta að inn­ræta þeim gildi sem von­andi lág­marka hætt­una á að þau verði gerend­ur eða þolend­ur.“

Hvað hef­ur það gefið þér að verða pabbi þegar þú ert 50 ára?

„Fram­leng­ingu á æsk­unni? Nei, ég veit það ekki en mér sýn­ist þetta nú al­veg til þess fallið að halda manni ung­um og þótt ég sé log­andi hrædd­ur við þetta þá held ég að það sé ómet­an­legt að fá að upp­götva heim­inn og lífið enn og aft­ur upp á nýtt með aug­um barns­ins míns. Strák­ur­inn ger­ir hvern dag að æv­in­týri hjá okk­ur og maður er alltaf að finna eitt­hvað nýtt. Kannski hef­ur heim­ur­inn breyst svona mikið eða kannski bara maður sjálf­ur. Hvort held­ur sem er þá er þetta spenn­andi, dá­lítið ógn­vekj­andi en ómót­stæðilegt æv­in­týri,“ seg­ir hann.

Finn­ur meira fyr­ir barna­stúss­inu núna en fyr­ir 30 árum

Hvað kom þér mest á óvart þegar þú varðst pabbi á þess­um aldri?

„Kannski bara hvað þetta er í raun lítið mál og það fal­lega og góða við þetta núll­ar út áhyggj­urn­ar og kvíðann. Ég nýt þess auðvitað samt að dreng­ur­inn er ró­leg­ur á næt­urn­ar og leyf­ir lún­um og veðruðum pabba sín­um að sofa óslitið í ein­hverja klukku­tíma. Þetta stúss allt tek­ur þó óneit­an­lega meira á lík­am­lega núna en 1992 en það hef­ur komið skemmti­lega á óvart að ég er hvorki al­veg far­inn í bak­inu né öll­um liðamót­um,“ seg­ir hann og hlær.

mbl.is