Segir Jón Baldvin haga sér eins og rándýr

MeT­oo - #Ég líka | 3. október 2022

Segir Jón Baldvin haga sér eins og rándýr

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segist hafa beðið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, um að segja sig frá heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir þingkosningarnar vorið 2007 eftir að hafa fengið vitneskju um mál þar sem Jón Baldvin var sakaður um kynferðisbrot.

Segir Jón Baldvin haga sér eins og rándýr

MeT­oo - #Ég líka | 3. október 2022

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa beðið Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um að segja sig frá heiðurs­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar vorið 2007 eft­ir að hafa fengið vitn­eskju um mál þar sem Jón Bald­vin var sakaður um kyn­ferðis­brot.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa beðið Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um að segja sig frá heiðurs­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar vorið 2007 eft­ir að hafa fengið vitn­eskju um mál þar sem Jón Bald­vin var sakaður um kyn­ferðis­brot.

„Hann varð við þess­ari ósk minni en í stað þess að láta þar við sitja og sýna svo­litla iðrun og hug­ar­ang­ur vegna fram­ferðis síns fór hann rak­leiðis í Silf­ur Eg­ils og vældi yfir því að ég hefði hafnað hon­um í heiðurs­sætið á póli­tísk­um for­send­um. Þetta gerði hann vit­andi að ég gæti aldrei sagt op­in­ber­lega hver var hin raun­veru­lega ástæða fyr­ir því að ég vildi hann ekki í heiðurs­sætið. Það var svo ekki fyrr en 5 árum síðar, þegar Guðrún Harðardótt­ir steig fram, sem ástæðan varð heyr­in­kunn,“ skrif­ar Ingi­björg Sól­rún í Face­book-færslu sinni.

Til­efnið er grein sem birt­ist í Stund­inni um dag­bókar­færsl­ur Þóru Hreins­dótt­ur frá ár­inu 1970. Hún var þá 15 ára nem­andi Jóns Bald­vins í Mela­skóla og ræðir þar um meint brot hans gagn­vart henni.

Ljót­ur og ójafn leik­ur

Ingi­björg Sól­rún seg­ist hafa lesið aft­ur „all­ar þær 23 sög­ur sem safnað hef­ur verið sam­an af kyn­ferðis­brot­um og áreiti JBH á ára­tuga tíma­bili“. Í ljós hafi komið ákveðið munst­ur þar sem hann hafi hagað sér eins og rán­dýr sem velji bráð sína af kost­gæfni.

„Þetta er lýs­ing á ótrú­lega ljót­um og ójöfn­um leik þar sem kenn­ar­inn, skóla­meist­ar­inn, ráðherr­ann og sendi­herr­ann mis­beit­ir valdi sínu og sæk­ir að ung­lings­stúlk­um,“ skrif­ar hún og spyr í fram­hald­inu hvort ekki sé nóg komið.

Jón Baldvin í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra.
Jón Bald­vin í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í fyrra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Aldrei viður­kennt mis­gjörðir sín­ar“

„Ég skrifa þetta vegna þess að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hef­ur aldrei viður­kennt mis­gjörðir sín­ar og enn láta marg­ir þær sér í léttu rúmi liggja af því þeim finnst JBH hafa lagt svo margt af mörk­um í ís­lenskri póli­tík. Það kem­ur þessu máli hins veg­ar ekk­ert við og menn kom­ast aldrei fram hjá þeirri staðreynd að þann orðstír sem JBH ávann sér á hinum póli­tíska vett­vangi hef­ur hann sjálf­ur lít­ilsvirt með því að mis­beita því valdi sem hon­um var falið gagn­vart fjöl­mörg­um ung­lings­stúlk­um og kon­um. Þar er ekki öðrum um að kenna,“ skrif­ar Ingi­björg Sól­rún og þakk­ar Val­gerði Þor­steins­dótt­ur, dótt­ur Þóru, fyr­ir að birta dag­bókar­færsl­una.

Einnig þakk­ar hún tón­list­ar­mann­in­um Bjarna Frí­manni Bjarna­syni fyr­ir að sýna kjark með því að greina frá því op­in­ber­lega að fyrr­ver­andi tón­list­ar­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands hafi brotið á hon­um kyn­ferðis­lega.

mbl.is