Nemendur í MH hafa fengið nóg

MeT­oo - #Ég líka | 4. október 2022

Nemendur í MH hafa fengið nóg

Nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð er nóg boðið vegna aðgerðaleysis skólastjórnenda í nokkrum málum sem tengjast kynferðisofbeldi á milli nemenda. 

Nemendur í MH hafa fengið nóg

MeT­oo - #Ég líka | 4. október 2022

Nöfn meintra gerenda voru skrifuð á speglana í skólanum. Þau …
Nöfn meintra gerenda voru skrifuð á speglana í skólanum. Þau hafa verið máð út á meðfylgjandi mynd. Ljósmynd/Aðsend

Nem­end­um í Mennta­skól­an­um í Hamra­hlíð er nóg boðið vegna aðgerðal­eys­is skóla­stjórn­enda í nokkr­um mál­um sem tengj­ast kyn­ferðisof­beldi á milli nem­enda. 

Nem­end­um í Mennta­skól­an­um í Hamra­hlíð er nóg boðið vegna aðgerðal­eys­is skóla­stjórn­enda í nokkr­um mál­um sem tengj­ast kyn­ferðisof­beldi á milli nem­enda. 

Viðmæl­andi mbl.is seg­ir óánægju hafa ríkt í lengri tíma um viðbrögð og svara­leysi stjórn­enda en að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunkt­ur. 

„Ég veit til þess að það eru um átta mál þar sem þolend­ur þurfa að mæta gerend­um sín­um inn­an veggja skól­ans,“ seg­ir Urður Bartels, nem­andi við MH. Hún seg­ir enn frek­ar að í a.m.k. fjór­um til­fell­um hafi þolend­ur reynt að leita til stjórn­enda skól­ans með sín mál. Nefn­ir hún að leitað hafi verið til rektors og náms­ráðgjafa. 

„Þau hafa eng­in svör fengið og það hef­ur ekk­ert verið gert í þess­um mál­um,“ seg­ir hún. 

Í gær tóku sig ein­hverj­ir til og hengdu upp blað víða um skól­ann með harðorðri gagn­rýni á skól­ann. Blaðið má sjá hér að neðan.

Blaðið sem hengt var upp í MH í gær.
Blaðið sem hengt var upp í MH í gær. Ljós­mynd/​Aðsend

Urður seg­ir að starfs­fólk skól­ans hafi tekið blaðið niður. Við það hafi nem­end­urn­ir fengið nóg, safn­ast sam­an á sal­ern­um skól­ans og skrifað á það skila­boð í mót­mæla­skyni, meðal ann­ars nöfn gerenda í skól­an­um. 

„Við vor­um kom­in með upp í kok af því að það sé reynt að þagga niður í okk­ur,“ seg­ir hún og bæt­ir við að skila­boðin á spegl­un­um hafi ekki verið skipu­lögð, held­ur sjálfsprott­in út­rás fyr­ir reiði nem­enda. 

Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum.
Ég vil ekki fokk­ing nauðgara í skól­an­um mín­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Nemendur komu saman og krotuðu á spegla skólans.
Nem­end­ur komu sam­an og krotuðu á spegla skól­ans. Ljós­mynd/​Aðsend

Varðandi til­fellið, sem fjallað er um á blaðinu sem hengt var upp, seg­ir Urður að marg­ir í skól­an­um séu ugg­andi yfir viðveru ger­and­ans. „Það vita marg­ir hvað gerðist og það eru marg­ir ósátt­ir við það að þurfa að vera með þess­um ein­stak­lingi í tíma og verk­efn­um. Enn og aft­ur gerði skól­inn ekki neitt í þessu máli.“

„Við erum að reyna að krefjast þess að eitt­hvað verði gert til að vernda þolend­ur. Að það verði hlustað á okk­ur og okk­ur trúað. Við vilj­um geta mætt í skól­ann og upp­lifað okk­ur ör­ugg og ekki þurfa að vera hrædd við að þurfa að mæta gerend­um okk­ar á göng­um skól­ans.“

MH eru hræsnarar, segir í þessum spegli.
MH eru hræsn­ar­ar, seg­ir í þess­um spegli. Ljós­mynd/​Aðsend

Fengu ekki að tjá sig á fundi

Í dag voru all­ir nem­end­ur skól­ans kallaðir út úr tíma og á fund með rektor. „All­ir nem­end­urn­ir eru mjög ósátt­ir við þetta,“ seg­ir Urður og út­skýr­ir að rektor hafi ávarpað fund­ar­gesti en ekki viljað viður­kenna að um kyn­ferðisaf­brot væri að ræða. 

Urður Bartels, nemandi við MH.
Urður Bartels, nem­andi við MH. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá hafi komið fyr­ir­les­ari frá Sjúkri ást; „það var þá, fyrst, sem við feng­um fyrst að heyra viður­kenn­ingu á að um kyn­ferðisof­beldi væri að ræða“.

Þá hafi nem­end­ur viljað grípa inn í og spyrja spurn­inga en rektor hafi tekið fyr­ir að spurn­ing­ar og tján­ing nem­enda yrði leyfð á fund­in­um.

Nemendur í MH eru ekki hættir að mótmæla og boða …
Nem­end­ur í MH eru ekki hætt­ir að mót­mæla og boða til nýrra mót­mæla á fimmtu­dag­inn. skjá­skot
mbl.is