„Ærið verk að vinna“

MeT­oo - #Ég líka | 4. október 2022

„Ærið verk að vinna“

Enn virðist ærið verk að vinna þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni í samfélaginu. Þetta skrifar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, í pistli í tilefni af vitundarvakningunni Meinlaust? sem er farin af stað.

„Ærið verk að vinna“

MeT­oo - #Ég líka | 4. október 2022

Bryndís Elfa.
Bryndís Elfa. Ljósmynd/Aðsend

Enn virðist ærið verk að vinna þegar kem­ur að kyn­bund­inni og kyn­ferðis­legri áreitni í sam­fé­lag­inu. Þetta skrif­ar Bryn­dís Elfa Valdemars­dótt­ir, sér­fræðing­ur á Jafn­rétt­is­stofu, í pistli í til­efni af vit­und­ar­vakn­ing­unni Mein­laust? sem er far­in af stað.

Enn virðist ærið verk að vinna þegar kem­ur að kyn­bund­inni og kyn­ferðis­legri áreitni í sam­fé­lag­inu. Þetta skrif­ar Bryn­dís Elfa Valdemars­dótt­ir, sér­fræðing­ur á Jafn­rétt­is­stofu, í pistli í til­efni af vit­und­ar­vakn­ing­unni Mein­laust? sem er far­in af stað.

Í vit­und­ar­vakn­ing­unni eru frá­sagn­ir úr ís­lensku sam­fé­lagi end­ur­sagðar í formi mynda­sagna. Fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eig­in reynslu und­ir myllu­merk­inu #mein­laust eða með merk­ing­unni @mein­laust.

Jafn­rétt­is­stofa hef­ur auk þess út­búið fræðslu fyr­ir vinnustaði sem nefnd­ist KÁ vit­inn. Mark­mið henn­ar er að starfs­fólk og stjórn­end­ur þekki birt­ing­ar­mynd­ir og af­leiðing­ar kyn­ferðis­legr­ar áreitni og fái verk­færi til að vinna gegn slíkri hegðun, að því er seg­ir í pistl­in­um.

„Fimm árum eft­ir upp­haf #met­oo bylt­ing­ar­inn­ar heyr­um við enn nán­ast dag­lega sög­ur um kyn­bundna og kyn­ferðis­lega áreitni í dag­legu lífi, námi eða starfi,“ skrif­ar Bryn­dís Elfa og bæt­ir síðar við: „Opn­um aug­un fyr­ir vanda­mál­inu í stað þess að horfa á eft­ir því í hyl­djúpa gjá sem hef­ur gríðarleg­ar af­leiðing­ar fyr­ir ein­stak­linga, vinnustaði og sam­fé­lagið allt. Þekkj­um birt­ing­ar­mynd­irn­ar og ver­um meðvituð gagn­vart einu út­breidd­asta vanda­máli heims­ins. Kyn­bund­in og kyn­ferðis­leg áreitni er aldrei mein­laus.“

mbl.is